Pistlar:

27. mars 2019 kl. 8:46

Guðmundur Arnar Guðmundsson (marketing.blog.is)

WOW air - hugmyndin á bakvið vörumerkið

Það voru mikil forréttindi fyrir pistlahöfund að koma að mótun vörumerkis WOW air í upphafi. Ólgusjórinn sem flugfélagið gengur í gegnum núna fær vonandi farsælan endi, en eins og við vitum þá þarf mótvind fyrir flugdrekann til að fara á loft!

Eftir fréttirnar undanfarinna daga langaði mig að stikla á stóru varðandi hugsunina á bakvið vörumerkið. Hvernig vörunni og þjónustunni var beitt til að skapa öðruvísi upplifun, sem aftur átti að vera mikilvægur hluti af markaðssetningunni. Ég tala í þátíð, þó margt eigi ennþá við, en ég fylgdi fyrirtækinu frá stofnun og í rúmlega tvö ár og tala því út frá þeim tíma.

Félagið átti fyrst að heita Icejet, en WOW air varð svo ofaná. Hugmyndafræðin á bakvið vörumerkið var alltaf WOW-ið.  Vörumerkjastefnan var ,,Það er WOW í öllu sem við gerum". Hún var hugsuð sem hvatning fyrir starfsfólk og samstarfsaðila en jafnframt pólstjarna til að hjálpa öllum sem komu að þjónustuupplifuninni að taka ákvarðanir.

WOW átti að vera tákn fyrir það hvernig flugfélagið nálgaðist gestina sína (ekki kallaðir farþegar sem vakti upp stór augu á flugvöllum). Það átti að vera gestum efst í huga þegar verslað var við fyrirtækið eða þegar komið var úr flugi en jafnframt átti WOW að endurspeglast í öllum samskiptum og snertingum við viðskiptavini. Stoðirnar voru fjórar, WOW air átti að vera ódýrast, stundvísast, með bestu þjónustuna um borð ásamt því að vera fersk og skemmtileg í öllu starfi.

WOW air átti alltaf að vera lággjaldafélag. Sætaverð átti að vera lágt, ekkert umfram sætið innifalið en gestir gætu svo keypt viðbótarþjónustu eftir þörfum. Gestir áttu að upplifa WOW í verðinu en jafnframt í þjónustuupplifuninni sjálfri. Öll flugfélög þurfa starfsfólk í þjónustu um borð, starfsmannafatnað, merkingar á flugvélar, hönnun á markaðsefni, vörur sem seldar eru um borð og svona mætti lengi telja. Hugmyndin var að taka alla þessa þætti sem félagið komst ekki hjá því að gera, setja WOW í þá en án þess að kosta meiru til. Vera creative í þjónustuupplifuninni sjálfri en ekki aðeins markaðsefni. Markmiðið var að koma gestum skemmtilega á óvart. Einhverjir myndu þá deila reynslu sinni í netheimum eða á meðal vina og jafnvel taka myndir. Meira máli skipti að margir ættu eftir að muna aftir óvenjulegu en jákvæðu flugi í heimi þar sem öll flug eru nánast eins.

Sú staðreynd að starfsfólk félagsins var tilbúið undanfarna daga til að gefa eftir launin sín fyrir WOW air segir mikið til um hversu vel starfsfólk tengir við vörumerkið en mælingar sýna að félagið er orðið mjög þekkt víða um heim.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um hvernig WOW upplifunin varð til í samstarfi við fjölmarga WOW starfsmenn og auglýsingastofu. Þó mikið af þessum þáttum hafi tekið breytingum er sumt sem lifir og annað sem hefur bæst við. Öll dæmin sína engu að síður vel hugmyndina á bakvið vörumerkið og hvernig hægt er að standa uppúr, án þess að kosta meiri til, ef stefnan er skýr.

- - - 

Fyrir marga eru flugvélar spennandi. Ekki var mikið fjármagn til merkinga í upphafi. Vélarnar voru því aðeins merktar með límmiðum, fyrst vinstra megin, sem WOW Force One og Two (sem vakti mjög mikla athygli), en síðar með risastóru WOW á búknum, brosi og sólgleraugum en jafnframt voru skilaboðin ,,Love is in the air" sett undir búkinn.

Untitled-1

Það er mjög kostnaðarsamt að kaupa auglýsingar á flugvöllum. Það var of dýrt í upphafi en allir flugvellir verða að bjóða flugfélögum standa til að mæla handfarangur, en úr varð WOW öryggisvörðurinn. Hann fékk að vera á mörgum ,,selfies" út um allan heim og var reyndar líka stolið reglulega í partí og á árshátíðir fyrirtækja sem starfa í Leifsstöð, en yfirleitt alltaf mættur aftur á mánudagsmorgni. 

 Untitled-2

Flugmenn félagsins voru í Top Gun jökkum og með Ray ban sólgleraugu og flugliðarnir í glæsilegum fjólubláum starfsmannabúningum. Hópurinn fékk hvatningu að ganga saman í gegnum flugstöðvar  en oftar en ekki stoppuðu flugvallagestir og tóku mynd af þeim þegar hópurinn fór hjá. Til marks um stemninguna voru flugmenn WOW air búnir að samþykkja að vera með bingó í háloftunum fyrir gesti!

Picture1vvvv

Hér að neðan eru svo fleiri dæmi sem ég læt skýra sig sjálf með hvatningarkveðju til allra sem starfa hjá WOW air. 

mmmmm

fdsfsfds

vvvfds

eee

5401_BodyImg_2

aaa

 

 

 

 

 

 

 

 

...og auðvitað gerði Spaugstofan svo sína útgáfu:

 

26. desember 2017

Jóla-markaðsherferðin sem felldi skæruliðana!

Kólumbíska ríkistjórnin hafði verið í stríði við skæruliðasamtökin FARC í yfir 50 ár. Nýlega var risa áfanga náð þegar samið var um frið við skæruliðana sem eru nú að snúa til baka inn í Kólumbískt samfélag. FARC voru elstu og stærstu skærliðasamtökin í Ameríku. Þau báru ábyrgð á stórum hluta af kókaínframboði heimsins en þau fjármögnuðu sig jafnframt með þúsundum mannrána. Um 200.000 manns létust meira
16. nóvember 2017

John Lewis, nú mega jólin koma!

Jólaauglýsing John Lewis í ár var kynnt síðasta föstudag. Auglýsingin markar upphaf jólahátíðarinnar hjá mörgum Bretum. Fyrirtækinu hefur á undanförnum árum tekist að skapa mikla eftirvæntingu eftir auglýsingunum og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Í ár er það sagan um Jóa litla og skrímslið Moz. Þetta er stór herferð, fjárfesting uppá rúmlega 800 milljónir. Í stuttu máli meira
11. nóvember 2017

Hvernig vann Icelandair Euro Effie?

Það telst til tíðinda þegar íslenskt fyrirtæki vinnur erlend verðlaun fyrir markaðsstarf.  Icelandair vann nýlega Euro Effie verðlaun fyrir heferðina Stopover buddy sem Íslenska auglýsingastofan framleiddi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóttustu í Evrópu en þau eru veitt fyrir  markaðssamskipti sem skila framúrskarandi árangri.  Kínverski herkænskusnillingurinn Sun Tzu sagði eitt meira
7. nóvember 2017

Vörumerki og auglýsingar: P&G gekk of langt með Facebook

Stærsti auglýsandi í heimi, Procter & Gamble, segist hafa sóað hundruðum milljóna króna í auglýsingar sem beindust að alltof litlum markhópum. Marc Pritchard, yfirmaður allra vörumerkja fyrirtækisins, sagði við þetta tilefni: ,,We targeted too much, we went to narrow.” Fjöldi fyrirtækja hefur lagt of mikla áherslu á skammtímasöluherferðir (e. activation) sem beint er að litum hópum meira
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson starfar sem markaðsráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Guðmundur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og uppbyggingu vörumerkja en hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Þá hefur hann veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf um hvernig haga megi markaðsstarfi. Hann var stjórnarformaður ÍMARK og er annar höfundur bókarinnar Markaðssetning á netinu. 

Nánar á www.markadsakademian.is

Meira