Pistlar:

12. október 2022 kl. 14:15

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Engin tilnefningarnefnd í augSýn?

Hluthafafundur Sýnar hf. verður haldinn 20.10.2022. Á vef mbl.is kemur eftirfarandi fram: Boðað er til fund­ar­ins eft­ir að þrír hlut­haf­ar, sem eiga rúm­lega 10% hluta­fjár í fé­lag­inu, kröfðust þess að nýr fund­ur yrði boðaður, en síðasti hlut­hafa­fund­ur fór fram 31. ág­úst.  Vilja hlut­haf­arn­ir end­ur­taka fyrra stjórn­ar­kjör, en með því þarf að binda enda á kjör­tíma­bil stjórn­ar­inn­ar sem var kjör­in í ág­úst og svo kjósa nýja stjórn. Semsagt, verið er að reyna að breyta núverandi stjórn, sem er í sjálfu sér ekki nauðsynlega óeðlilegt í ljósi nýlegra breytinga á eignarhaldi.

Þetta er eina tilefni fundarins, enda kemur fram í fundarboði:

Dagskrá fundarins

1. Tillaga um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar félagsins.

2. Með fyrirvara um að tillaga undir tölulið 1. hér að framan verði samþykkt, fer fram stjórnarkjör.

3. Önnur mál.

Neðar í fundarboði kemur eftirfarandi fram (ég feitletra nokkur orð):

Með fyrirvara um að tillaga samkvæmt 1. tölulið dagskrár verði samþykkt, er auglýst eftir framboðum til stjórnar. Með vísan til þess hve skammur tími er liðinn frá síðasta hluthafafundi þar sem stjórnarkjör var á dagskrá hefur stjórn ákveðið í þetta sinn að víkja til hliðar reglum um Tilnefningarnefnd og að reglur hlutafélagalaga og samþykkta félagsins skuli einar gilda um stjórnarkjörið ef það fer fram.

Með öðrum orðum, nú virðist ekki vera þörf á tilnefningarnefnd af því að nýlega var annar fundur. Þetta finnst mér vera undarlegt. Vekur þetta upp spurningu um hvort að tilnefningarnefnd sé alltaf nauðsynleg eða bara stundum. Einnig spyr ég hvort að stjórn hverju sinni ákveði fyrir hönd hluthafa hvort nauðsyn sé á tilnefningarnefnd eða ekki eða hvort að hluthafar sjálfir þurfi að fara fram á slíkt.

Ég á bágt með að sjá af hverju tilnefningarnefnd skipti síður máli þegar að stutt sé síðan að hluthafafundur var haldinn, sérstaklega í ljósi þess að nú er annar fundur með aðeins eitt markmið; að breyta núverandi stjórn. 

MWM

30. maí 2022

Hækkun leiguverðs rétt að byrja

Leiguverð hækkaði samkvæmt Þjóðskrá um rúmlega 2% á milli mánaða í Apríl á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Ólíkt húsnæðisverði þá lækkaði leiguverð mánuðina eftir að Covid-19 skall á. Leiguvísitalan var til dæmis 204,5 í byrjun árs 2020 en aðeins 203,9 í júlí 2021. Airbnb og þjónusta Ástæðan er augljós; margar íbúðar sem áður voru á Airbnb skammtímaleigumarkaðinum fóru á meira
5. maí 2022

Stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð - allir á leigumarkaði meðtaldir

Tíð skrif mín um nýtingu séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána var stór liður í því að þáverandi ríkisstjórn kom árið 2014 því í verk að fólk gæti nýtt hluta af séreignarsparnaði sínum í að greiða niður húsnæðislán. Þetta gerði það til dæmis að verkum að fólk gat jafnvel tekið verðtryggð lán en greitt þau niður með svipuðum hraða og um óverðtryggð lán væri að ræða. Eitt af því sem að féll meira
28. mars 2022

Almenni lífeyrissjóðurinn - stjórnarframboð

Ég er að bjóða mig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Atkvæðagreiðslan er í fullum gangi og lýkur þann 30. mars. Tíu hafa gefið kost á sér í tvö stjórnarsæti og ég er einn af þeim. Hér er hlekkur á atkvæðagreiðsluna. Verði ég kosinn í stjórn mun ég leggja áherslu á að auka vægi erlendra fjárfestinga. Ég hef lengi lagt til að lífeyrissjóðir hefðu að lágmarki, ekki hámarki, 50% eigna sinna meira
23. febrúar 2022

