Pistlar:

20. mars 2019 kl. 18:31

dr. Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Verðtryggð lán til kaupa á húsnæði - besta fjárfesting Íslendinga í kringum aldamótin

Eitt af því sem oft er kvartað undan verðtryggðum lánum er að þau annað hvort hækki eða standi í stað þó svo að fólk borgi vaxtakostnað af þeim mánuð eftir mánuð (í raun bara leigugjald af fjárhæðinni, rétt eins og fólk myndi greiða leigu af húsnæði) og svo afborganir (sem eru sáralitlar fyrstu árin eftir að verðtryggt jafngreiðslulán er upphaflega tekið).

Sjaldan er fjallað um það hversu mikið undirliggjandi eign, það er húsnæðið, eykst í virði á sama tíma. Það er nefnilega svo að þegar að fólk fær lán til þess að kaupa húsnæði þá er lánið sérstaklega eyrnamerkt húsnæðinu, enda er veð tekið í því. Ef virði húsnæðis lækkar minna en andvirði undirliggjandi láns, þá er eðlilegt að fólk kvarti undan þeirri slæmu þróun. Slíkt hefur, hins vegar, sjaldan verið raunin síðustu ár (ég fjalla um slæma undantekningu í næsta pistli).

Með því að líta til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu 20 árin sést að hækkun á virði fasteigna (frá janúar 1999 til og með janúar í ár) hefur verið miklu meiri en hækkun neysluvísitölunnar, sem verðtryggð lán eru miðuð við. Það munar afar miklu eins og sést á myndinni að neðan.

neysluvisitala vs husnaedisvisitala 1999 - 2019

Sé miðað við stuðulinn 100 þá hefur neysluvísitalan vissulega hækkað mikið, og er nú nákvæmlega 250. Húsnæðisvísitalan (vísitala íbúðaverðs skv. Þjóðskrá) hefur á sama tímabili hækkað og er í dag 562.  Hækkun húsnæðisvísitölunnar er því um það bil þreföld hærri en hækkun neysluvísitölunnar.

Áhrifin eru gríðarleg eins og eftirfarandi (einfaldað) dæmi sýnir. Fjölskylda sem keypti húsnæði í ársbyrjun 1999 og hefði einungis borgað vexti af láni sínu (engar afborganir) fyrir 20 milljónir króna með 100% láni myndi samkvæmt þessu skulda 50 milljónir króna í dag. Virði húsnæðisins væri aftur á móti komið í 112,5 milljónir króna.

Samkvæmt ofangreindum tölum væri óinnleystur hagnaður 62,5 milljónir króna. Húsnæði hefur samkvæmt þessum tölum hækkað að meðaltali um 9% árlega síðustu 20 ár á meðan að árleg verðbólga hefur verið 4,7%. Ef litið væri á þetta sem fjárfestingu, þar sem að raunvirði hennar væri hækkun húsnæðisverðs umfram neysluvísitöluna, þá væri ávöxtunin á hverju einasta ári um það bil 4,1%.

Hægt væri að koma með rök fyrir því að fólk sem hefði tekið slík lán til fjárfestinga í húsnæði sínu hafi fengið vaxtakostnað sinn (sem er óbeint leigugjald af húsnæði) næstum því ókeypis í öll þessi 20 ár ef það myndi í dag innleysa hagnaðinn umfram verðbólgu.

Fjölskylda sem tók verðtryggt lán fyrir 20 árum síðan hefur með öðrum orðum meira en tvöfaldað virði þess miðað við að hún hafi ekki greitt krónu í afborgunum. Þar sem að verðtryggð lán voru á þeim tímapunkti eina gerð húsnæðislána sem voru í boði þá er hægt að koma með rök um að verðtryggð lán til kaupa á húsnæði hafi verið besta fjárfesting íslensks almennings í kringum síðustu aldamót, líklega sú langbesta í flestum tilvikum.

Í næsta pistli fjalla ég um þróunina frá árinu 2009, en þar hefur skipst á skin og skúrir. Rétt er að árétta að ég tel sjálfur að miða eigi við húsnæðisvísitölu þegar kemur að verðtryggðum lánum eins og ég fjallaði um í þessu útvarpsviðtali

MWM

Neysluvísitalan - Heimild: Hagstofan

Vísitala íbúðaverðs - Heimild: Þjóðskrá 

15. mars 2019

Netbankar og aðrir bankar

Nýr (innan gæsalappa) banki sem nefnist Auður var settur á laggirnar í vikunni. Auður, sem er í eigu Kviku banka, svipar mjög til netbanka Sparisjóðs Hafnarfjarðar, S24, sem starfaði frá árinu 1999 fram að falli sparisjóðsins, sem hafði reyndar á þeim tímapunkti sameinast Sparisjóði vélstjóra undir hinu andlausa heiti Byr sparisjóður. S24 bauð ávallt uppá bestu vaxtakjör sem fáanleg voru á meira
12. febrúar 2019

Landsbankaumræða á villigötum

Umræðan um laun bankastjóra Landsbankans ætti ekki að koma á óvart. Ég hef áður bent í greininni Landsbankinn - sala fyrir borgun (birt árið 2016) á þann umboðsvanda sem ríkir við það að banki sem er nánast eins og hver annar banki sé alfarið í ríkiseigu. Í því sambandi má benda á að SA báru saman vaxtamun íslenskra banka fyrir nokkrum árum síðan og kom í ljós að vaxtamunurinn hjá meira
10. desember 2018

Frumvarp um lyklalög

Nýlega var lagt fram frumvarp sem segja má sé lyklafrumvarp. Það gengur í stuttu máli út á það að ef fólk af einhverjum ástæðum gæti ekki staðið í skilum á húsnæðislánum sínum og húsnæði þeirra færi á nauðungaruppboð, þá þyrfti það þó ekki jafnvel hugsanlega að skulda enn í húsnæðinu ef það sem fengist úr nauðungaruppboðinu dekki ekki eftirstöðvar skulda.  Það er mörgum enn í fersku minni að meira
18. október 2018

Það ríkir enn 2007 ISK

Ég skrifaði fyrir tæpum tveimur árum síðan greinina 2007 ISK. Þar benti ég á að að teknu tilliti til gengi íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku (sem er beintengd evrunni), verðbólgu í Danmörku og launavísitölunnar á Íslandi þá væri danska krónan ódýrari fyrir Íslendinga heldur en hún var árið 2007 þegar að allt lék í lyndi hér, á yfirborðinu í það minnsta. Augljóst var að ég taldi að meira
3. október 2018

The Manic Millennium - Brestir myndast 4

Það er ekki eins og lítið hafi gengið á daganna fyrir falli bankanna. Það lék allt á reiðiskjálfti áður en allt fór um koll. Hér er örlítil lýsing á ástandinu. Þeir sem hafa ekki lesið fyrri þrjá kaflanna sem ég birti úr bók minni sem er í bígerð ættu að byrja lesturinn hérna. Brestir myndast Ég hitti kunningja minn, Anton, á 101 Hóteli daginn eftir. Hann segir mér að fólk í meira
28. september 2018

The Manic Millennium - Áhyggjur og áhyggjuleysi 3

Bókin Ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvaldsson er áhugaverð og skemmtileg lesning. Eitt af því sem vakti sérstaka athygli mína við lestur hennar var það hversu litlar áhyggjur hann hafði af ástandinu seint í september árið 2008. Hann var á leið í frí til Feneyja þegar að hann fékk boð um að fresta þeim áformum og koma til baka í vinnu; það væri mikil vandræði í gangi. Þessi kafli lýsir því meira
24. september 2018

Endurminningar verðbréfagutta - The Manic Millennium - Slæmt ástand verður verra 2

Þetta er framhald af kaflanum Margboðuð endalok. Ef þú hefur ekki lesið fyrsta hlutann þá er best að byrja lesturinn hérna. Slæmt ástand verður verra En ástandið á fjármálamörkuðum heldur áfram að versna og í miðri vikunni kemur annað áfall. Fall bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers hefur víðtækari áhrif á fjármálamarkaði en flestum óraði fyrir og eðlilega versnar ástandið enn frekar á meira
17. september 2018

Endurminningar verðbréfagutta - The Manic Millennium - Margboðuð endalok 1

Það eru 10 ár síðan að fjármálakerfi heimsins hrundi. Þetta tímabil hafði gríðarlega mikil áhrif á mig sem og marga Íslendinga. Munurinn á milli mín og flestra er að ég hafði haft áhyggjur af því að illa færi í töluverðan tíma. Ég bjóst ekki við að allt fjármálakerfi Íslands myndi hrynja en ég bjóst við miklu hruni. Stór ástæða þess var sú að ég hafði lesið mikið varðandi sögu fjármálahruna árin meira
11. september 2018

Tesla - Ofmetið? Já? Nei? Kannski?

Mikið hefur undanfarið verið rætt um fyrirtækið Tesla. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu rafmagnsbíla. Markaðsvirði þess er í dag $47 milljarðar. Markaðsvirði Ford bílaframleiðandans er til samanburðar nú um $37 milljarða. Afar margir fjárfestar hafa tekið skortstöðu í fyrirtækinu. Það felur í sér að veðja á að gengi þess falli á næstunni, öfugt við það að hagnast á kaupum bréfa sem hækka í meira
21. ágúst 2018

Umbreytanleg skuldabréf

Þegar kemur að fjármögnun fyrirtækja skiptir miklu máli á hvaða stigi þau eru. Stöndug fyrirtæki fjármagna sig almennt með eigin fé, það er fjárflæði sem fæst frá rekstri þess, og útgáfu skuldabréfa. Því meira sem að fyrirtæki nálgast það að vera skilgreind sem sprotafyrirtæki, þeim mun meira vægi fá aðrar fjármögnunarleiðir, eins og útgáfa hlutabréfa. Til þess að fyrirtæki fari þó að gefa út meira
13. ágúst 2018

Verðmætustu fyrirtæki heims

Það vakti töluverða athygli þegar markaðsvirði Apple rauf 1.000 milljarða dollara múrinn um daginn. Þetta er ekki lítil tala. Samtala íslenskra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur sveiflast í kringum þessa tölu undanfarin ár, nema hvað sú tala er í krónum en ekki bandarískum dollurum, en hver dollari kostar nú í kringum 110 íslenskar krónur. Markaðsvirði Apple er með öðrum orðum meira en meira
25. júlí 2018

20 stærstu hluthafar – Gegnsæi og traust

Fyrr í vikunni fjallaði ég um neikvæð áhrif þess að Kauphöllin treysti sér ekki til að birta vikulega uppfærðan lista af 20 stærstu hluthöfum skráðra íslenskra félaga sökum nýrra laga varðandi persónuvernd. Síðar sama dag og sá pistill fór í loftið birtist frétt í Fréttablaðinu (sem fyrst upphaflega athygli á þessu máli) um málið. Í viðtali við Pál Harðarson, forstjóra meira
23. júlí 2018

Fjárfestavernd fórnuð fyrir persónuvernd

20 stærstu hluthafar Seint á árinu 2007 hafði ákveðinn einstaklingur samband við mig varðandi eignarhlut ákveðins einkahlutafélags í tveimur skráðum fyrirtækjum. Félagið hét Stím og félögin sem Stím átti skyndilega stóran hlut í voru FL Group og Íslandsbanki. Á þeim tíma var ekki almennt vitað um tilvist Stíms. Þessum félaga mínum þótti það afar undarlegt að óþekkt félag væri skyndilega orðið einn meira
22. júní 2018

Útboð Arion banka – 36 vangaveltur

Samkvæmt Kjarnanum var útboðið vel heppnað: „Skrán­ing Arion banka á markað hefur heppn­ast vel og er mik­il­væg fyrir íslenskt efna­hags­líf.“ Seldir voru hlutir fyrir 39 milljarða króna í bankanum. Allir hlutir seldust upp, það var meira að segja margföld umframeftirspurn. Þó fengu færri en vildu. Almennir fjárfestar (almenningur) máttu skrá sig meira
9. júní 2018

Á að lengja lánstíma húsnæðislána?

Fyrir nokkrum árum síðan lofaði ákveðinn stjórnmálaflokkur að afnema verðtryggingu. Óljóst var hverju slíkt átti að skila. Nefnd var sett á laggirnar og skrifaði hún langa skýrslu. Komst hún að þeirri niðurstöðu að stytta ætti hámarks lánstíma slíkra lána úr 40 ár í 25 ár. Stytting á lánstíma leiðir til þess að lánið greiðist hraðar niður. Fólk eignast hraðar stærri hlut í húsnæði sínu. Þar sem að meira
25. maí 2018

Húrra fyrir verðtryggðum (leigu)lánum

Verðtryggð lán hafa kosti og galla. Kostirnir eru almennt vanmetnir meðal almennings á Íslandi. Ég er sjálfur mikill aðdáandi verðtryggðra lána að ákveðnu leyti. Þau veita fólki meiri möguleika á að „eiga“ húsnæði sem það hefði ekki ráð á ef einungis óverðtryggð lán væru í boði. Það er mikill galli að verðtryggð lán séu bundin neysluvísitölu en ekki húsnæðisvísitölu (sjá frekari eldri meira
17. maí 2018

Costco - bjargvættur Íslendinga - eins árs afmæli

Árið 2016 bað ráðgjafa- og rannsóknarfyrirtækið Zenter mig um að vinna með sér skýrslu um áhrif Costco á íslenskan markað. Segja má að nánast allt sem fram kom í skýrslunni hafi gengið eftir. Töluvert margir töldu þó á þeim tíma sem skýrslan kom út að teymið sem vann skýrsluna væri að ofmeta væntanleg áhrif. Raunin var sú að ef eitthvað hefði mátt gagnrýna varðandi skýrsluna, þá vanmátum við áhrif meira
9. maí 2018

Wal-mart kaupir Flipkart

Ég mælti með kaupum í 10 fyrirtækjum í vikunni á erlendum mörkuðum. Þetta er það sem ég skrifaði um eitt þeirra fyrirtækja, Wal-mart. Gengi bréfa Wal-mart hafði lítið hreyfst í mörg ár þangað til nýlega. Fyrirtækið var eitt sinn ráðandi á smásölumarkaði en því tókst með einhverjum hætti að klúðra netviðskiptum sínum herfilega. Það var til dæmis verið með ólíkindum hversu slappt viðmót netviðskipta meira
7. maí 2018

Safn 10 erlendra hlutabréfa

Viðskiptablaðið hafði samband við mig í lok árs 2005 og bað mig um að mynda safn 12 erlendra hlutabréfa. Nýlega fór ég yfir ávöxtun safnsins síðustu 12 ár. Með því að líta til þeirra 10 hlutabréfa í safninu sem enn eru skráð á hlutabréfamörkuðum, þá sést að safnið meira en sexfaldaðist í virði frá ársbyrjun 2006 til dagsins í dag. Svarar það til um það bil 17% árlegrar ávöxtunar samanborið við 6% meira
dr. Már Wolfgang Mixa

dr. Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940
Meira