Pistlar:

7. apríl 2020 kl. 14:34

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Raunvextir húsnæðislána undir 1%?

Lengi vel veittu lífeyrissjóðir verðtryggð breytileg lán til sjóðsfélaga sinna með þeim viðmiðunum að 60 punkta álagi yrði bætt við ávöxtunarkröfu húsbréfa, sem breyttist svo í íbúðabréfa. Síðan var þeim viðmiðunum hætt, meðal annars með þeim rökum að það væru svo lítil viðskipti með slík bréf. Gott og vel, en þá ætti seljanleikaálag að myndast á slík bréf, sem lækkar verð þeirra og hækkar því ávöxtunarkröfuna.
 
Þetta sést með því að líta til ríkistryggðra spariskírteina. Raunávöxtunarkrafan á þeim er í kringum 0,1-0,4% og ættu verðtryggð breytileg lán því í dag að vera aðeins 0,7-1,0%. Þetta gæti virst vera fjarstæðukennt en Birta lífeyrissjóður býður nú sjóðsfélögum sínum óverðtryggð lán með 2,85% vöxtum, sem miðað við ca. 2% verðbólgu gerir raunvexti þeirra um það bil 0,7%.
 
Hægt er að bera saman lán á vefslóðunum aurbjörg.is og herborg.is.
Sparisk
Er ég virkilega eina manneskjan sem hefur áhuga á svona málum?
 
MWM
13. nóvember 2019

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu - galin hugmynd

Frumvarp hefur verið lagt fram varðandi breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. Líklegt er að nefnd sé að fara yfir athugasemdir þessa daganna í tengslum við framvarpið, meðal annars mínar. Samandregið eru þær þessar. 1. Breyting á viðmið verðtryggðra lána úr vísitölu neysluverðs í vísitölu neysluverðs án húsnæðis Þetta er einfaldlega galin hugmynd. Með þessu er verið að veita lán til meira
26. ágúst 2019

Varnarlína um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi

Áfrom um lagasetningu í tengslum við frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, þ.e. varnarlínu um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi hefur verið birt á samráðsgátt. Hér eru mínar athugasemdir. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (varnarlína um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi) / FJR19030103 Helsinki, Finnland, 26. ágúst, 2019 meira
16. júlí 2019

Ólöglegir vextir hjá LSR

Eins og fram hefur komið hafa tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins nýlega hækkað eða vart lækkað breytilega vexti verðtryggðra lána á sama tíma og vaxtastig verðtryggðra skuldabréfa tryggðir af ríkinu, það er HFF og RIKS flokka, hríðlækkaði. Í tilfelli LSR hefðu vextir átt að lækka niður í 1,93% í byrjun þessa mánaðar en lækkuðu þess í stað 2,20%. Áður voru vextir slíkra lána 2,26% og lækkunin meira
25. júní 2019

Auglýst eftir stjórnmálamönnum sem vilja lækkun vaxta

Fjölmiðillinn DV.is tók saman helstu áherslur stjórnmálaflokka í aðdraganda síðustu kosninga fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan. Ein slík samantekt snéri að efnahags- og atvinnumálum. Hægt er að sjá samantektina hérna. Ef maður notar leitarvél og slær inn vaxt eða vext þá er greinilegt að lækkandi vaxtastig var mörgum stjórnmálaflokkum ofarlega í huga. Ég afrita hér nokkur brot frá samantekt meira
20. júní 2019

Rökleysa stjórnar LIVE

Stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna birti um daginn eftirfarandi tilkynningu: Undanfarin ár hafa breytilegir vextir verðtryggðra lána tekið sjálfkrafa breytingum í samræmi við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi undanfarin misseri og er hann því ekki eins virkt viðmið fyrir vexti og áður. Sjóðurinn ákvað því meira
1. júní 2019

Breytilegir vextir í öðru veldi

Ég fjallaði nýlega um það að væntanlega fari raunvextir breytilegra vaxta hjá LSR niður fyrir 2%. Það yrði vægast sagt stór áfangi í því að vaxtaþungi íslenskra heimila færist á eðlileg mið. Á heimasíðu LSR kemur eftirfarandi fram varðandi breytilega vexti sjóðsins. Vextir eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta (1. desember, 1. mars, 1. júní og 1. september ár hvert) og eru meira
28. maí 2019

LSR verðtryggð lán undir 2%?

