c

Pistlar:

13. september 2012 kl. 22:35

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Séreignarsparnaður til greiðslu húsnæðislána

Guðlaugur Þór Þórðarson kom með afar góða tillögu í greininni Sparnaðarlausn fyrir heimilin sem hann birti á Pressunni í dag - http://www.pressan.is/pressupennar/LesaGudlaug/sparnadarlausn-fyrir-heimilin - þar sem hann leggur til að fólk geti notað séreignarsparnað sinn til greiðslu húsnæðislána. 

Guðlaugur segir:

"Það er rökrétt að leyfa fólki að nýta séreignasparnaðinn til að greiða niður húsnæðisskuldir sínar. Það er ólíklegt að ávöxtun á lífeyrissparnaðinum nái að vera jafn vaxtakostnaði húsnæðislána til lengri tíma. Íslendingar hafa líka lært það að biturri reynslu að sama hvert árferðið er skuldirnar þær fara ekki. Eignir geta bólgnað út eða horfið en skuldirnar eru alltaf til staðar.

Ég legg því til að fólki verði gert heimilt  að nýta séreignasparnaðinn sinn til að lækka húsnæðisskuldir.  Bæði með því að nýta þá inneign sem að það á og einnig með því að greiða inn á höfuðstól lánanna næstu fimm árin í gegnum séreignasparnaðar fyrirkomulagið, þ.e. nýta bæði eigin framlag og framlag launagreiðanda, ásamt skattspörun til þess að lækka höfuðstól lána og þannig vaxtakostnað á komandi árum.

Hverjir eru kostirnir?

1. Þetta léttir líf þeirra fjölskyldna sem að skulda og eiga inneign í séreign eða eru  að borga í séreign.

2. Fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna minnkar  þar sem að „eignir“ þeirra eru nýttar til að greiða niður skuldir viðkomandi sjóðfélaga. Fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna er mikið vandamál þegar að þeir geta ekki fjárfest í útlöndum og það býður heim hættunni á eignabólumyndun.

3. Þetta minnkar bankakerfið. Útlánasafnið minnkar sem og eignir þeirra.  Að sama skapi fækkar viðskiptavinum í fjárhagsvanda.

4. Hér er leið ráðdeildar og sparnaðar nýtt til að greiða úr skuldavandanum."

Í framhaldi af fleiri upptalningum segir Guðlaugur: "Ég hef verið þeirrar skoðunar í langan tíma að við eigum að hjálpa fólki til að eignast en ekki hvetja það til að skulda."

Þessu er ég hjartanlega sammála.  Hef ég reyndar verið þessu sammála í nokkur ár og undrast að þetta hafi ekki verið meira í umræðunni.  Í febrúar 2009 ritaði ég grein í Viðskiptablaðinu sem bar heitið Séreignarsparnaður úr fjötrum - http://www.slideshare.net/marmixa/sreignarsparnaur-fjtrum - þar sem þessi sama tillaga var borin fram með álíka rökum.  Þó var sú tillaga mín ekki ný af nálinni, bæði núverandi ríkisstjórn og stjórnarandstaða höfðu viðrað hugmyndina áður.  Rök gegn þessu höfðu komið fram sem voru lítt haldbær.

Nú les alþjóð ef til vill ekki Viðskiptablaðið en hún les Fréttablaðið en þar, nánar tiltekið 22.9.2009, birtist grein mín Séreignarsparnaður - húsnæðislán - http://www.visir.is/sereignarsparnadur---husnaedislan/article/2009627681736 - þar sem ég viðra hugmyndina á nýjan leik. Einhverra hluta vegna virðist enginn þingmaður hafa séð ástæðu til að fylgja þessu eftir, fyrr en nú.

Vonandi nær Guðlaugur Þór betri árangri í þessu máli í þetta sinn.  Flest fólk er að greiða töluvert hærri vexti en séreignarsparnaður getur raunhæft veitt og hefur bilið einungis aukist síðan að greinar mínar birtust.  Því er þessi tillaga orðin löngu tímabær.

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira