Pistlar:

7. september 2021 kl. 9:54

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Már Wolfgang Mixa - Við og hinir

Að stilla upp andstæðunum „Við og hinir“ er algeng leið til að fá fólk í lið með sér. Stundum myndast nokkurs konar Dýrabær í Orwell anda, þar sem ákveðnir aðilar í „við“ hópnum hafa dulda hagsmuni . Auk þess verða „hinir“ oft blórabögglar alls hins versta í mismunandi formum. Grein (Nations of bankers and Brexiteers? Nationalism and hidden money) sem ég og Kristín Loftsdóttir skrifuðum og birtist í ritinu Race and Class kemur inn á slík atriði. Þar beinum við sjónum okkar að stemmningunni sem ríkti á Íslandi árin fyrir hrun þar sem að Danir voru í aðalhlutverki blórabögglanna. Mikil áhersla var lögð á okkur Íslendinga sem eina þjóð sem þyrfti að standa saman. Rétt eins og dýrin í sögu Orwell voru þeir sem höfðu mestu lætin alls ekki að vinna  að hagsmunum fjöldans því samtímis voru, samkvæmt gögnum Seðlabankans, peningar að fara í stórum stíl til aflandseyja og því úr íslensku efnahagskerfi (tímabundið í það minnsta).

Í tilfelli Brexit kosningabaráttunnar voru innflytjendur helstu „hinir“ blórabögglarnir. Þar lék ný tækni á samfélagsmiðlum, aðallega Facebook, stórt hlutverk. Hulið fé (e. Dark money) fjármagnaði slíka baráttu að stórum hluta. Almenningur vissi í mörgum tilvikum ekki að verið væri að hafa áhrif á skoðanir þess með kerfisbundnum hætti og enn síður hver væri að fjármagna slíkt, en innflytjendamál, sem höfðu ekki verið megin áhyggjuefni fram að árinu 2016 urðu skyndilega í aðdraganda Brexit kosninga mjög ofarlega í hugum almennings í Bretlandi.

Þetta er umhugsunarvert fyrir okkur (við) Íslendinga í dag. Eitt af því sem ég tók sérstaklega eftir við heimkomu eftir 10 ára veru í Bandaríkjunum árið 1996 var hversu einsleitt samfélag við værum. Þetta hefur gjörbreyst, meðal annars með fjölgun innflytjenda. Við erum fjölbreyttari í hugsun og sem þjóð meira víðsýn. Auk þess hafa innflytjendur verið drifkraftur í íslensku efnahagslífi. Í grein sem Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA skrifaði í fyrra, kemur eftirfarandi fram:„Samfélagið þarf að aðstoða fjölskyldur, sem hingað flytja í atvinnuleit, við að festa rætur, meðal annars með því að tryggja sem bestan aðgang að íslenskukennslu. Styðja þarf sérstaklega við börn innflytjenda svo þau standi jafnfætis innfæddum.“ Því skiptir það máli að leggja áherslu á „við“ og síður á „hinir.“

MWM

19. maí 2021

Hækkandi stýrivextir - hækkandi greiðslubyrði

Það var ekki spurning um hvort heldur einungis hvenær stýrivextir kæmu til með að hækka á þessu ári. Í 4%+ verðbólgu er ekki óraunæft að stýrivextir hækki í 2,5%, sem er langtíma verðbólgumarkmið Seðlabankans, og jafnvel meira. Eitt af því góða við óverðtryggð lán er að aðgerðir Seðlabankans í vaxtamálum hafa meiri áhrif á vaxtakostnað lána, sem í tilfelli íbúðalána má líta á sem leigukostnað þess meira
17. maí 2021

Vanmat á hækkun húsnæðisverðs - stýrivaxtahækkun í farvatninu

Ég hef klórað mig í kollinum undanfarnar vikur varðandi húsnæðisverð. Sögur sem ég hef heyrt frá fólki í fasteignahugleiðingum og fasteignasölum hafa gefið til kynna að yfirboð á ásett verð fasteigna til sölu hafi verið gífurlegt þessa fyrstu mánuði ársins. Þarf ég að fara aftur til ársins 2005 til að rifja upp svipaðar lýsingar. Þó hefur hækkun húsnæðisvísitölunnar ekki endurspeglað þessar sögur. meira
16. mars 2021

Már Wolfgang Mixa - Arion banki

Aðalfundur Arion banka er í dag. Ég er eina manneskjan í framboði sem tilnefningarnefnd hefur ekki mælt með í stjórn. Það er skiljanlegt þar sem allir hinir stjórnarmenn hafa setið í stjórn í nokkur ár og stýrt bankanum vel.   Væri ég í stjórn myndi ég hins vegar leggja áherslu á eitt atriði sem ég tel að betur megi fara. Arion banki leggur til, eins og staðan er í dag, að verja um meira
16. febrúar 2021

Már Wolfgang Mixa - Afnám endurkaupa eigin bréfa og hækkun arðgreiðslna

Eins og áður hefur komið fram þá er ég að bjóða mig fram í stjórnir nokkurra skráðra félaga á Íslandi. Í tengslum við framboð mín verð ég með þrjár áherslur. Þær eru: Skýr arðgreiðslustefna, sem felur meðal annars í sér að endurkaup eigin bréfa verði afnumin og að aukið vægi verði á hærri arðgreiðslum til hluthafa. Vernd fyrir minni hluthafa. Fyrirtæki eigi nægan varasjóð til að hafa borð fyrir meira
8. febrúar 2021

Már Wolfgang Mixa - Stjórnarframboð

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnarsetu í nokkrum skráðum félögum á Íslandi. Markmið mín í setu stjórna verður að leitast við að skapa virði í rekstri fyrirtækja með skynsömum hætti. Sjálfur hef ég kennt virðismat fyrirtækja í mörg ár í Háskólanum í Reykjavík, þar sem lögð er áhersla á skilning varðandi virðisaukningu fyrirtækja með tilliti til vaxtar og hagræðingar og þeirri áhættu sem meira
1. febrúar 2021

Gamestop - skortur á bréfum eru ekki ný sannindi, en í dag þó öðruvísi

Mikið er rætt um skortsölu þessa daganna í framhaldi af því að margir fjárfestar græddu ógurlega á því að keyra upp gengið á hlutabréfum Gamestop verslana. Margir fjárfestar höfðu tekið skortstöðu í bréfum Gamestop, sem felur í sér að þeir veðjuðu á að bréfin myndu lækka, ekki hækka, í virði. Hámarkið sem menn geta hagnast á slíku er hversu mikið þeir skortselja bréfin. Dæmi um einstaklinga í meira
29. janúar 2021

Leitin að peningunum - Már Wolfgang Mixa

Leitin að peningunum er þáttur sem fjallar um fjármál. Eitt af markmiðum þáttarins er að stuðla að fjárhagslegu sjálfsstæði fólks. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.  Í nýjasta þættinum er viðtal við mig þar sem farið er um víðan völl. Það er ekki ofsögum sagt því hann er heilir tveir tímar. Í þættinum er fjallað meðal annars um meira
22. janúar 2021

Fjármagnstekjuskattur liðin tíð hjá flestum einstaklingum

Skömmu fyrir jól var nýtt frumvarp samþykkt um breytingu á lögum í tengslum við fjármagnstekjuskatt. Tvö atriði skiptir einstaklinga sem fjárfesta í hlutabréfum (bæði í dag og hugsanlega í framtíðinni) miklu máli. Áður fyrr gátu einstaklingar notið skattfrelsis upp að 150.000 krónur á ári (300.000 hjón). Nú er sú upphæð komin í 300.000 krónur (600.000 hjón). Það sem skiptir einstaka fjárfesta meira
21. janúar 2021

Þátttaka almennings á íslenskum hlutabréfamarkaði

Haustið 1929 féll gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum mikið. Það er almennt gleymt, meðal annars í bókum sem fjalla um Kreppuna miklu í grunnskólum Íslands, að gengi þeirra hækkaði töluvert aftur fram að vorinu árið 1930. Eftir það hófst samfelld lækkun sem stóð yfir í tvö ár. Gengi Dow Jones hlutabréfavísitölunnar féll tæplega 90% frá hæsta punkti samhliða Kreppunni miklu. Margir Bandaríkjamenn meira
mynd
16. desember 2020

Tillaga að jólagjöf - Afnám haftanna

Neikvæð efnahagsleg áhrif sökum Covid-19 hafa ekki framhjá fólki. Eitt af því sem hefur reynst örlagaríkt er hversu vel ríkissjóður var staddur í upphafi faraldurs. Hefði skuldahlutfall Íslendinga verið í líkingu við ástandið árin eftir hrun þá hefði verið miklu minna rými fyrir ríkissjóð til að bregðast við. Ein stór ástæða þess hversu vel ríkissjóður var í stakk búinn að sporna við meira
9. desember 2020

Íbúðalán jafn "dýr" og ríkisbréf

Dagurinn í dag er einstakur í sögu fjármála á Íslandi og jafnvel þó að víðar væri leitað. Ávöxtunarkrafa í lengsta flokki óverðtryggðra ríkisbréfa (miðað við kaupkröfu á RB31)er þegar þetta er skrifað 3,30% samkvæmt upplýsingum á síðunni keldan.is. Þetta er sama prósenta og vaxtakjörin sem fólki býðst hjá Landsbanka Íslands svo lengi sem að lánshlutfallið fari ekki yfir 70%.   Það meira
11. nóvember 2020

Seðlabankinn á skynsamri braut

Seðlabankinn boðaði í upphafi faraldursins að hann myndi styrkja íslensku krónuna og einnig vera virkur á skuldabréfamarkaði. Gagnrýnisraddir hafa undanfarið heyrst um að hann hafi ekki verið nægilega virkur á skuldabréfamarkaði. Ég er ósammála þeim röddum og tel að hann eigi frekar að beina spjótum sínum að styrkingu íslensku krónunnar. Með öðrum orðum, áherslur Seðlabankans hafa að mínu mati meira
17. ágúst 2020

Samningar aldarinnar og ferðamennska

Ég var að klára lestur bókarinnar Afnám haftanna eftir Sigurð Má Jónsson. Þetta er afar áhugaverð bók sem ég mæli eindregið með að fólk lesi sem fyrst, til dæmis í góða veðrinu í sumarbústöðum. Bókin lýsir bæði sögulegan bakgrunn gjaldeyrishaftanna og sérstaklega því hvernig nokkrir aðilar náðu ótrúlega góðum samningum fyrir hönd Íslands gagnvart kröfuhöfum bankanna. Ég leyfi mér að efast um að meira
mynd
7. apríl 2020

Raunvextir húsnæðislána undir 1%?

Lengi vel veittu lífeyrissjóðir verðtryggð breytileg lán til sjóðsfélaga sinna með þeim viðmiðunum að 60 punkta álagi yrði bætt við ávöxtunarkröfu húsbréfa, sem breyttist svo í íbúðabréfa. Síðan var þeim viðmiðunum hætt, meðal annars með þeim rökum að það væru svo lítil viðskipti með slík bréf. Gott og vel, en þá ætti seljanleikaálag að myndast á slík bréf, sem lækkar verð þeirra og hækkar því meira
13. nóvember 2019

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu - galin hugmynd

Frumvarp hefur verið lagt fram varðandi breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. Líklegt er að nefnd sé að fara yfir athugasemdir þessa daganna í tengslum við framvarpið, meðal annars mínar. Samandregið eru þær þessar. 1. Breyting á viðmið verðtryggðra lána úr vísitölu neysluverðs í vísitölu neysluverðs án húsnæðis Þetta er einfaldlega galin hugmynd. Með þessu er verið að veita lán til meira
26. ágúst 2019

Varnarlína um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi

Áfrom um lagasetningu í tengslum við frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, þ.e. varnarlínu um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi hefur verið birt á samráðsgátt. Hér eru mínar athugasemdir. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (varnarlína um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi) / FJR19030103 Helsinki, Finnland, 26. ágúst, 2019 meira
16. júlí 2019

Ólöglegir vextir hjá LSR

Eins og fram hefur komið hafa tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins nýlega hækkað eða vart lækkað breytilega vexti verðtryggðra lána á sama tíma og vaxtastig verðtryggðra skuldabréfa tryggðir af ríkinu, það er HFF og RIKS flokka, hríðlækkaði. Í tilfelli LSR hefðu vextir átt að lækka niður í 1,93% í byrjun þessa mánaðar en lækkuðu þess í stað 2,20%. Áður voru vextir slíkra lána 2,26% og lækkunin meira
25. júní 2019

Auglýst eftir stjórnmálamönnum sem vilja lækkun vaxta

Fjölmiðillinn DV.is tók saman helstu áherslur stjórnmálaflokka í aðdraganda síðustu kosninga fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan. Ein slík samantekt snéri að efnahags- og atvinnumálum. Hægt er að sjá samantektina hérna. Ef maður notar leitarvél og slær inn vaxt eða vext þá er greinilegt að lækkandi vaxtastig var mörgum stjórnmálaflokkum ofarlega í huga. Ég afrita hér nokkur brot frá samantekt meira
20. júní 2019

Rökleysa stjórnar LIVE

Stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna birti um daginn eftirfarandi tilkynningu: Undanfarin ár hafa breytilegir vextir verðtryggðra lána tekið sjálfkrafa breytingum í samræmi við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi undanfarin misseri og er hann því ekki eins virkt viðmið fyrir vexti og áður. Sjóðurinn ákvað því meira
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira