c

Pistlar:

18. maí 2019 kl. 9:08

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Frá Reins til Rivian

Rafmagnsbílum fer fjölgandi og verða sí­fellt betri. Í síð­ustu grein hér var rak­ið hvern­ig Nor­eg­ur er í far­ar­broddi raf­bíla­væð­ing­ar­inn­ar. Kannski mun­um við brátt sjá svip­aða þró­un hér á Ís­landi. Og kannski get­um við meira að segja bráð­um rennt inn á há­lendið - á rafmagns­jeppa!

Biðin eftir alvöru rafmagnsjeppa

Sá sem þetta skrifar hefur litið raf­bíla horn­auga. Eink­um vegna þess að drægi þeirra er ekki enn orðin nóg. þ.e. ekki enn­þá unnt að aka mjög langt án þess að end­ur­hlaða. En líka  vegna þess að enn eru ekki komn­ir fram raun­veru­leg­ir hag­kvæm­ir raf­magns­jepp­ar. Það kann þó að vera að breyt­ast. Og þar er kannski áhuga­verð­ast­ur bíll sem kall­ast Rivian. Þetta er ansið lag­leg­ur jeppi, sem á að geta far­ið um 600 km á einni hleðslu.

Flottur rafmagnsjeppi dregur að sér fjárfesta

Það er athyglisvert að ­ver­ið setti Ford 500 millj­ón­ir doll­ara í þróun Rivian. Og ör­­um mán­­um fyrr fjár­festi Amazon fyrir 700 mill­jón­ir doll­ara í Rivian. Það eru sem sagt marg­ir öfl­ug­ir að veðja á Rivian.

Rivian-green-2Rivian jeppinn er hug­ar­smíð ungs verk­fræð­ings,Robert J. Scaringe, sem hef­ur nú unn­ið að und­ir­bún­ingi Rivian í heil­an ára­tug. Og nú virð­ist sem draum­ur­inn sé loksins að verða að veru­leika. Fyrsti Rivian jepp­inn á að verða af­greidd­ur til kaup­anda á næsta ári (2020).

Rivian minnir á gamla góða græna Reinsinn

Greinarhöfundur er tals­vert spennt­ur fyrir þessum Rivian. Ekki bara af því þarna er um að ræða flott­an bíl og mik­il­væg tíma­mót í bif­reiða­fram­leiðslu. Það er nefni­lega svo að þessi græni Rivian minn­ir töluvert á gamla góða Reinsinn. Sem var árgerð 1971 og trygg­ur far­ar­skjóti fjöl­skyld­unn­ar í yfir ald­ar­fjórð­ung og meira en 400 þúsund km.

Range Rover var sann­kall­­ur tíma­móta­jeppi fyr­ir næst­um fimm­tíu ár­um. Og kannski er nú loks að koma að því að fall­egur og stíl­hreinn raf­magns­jeppi líti dags­ins ljós. En mun hann end­ast jafn vel og fyrsta týpan af Range Rover?

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.

Meira