Galin hugmynd - álit

Nú er verið að endurvekja galna hugmynd sem lítur á yfirborðinu vel út en er fáránleg, þ.e að aftengja húsnæðisliðinn úr neysluvísitölu sem verðtryggð húsnæðislán eru miðuð við. Hér er mitt álit.   Með þessu er verið að veita lán til húsnæðiskaupa með tengingu við neyslu fólks nema því sem tengist húsnæði. Oft hefur verið kvartað undan því að verðtryggð lán væru hálfgerð afleiðulán, en nú er meira
17. febrúar 2022

Landsbankinn stígur skref í að minnka vaxtamun

Í pistli mínum Tölur varðandi ofurhagnað íslenskra banka, þar sem ég gagnrýndi málflutning um ofurhagnað íslenskra banka, kom í niðurlaginu fram: Nú, þegar að rekstur banka er að verða skilvirkari má þó gera kröfu um að hann lækki niður í 2.0%. Bankarnir geta stigið stórt skref nú þegar í þá áttina með því að hækka breytilega vexti sína minna en sem nemur stýrivaxtahækkunum. Landsbankinn tilkynnti meira
14. febrúar 2022

Tölur varðandi ofurhagnað íslenskra banka

Mikið hefur verið rætt um stórkostlegan hagnað íslenskra banka undanfarið. Einn ráðherra hefur gengið svo langt að tala um að taka skref í átt að þjóðnýtingu banka með því að leggja til að setja á ný bankaskatt því þeir séu með vaxtaokur. Kannski er rétt að líta á tölurnar. Arðsemi eigin fjár Einfalt er að líta á hagnaðartölur og segja að fyrirtæki hljóti að vera að hagnast með óeðlilegum hætti meira
9. febrúar 2022

75 punktar - fyrstu viðbrögð

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,75% í morgun. Þetta er töluverð hækkun, sérstaklega í ljósi þess að vextirnir voru 2,0% áður og hækka því um ríflega þriðjung. Ólíkt því sem áður var þá hefur þetta gríðarleg áhrif á mörg heimili, sum hver sem hafa nýlega tekið húsnæðislán með breytilegum óverðtryggðum vöxtum og í sumum tilvikum gerandi ráð fyrir stöðugu lágvaxtaumhverfi. Það hefur verið meira
13. desember 2021

Viltu nammi væni?

a. Þegar ég var þriggja ára fékk ég nokkrar krónur gefins. Mamma mín spurði hvað ég ætlaði að gera við peninganna. Ég sagðist ætla að fara út í Freyjubúð til að kaupa meiri pening. Þetta vakti mikla kátínu og var þessi saga fastur liður í fjölskylduboðum í mörg ár; allir hlógu. b. Árið 2007 auglýsti ákveðinn sparisjóður íbúðalán í sjónvarpinu. Fyrst sást í tening með íslenskum krónum og háum meira
19. nóvember 2021

Lágmark 50% - Algjört lágmark

Vorið 2009 skrifaði ég grein varðandi fjárfestingastefnu lífeyrissjóða. Fram kom sú skoðun mín að meginþungi fjárfestinga lífeyrissjóða ætti að vera á svæðum sem eru óháðari árferði efnahags Íslendinga, með öðrum orðum á alþjóðlegum mörkuðum. Benti ég á að í 36. gr. í VII kafla laga um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða (1997 nr. 129) væru ákvæði með það fyrir augum að lágmarka áhættu. Þar kemur meira
28. október 2021

Tvísýnleiki fólks á leigumarkaði – Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst

Viðskiptaráð Íslands birti um daginn útreikninga á svokallaðri eymdarvísitölu. Ef árin eftir hrun eru fráskilin þá hefur hún aldrei mælst jafn há og nú. Þetta ætti ef til vill ekki að koma á óvart. Samkvæmt Félagsvísum sem Hagstofan birti í sumar hefur staða verst settu hópa á Íslandi ekki lagast eins og ætla mætti í ljósi stöðugs hagvaxtar frá hruni (merki eru um að Covid sé tímabundið slæmt meira
25. október 2021

Stýrivextir, húsnæðislán og ISK

Fréttir tröllríða nú íslenskum fjölmiðlum um vænt áhrif stýrivaxtahækkana. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samhljóma varðandi spá um skarpa hækkun stýrivaxta næstu árin og er talan „4% plús“ orðin almenn. Í síðustu viku var fjallað um að litlu hefði mátt muna að stýrivextir hækkað 0,25% meira en raunin varð. Ég tel það vera ólíklegt að stýrivextir hækki svona mikið. Ein ástæða er meira
14. október 2021

Verðbólguvæntingar - hækkandi stýrivextir og sterkari króna

Hagfræðideild Landsbankans birti í morgun uppfærða verðbólguspá. Gerir deildin ráð fyrir meiri verðbólgu til skemmri tíma miðað við fyrri spár hennar. Hún telur að verðbólga verði í janúar verði 4,8% og 3,2% án húsnæðisþáttar. Þetta er töluvert umfram verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Þó svo að deildin spái hjaðnandi verðbólgu í framhaldinu þá eru blikur á lofti í þeim efnum. Erlendis hefur meira
7. september 2021

Már Wolfgang Mixa - Við og hinir

Að stilla upp andstæðunum „Við og hinir“ er algeng leið til að fá fólk í lið með sér. Stundum myndast nokkurs konar Dýrabær í Orwell anda, þar sem ákveðnir aðilar í „við“ hópnum hafa dulda hagsmuni . Auk þess verða „hinir“ oft blórabögglar alls hins versta í mismunandi formum. Grein (Nations of bankers and Brexiteers? Nationalism and hidden money) sem ég og meira
19. maí 2021

Hækkandi stýrivextir - hækkandi greiðslubyrði

Það var ekki spurning um hvort heldur einungis hvenær stýrivextir kæmu til með að hækka á þessu ári. Í 4%+ verðbólgu er ekki óraunæft að stýrivextir hækki í 2,5%, sem er langtíma verðbólgumarkmið Seðlabankans, og jafnvel meira. Eitt af því góða við óverðtryggð lán er að aðgerðir Seðlabankans í vaxtamálum hafa meiri áhrif á vaxtakostnað lána, sem í tilfelli íbúðalána má líta á sem leigukostnað þess meira
17. maí 2021

Vanmat á hækkun húsnæðisverðs - stýrivaxtahækkun í farvatninu

Ég hef klórað mig í kollinum undanfarnar vikur varðandi húsnæðisverð. Sögur sem ég hef heyrt frá fólki í fasteignahugleiðingum og fasteignasölum hafa gefið til kynna að yfirboð á ásett verð fasteigna til sölu hafi verið gífurlegt þessa fyrstu mánuði ársins. Þarf ég að fara aftur til ársins 2005 til að rifja upp svipaðar lýsingar. Þó hefur hækkun húsnæðisvísitölunnar ekki endurspeglað þessar sögur. meira
16. mars 2021

Már Wolfgang Mixa - Arion banki

Aðalfundur Arion banka er í dag. Ég er eina manneskjan í framboði sem tilnefningarnefnd hefur ekki mælt með í stjórn. Það er skiljanlegt þar sem allir hinir stjórnarmenn hafa setið í stjórn í nokkur ár og stýrt bankanum vel.   Væri ég í stjórn myndi ég hins vegar leggja áherslu á eitt atriði sem ég tel að betur megi fara. Arion banki leggur til, eins og staðan er í dag, að verja um meira
16. febrúar 2021

Már Wolfgang Mixa - Afnám endurkaupa eigin bréfa og hækkun arðgreiðslna

Eins og áður hefur komið fram þá er ég að bjóða mig fram í stjórnir nokkurra skráðra félaga á Íslandi. Í tengslum við framboð mín verð ég með þrjár áherslur. Þær eru: Skýr arðgreiðslustefna, sem felur meðal annars í sér að endurkaup eigin bréfa verði afnumin og að aukið vægi verði á hærri arðgreiðslum til hluthafa. Vernd fyrir minni hluthafa. Fyrirtæki eigi nægan varasjóð til að hafa borð fyrir meira
8. febrúar 2021

Már Wolfgang Mixa - Stjórnarframboð

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnarsetu í nokkrum skráðum félögum á Íslandi. Markmið mín í setu stjórna verður að leitast við að skapa virði í rekstri fyrirtækja með skynsömum hætti. Sjálfur hef ég kennt virðismat fyrirtækja í mörg ár í Háskólanum í Reykjavík, þar sem lögð er áhersla á skilning varðandi virðisaukningu fyrirtækja með tilliti til vaxtar og hagræðingar og þeirri áhættu sem meira
1. febrúar 2021

Gamestop - skortur á bréfum eru ekki ný sannindi, en í dag þó öðruvísi

Mikið er rætt um skortsölu þessa daganna í framhaldi af því að margir fjárfestar græddu ógurlega á því að keyra upp gengið á hlutabréfum Gamestop verslana. Margir fjárfestar höfðu tekið skortstöðu í bréfum Gamestop, sem felur í sér að þeir veðjuðu á að bréfin myndu lækka, ekki hækka, í virði. Hámarkið sem menn geta hagnast á slíku er hversu mikið þeir skortselja bréfin. Dæmi um einstaklinga í meira
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira