c

Pistlar:

26. janúar 2019 kl. 12:16

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Líklega mettekjur hjá Landsvirkjun vegna 2018

Að loknu rekstrarárinu 2017 til­kynnti Lands­virkjun um met­tekjur það ár. Sök­um þess að ál­verð var hærra árið 2018 held­ur en 2017 er lík­legt að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna rekstrar­árs­ins 2018 hafi svo ver­ið enn­þá hærri en var met­árið 2017. Vænt­an­lega mun til­kynn­ing Lands­virkj­unar um tekj­ur og af­komu ársins 2018 (og um selt orkumagn) brátt birt­ast.

Mikilvægasta ástæða þess núna að líkl­egt er að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna 2018 slái metið frá 2017 er einföld: Hærra álverð. Samn­ingar Lands­virk­junar við Norð­ur­ál (Century Alu­min­um) og Alcoa (Fjarða­ál) eru með þeim hætti að þar sveifl­ast raf­orku­verð­ið eft­ir því hvert verð er á áli. Raf­orku­verð­ið til álvers ISAL (Rio Tinto) er aft­ur á móti oft­ast mjög stöð­ugt því orku­verð­ið þar er nú tengt þró­un banda­rískrar neyslu­vístölu (CPI), vegna nýs samn­ings þar um frá 2010.

Þess ber þó að geta að við vit­um ekki enn hversu mikið raf­orku­magn Lands­virkjun seldi á liðnu ári (2018). Ef ál­ver­in hafa hald­ið aftur af fram­leiðslu sinni, sem er reynd­ar ekki mjög lík­legt, bitn­ar það á tekj­um Lands­virkj­unar. Aðrir óvissu­þæt­tir um selt orku­magn og verð, eru t.d. gjald­þrot kísil­vers­ins í Helgu­vík og afurða­verð járn­blendi­verk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga. Auk­in raf­orku­sala til gagnavera styrk­ir tekju­grunn Lands­virkj­unar, en mikil leynd rík­ir um raf­orku­verðið í þeim samningum. Sam­an­tekið verð­ur að telj­ast lík­legt að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna 2018 slái met.

Raforkuverd-LV-til-alvera_2008-2018_Hreyfiafl-jan-2019Á stöplaritinu hér til hliðar má sjá þróun á raf­orku­verði Lands­virkj­unar til álver­anna allt frá árinu 2008. Það ár var ál­verð geysi­hátt og því varð raf­orku­verðið sem Lands­virkjun fékk einnig hátt. Eftir veru­lega verð­lækkun á áli er ál­verð nú aftur nokkuð við­un­andi. Eðli­lega er þó alltaf mik­il óvissa um verð­þró­un á áli. Það er því vandi að spá um tekj­ur Lands­virkj­unar árið 2019. En það er annar hand­leggur.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.

Meira