Samkvæmt skilmálum LSR eru vextir breytilegra verðtryggðra lána uppfærðir á 3 mánaða fresti (þetta á ekki við um lán tekin eftir 15.1.2019). Á heimasíðu sjóðsins kemur fram að: Vextir eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta (1. desember, 1. mars, 1. júní og 1. september ár hvert) og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar meira
22. maí 2019

Vaxtalækkun - Af hverju ekki fyrr?

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti rétt í þessu að stýrivextir lækki um 0,5%. Þessi ákvörðun kom ekki á óvart. Vísbendingar hafa verið að koma fram um að hagvöxtur yrði lítill sem enginn næstkomandi misseri. Leiðandi hagvísir Analytica byrjaði strax síðasta sumar að vara við samdrætti og hefur tónn þess hagvísis verið stöðugt þyngri síðustu mánuði. Nýlegt uppgjör Festis sýndi að almenningur meira
16. maí 2019

Samanburður á kjör húsnæðislána - herborg.is

Ég hef veitt mörgum ráðgjöf varðandi húsnæðislán síðustu 20 ár. Slík ráðgjöf hefur aðallega snúist í kringum tvo þætti. Hér skauta ég framhjá því að ég mælti eindregið á móti erlendum lánum í aðdraganda hrunsins 2008. Fyrsti þátturinn er hvort að taka eigi verðtryggt eða óverðtryggt lán, eða hugsanlega blöndu af slíkum lánum. Almennt hef ég mælt með því að ungt fólk taki óverðtryggð lán meira
9. maí 2019

Fyrirsagnir fjölmiðla og allur textinn - áhrif á fjárfestingar

Arion banki, sem ég á beinan hlut í, tilkynnti afkomu sína fyrstu þrjá mánuði ársins eftir lokun markaða í gær. Eins og við var að búast var hún ekki glimrandi, því áður hafði komið fram að bankinn hefði þurft að afskrifa enn frekari upphæðum vegna gjaldþrots WOW air og auk þess gjaldfærði bankinn kostnað vegna dóms í tengslum við lögsókn Wikileaks gegn Valitor, sem er í eigu Arion meira
15. apríl 2019

Að vara við hruni er ekki góð skemmtun

„Ef krónan veikist skyndilega gætu þeir sem eru með húsnæðislán í erlendri mynt farið að skulda í stað þess að eiga í húsnæði sínu.“ Þetta voru upphafsorð forsíðugreinar sem birtist í Blaðinu 4. maí árið 2007. Vísað var í greinina á forsíðunni, nánari umfjöllun var um hana á síðu 6 og síðan birtist grein þar sem ég varaði við ríkjandi „visku“ fjármála á hverjum meira
mynd
4. apríl 2019

Lífskjarasamningur - verðtryggð lán – plúsinn, mínusinn og galin framkvæmd

Margt er jákvætt í Lífskjarasamningunum í tengslum við íbúðalán, sumt hugsanlega gott og hugsanlega ekki, og eitt atriði er einfaldlega galið. Fer ég yfir þessi atriði í þessum pistli. Neðangreint er fengið frá mbl.is á þessari slóð en röðin er þó ekki sú sama.  Plúsar Frá og með árs­byrj­un 2020 verði lág­marks­tími verðtryggðra neyt­endalána lengd­ur úr fimm árum í meira
mynd
29. mars 2019

Verðtryggð lán – Versta og næstum því besta fjárfesting síðustu 10 ára

Í síðustu viku skrifaði ég pistil um þau kjarakaup sem íslenskar fjölskyldur gerðu fyrir 20 árum síðan að kaupa húsnæði fjármagnað með verðtryggðum lánum. Helstu skilaboð þess pistils var að benda á að sú umræða um að verðtryggð lán standi í stað eða jafnvel hækki af nafnvirði þó svo að verið sé að greiða vaxtagjöld og afborganir af þeim (hluti afborgana er sáralítill fyrstu árin á meira
mynd
20. mars 2019

Verðtryggð lán til kaupa á húsnæði - besta fjárfesting Íslendinga í kringum aldamótin

Eitt af því sem oft er kvartað undan verðtryggðum lánum er að þau annað hvort hækki eða standi í stað þó svo að fólk borgi vaxtakostnað af þeim mánuð eftir mánuð (í raun bara leigugjald af fjárhæðinni, rétt eins og fólk myndi greiða leigu af húsnæði) og svo afborganir (sem eru sáralitlar fyrstu árin eftir að verðtryggt jafngreiðslulán er upphaflega tekið). Sjaldan er fjallað um það hversu mikið meira
15. mars 2019

Netbankar og aðrir bankar

Nýr (innan gæsalappa) banki sem nefnist Auður var settur á laggirnar í vikunni. Auður, sem er í eigu Kviku banka, svipar mjög til netbanka Sparisjóðs Hafnarfjarðar, S24, sem starfaði frá árinu 1999 fram að falli sparisjóðsins, sem hafði reyndar á þeim tímapunkti sameinast Sparisjóði vélstjóra undir hinu andlausa heiti Byr sparisjóður. S24 bauð ávallt uppá bestu vaxtakjör sem fáanleg voru á meira
12. febrúar 2019

Landsbankaumræða á villigötum

Umræðan um laun bankastjóra Landsbankans ætti ekki að koma á óvart. Ég hef áður bent í greininni Landsbankinn - sala fyrir borgun (birt árið 2016) á þann umboðsvanda sem ríkir við það að banki sem er nánast eins og hver annar banki sé alfarið í ríkiseigu. Í því sambandi má benda á að SA báru saman vaxtamun íslenskra banka fyrir nokkrum árum síðan og kom í ljós að vaxtamunurinn hjá meira
10. desember 2018

Frumvarp um lyklalög

Nýlega var lagt fram frumvarp sem segja má sé lyklafrumvarp. Það gengur í stuttu máli út á það að ef fólk af einhverjum ástæðum gæti ekki staðið í skilum á húsnæðislánum sínum og húsnæði þeirra færi á nauðungaruppboð, þá þyrfti það þó ekki jafnvel hugsanlega að skulda enn í húsnæðinu ef það sem fengist úr nauðungaruppboðinu dekki ekki eftirstöðvar skulda.  Það er mörgum enn í fersku minni að meira
18. október 2018

Það ríkir enn 2007 ISK

Ég skrifaði fyrir tæpum tveimur árum síðan greinina 2007 ISK. Þar benti ég á að að teknu tilliti til gengi íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku (sem er beintengd evrunni), verðbólgu í Danmörku og launavísitölunnar á Íslandi þá væri danska krónan ódýrari fyrir Íslendinga heldur en hún var árið 2007 þegar að allt lék í lyndi hér, á yfirborðinu í það minnsta. Augljóst var að ég taldi að meira
3. október 2018

The Manic Millennium - Brestir myndast 4

Það er ekki eins og lítið hafi gengið á daganna fyrir falli bankanna. Það lék allt á reiðiskjálfti áður en allt fór um koll. Hér er örlítil lýsing á ástandinu. Þeir sem hafa ekki lesið fyrri þrjá kaflanna sem ég birti úr bók minni sem er í bígerð ættu að byrja lesturinn hérna. Brestir myndast Ég hitti kunningja minn, Anton, á 101 Hóteli daginn eftir. Hann segir mér að fólk í meira
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

<a href="https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa">Mar Wolfgang Mixa on ResearchGate</a>

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira