c

Pistlar:

12. ágúst 2020 kl. 8:40

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Rio Tinto kvartar undan gagnkvæmum ávinningi

Álrisinn Rio Tinto álítur að taka þurfi á „mis­notkun Lands­virkj­un­ar á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni“ á ís­lensk­um raf­orku­mark­aði. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu um kvört­un fyrir­tæk­is­ins til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Óskin um að veikja samningsstöðu Landsvirkjunar

Í umræddri tilkynningu Rio Tinto endur­ómar sá tónn sem Sam­tök iðnað­ar­ins hafa sleg­ið um nokk­urt skeið, þess efn­is að Lands­virkj­un sé með of stóra hlut­deild á raf­orku­mark­aðn­um og jafnvel beri að skipta orkufyr­ir­tæk­inu upp. M.ö.o. þá mið­ar kvört­un Rio Tinto aug­ljós­lega að því að þrengja að tækifærum Lands­virkj­un­ar til að hafa áhrif á raforku­verð til stóriðju. Og vafa­lít­ið myndi Rio Tinto helst vilja að Lands­virkj­un yrði skipt upp, þ.a. samn­ings­staða orku­fyr­ir­tæk­isins myndi veik­ast frá því sem ver­ið hefur.

Eiga álverin rétt á einu og sama botnorkuverðinu?

Fréttatilkynning Rio Tinto vegna kvört­un­ar­inn­ar til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er mjög al­mennt orð­uð og ein­kenn­ist af órök­studd­um full­yrð­ing­um. Þar er enga til­vís­un að finna til við­eig­andi laga­ákvæða sem ál­fyr­ir­tæk­ið virð­ist álíta að Lands­virkj­un brjóti gegn. Fyr­ir utan­að­kom­andi er því erfitt að meta hvern­ig Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið mun taka á kvört­un­inni. En mið­að við frétta­til­kynn­ing­una er einkum kvart­að vegna eft­ir­far­andi tveggja meg­in­atriða:

  • Að verðlagning Lands­virkj­unar á raf­orku feli í sér órétt­læt­an­lega mis­mun­un og mis­not­kun á mark­aðs­ráð­andi stöðu. Ál­ver­ið í Straums­vík (ISAL) greiði um­tals­vert hærra raf­orku­verð en aðrir ál­fram­leið­end­ur á Ís­landi og þar með skaði Lands­virkj­un sam­keppn­is­stöðu ISAL. Af þessu virð­ist sem Rio Tinto álíti að öll ál­ver­in þrjú, sem hér starfa, eigi að greiða Lands­virkj­un sama raf­orku­verð. Og þá lík­lega jafnt því verði sem lægst er hverju sinni (sem þessa dag­ana er raf­orku­verð­ið til Norð­ur­áls, vegna verð­teng­ing­ar við Nord Pool og lágt mark­aðs­verð þar nú um stundir).

  • Að langtíma­orku­samn­ing­ar bindi við­skipta­vini Lands­virkj­un­ar yfir langt tíma­bil, sem komi í veg fyr­ir að aðrir raf­orku­fram­leið­end­ur ann­að hvort kom­ist inn á mark­að­inn eða auki fram­leiðslu sína. Af þessu virð­ist sem Rio Tinto álíti að með því að gera lang­tíma­samn­inga við ál­ver (og aðra stór­not­end­ur) brjóti Lands­virkj­un gegn öðrum raf­orku­fram­leið­end­um á Ís­landi og að lang­tíma­samn­ing­ar Landsvirkjunar séu þess eðlis að þeir séu and­stæð­ir sam­keppn­is­lögum.

Loks kemur fram í frétta­til­kynn­ing­unni um kvört­un­ina að Rio Tinto geti ekki hald­ið áfram að fram­leiða ál á Ís­landi nema verð­lagn­ing Lands­virkj­un­ar á raf­orku verði gegn­sæ, sann­gjörn og al­þjóð­lega sam­keppn­is­hæf. Ef Lands­virkj­un láti ekki af mis­notkun sinni eigi ISAL ekki ann­an kost en að íhuga upp­sögn raf­orku­samn­ings­ins og hefja und­ir­bún­ing að lok­un ál­vers­ins.

Hvað gerir Samkeppniseftirlitið?

Greinarhöfundur bíður þess auð­vit­að með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu að sjá hvern­ig Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið muni taka á kvört­un Rio Tinto. Fyrir allt áhuga­fólk um ís­lensk­an og evrópskan sam­keppn­is­rétt hlýt­ur þessi kvört­un að vera athyglisverð.

Ef Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið myndi fall­ast á öll þau meg­in­sjón­ar­mið Rio Tinto sem nefnd eru hér að of­an yrðu sennilega all­ir raf­orku­mark­að­ir inn­an EES og ESB í nokkru upp­námi. Því þar tíðk­ast jú ýmiskon­ar samn­ing­ar um raf­orkukaup til lengri og skemmri tíma, auk þess sem margs­konar og mis­munandi raf­orku­verð er í boði bæði til stærri og smærri raf­orku­kaup­enda.

Þarna er því líklega á brattan að sækja hjá álrisanum. Þar með er samt kannski ekki útilokað að Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið geri einhverja athugasemd við fyrirkomulagið hér. En þó varla svo að það breyti miklu fyrir rekstur Rio Tinto á álveri ISAL í Straumsvík.

Á gagnkvæmur ávinningur ekki lengur við?

Það er óneitanlega nokkuð óvænt að nú árið 2020 álíti Rio Tinto allt í einu að raf­orku­samn­ing­urinn sem fyr­ir­tæk­ið átti frum­kvæði að og gerði við Lands­virkj­un árið 2010 (og var breytt árið 2014 að ósk ál­fyr­ir­tæk­is­ins) hafi alls ekki upp­fyllt sam­keppn­is­lög. Áður­nefnd sjón­ar­mið og kvört­un Rio Tinto verða svo alveg sér­stak­lega umhugsunar­verð þeg­ar horft er til þess hvern­ig samn­ingn­um 2010 og við­bót­ar­sam­komu­lag­inu 2014 var lýst, en þá birti álver­ið eftir­far­andi (letur­breyt­ing er grein­ar­höf­undar):

2010: „Þetta er mikil­vægur áfangi fyr­ir ál­ver­ið. Bæði fram­leng­ing­in á nú­ver­andi orku­kaup­um og ákvæð­in um við­bót­ar­orku renna sterk­ari stoð­um und­ir fram­tíð okkar,“ segir Rann­veig Rist for­stjóri [Rio Tinto] Alcan á Íslandi.

2014: Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi: "Sam­komu­lag­ið við Lands­virkj­un er enn ein stað­fest­ing þess að við­skipta­sam­band ál­iðn­að­ar og orku­fram­leiðslu á Ís­landi ein­kenn­ist af gagn­kvæmri virð­ingu og gagnkvæmum ávinningi."

Í ljósi þessara yfirlýsinga for­stjórans í Straumsvík 2010 og 2014 myndi kannski ein­hver segja að nú sé Rio Tinto að kvarta til Sam­keppn­is­eftir­litsins yfir sterk­um stoð­um ál­vers­ins og gagn­kvæm­um um­sömd­um ávinn­ingi Rio Tinto og Lands­virkj­un­ar. Kvörtunin núna er a.m.k. varla í samræmi við fyrri yfirlýsingar álfyrirtækisins.

Landsvirkjun getur ekki tekið alla áhættuna

Rio Tinto er vissulega nokkur vorkunn, því það er aug­ljóst að vænt­ing­ar fyrirtækisins frá 2010 og 2014 um þró­un ál­verðs hafa ekki geng­ið eft­ir. En þar er eng­um um að kenna nema þeim stjórn­end­um ál­fyr­ir­tæk­is­ins sem sáu um og sam­þykktu samn­ing­ana við Lands­virkj­un 2010 og 2014, þegar þeir hinir sömu hefðu kannski átt að vera hófsamari í framtíðarsýn sinni um álverð.

Ef að ál­verð hefði rok­ið upp hefði það vel að merkja verið Lands­virkj­un sem sæti nú svekkt með að hafa ekki sam­ið betur. En þarna eru báð­ir aðil­arn­ir í þeirri stöðu að þurfa að efna samn­ing­ana og það hljóta bæði Lands­virkj­un og Rio Tinto að gera.

Það blasir líka við að ef lækka á raforkuverðið til Rio Tinto vegna breyttra forsenda í formi lágs álverðs, má með sama hætti segja að orkuverð Landsvirkjunar til Alcoa, þ.e. Fjarðaáls, ætti að hækka vegna sömu forsendubreytinga. Þarna geta því komið upp ýmis konar sanngirnissjónarmið. Eftir stendur að samningar skulu standa og það er líka augljóst að gæta verður að sanngirni gagnvart Landsvirkjun ef uppi er forsendubrestur vegna lækkunar álverðs.

Straumsvík segist svikin um afslátt

Vert er einnig að nefna þann óvenju­lega atburð nú síðast, þegar Rio Tinto og/eða ISAL gerði ágrein­ing um það hvort Lands­virkj­un hafi í reynd veitt ál­fyr­ir­tæk­inu þann tíma­bundna af­slátt af raf­orku­verði sem orku­fyrirtækið ákvað ein­hliða að skyldi gilda frá byrj­un maí til loka októ­ber á þessu ár (2020). Það væri auð­vit­að mjög furðu­legt ef Lands­virkj­un stæði ekki við yfir­lýs­ingu sína um tíma­bund­inn af­slátt. Enda hefur orkufyrir­tæk­ið sagt að það sé rangt að Rio Tinto hafi ekki feng­ið af­slátt­inn. Hvorki ISAL né Rio Tinto hafa neitað þeirri fullyrðingu Landsvirkjunar, þ.a. það lítur út fyrir að þarna hafi álfyrirtækið beinlínis farið með rangt mál.

Er stóriðja á Íslandi samkeppnishæf eða ekki?

Áhuga­vert verð­ur að sjá hvern­ig mál­ið þró­ast þeg­ar Fran­haufer mun loks skila skýrslu sinni um sam­keppn­is­hæfni stór­iðju á Ís­landi. Það er sann­ar­lega eng­inn logn­molla þessa dag­ana í ís­lenska raf­orku­geir­an­um. Enda er hin end­ur­nýj­an­lega, hagkvæma og örugga ís­lenska orka mjög eftir­sókn­ar­verð. Vissulega er samt offramleiðsla af áli í Kína að valda vandræðum. En það er því miður eitthvað sem hvorki Landsvirkjun né Ísland hafa á sínu valdi.

Höfundur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyrir­tækis­ins Zephyr Iceland og sem Íslend­ing­ur einn af óbein­um eig­end­um Lands­virkj­un­ar, rétt eins og lang­flestir ef ekki all­ir les­en­dur grein­ar­innar.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.

Meira