c

Pistlar:

17. maí 2018 kl. 11:49

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Costco - bjargvættur Íslendinga - eins árs afmæli

Árið 2016 bað ráðgjafa- og rannsóknarfyrirtækið Zenter mig um að vinna með sér skýrslu um áhrif Costco á íslenskan markað. Segja má að nánast allt sem fram kom í skýrslunni hafi gengið eftir. Töluvert margir töldu þó á þeim tíma sem skýrslan kom út að teymið sem vann skýrsluna væri að ofmeta væntanleg áhrif. Raunin var sú að ef eitthvað hefði mátt gagnrýna varðandi skýrsluna, þá vanmátum við áhrif af komu Costco til Íslands. Það vanmat var þó ekki mikið. Augljóst var í okkar huga að áhrifin yrðu mikil. Þeir aðilar sem greiddu fyrir gerð skýrsluna (sem hægt var kaupa hjá Zenter)  hafa án efa náð að undirbúa sig undir komu Costco miklu betur en þeir aðilar sem biðu eftir storminum án undirbúnings.

Nú, á næstu dögum, er Costco að halda upp á fyrsta afmælisári sínu. Fróðlegt verður að sjá hversu margir endurnýja árskort sín. Þó svo að ég fari ekki oft í Costco þá fer ég nægilega oft til þess að sjá að þar er stöðug umferð. Önnur fyrirtæki hafa einnig brugðist við Costco. Atlantsolía býður til að mynda sama verð á bensínstöð sinni við Kaplakrika og fólk borgar í Costco. Fyrirtækið auglýsir grimmt þessa daganna að maður þurfi ekki meðlimakort til þess að njóta sama verðs og er árangurinn augljós; það eru ávallt margir þar að fylla bensíntanka sína.

The Opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenonmenon

Nokkrum mánuðum eftir opnun Costco birtist grein í Stjórnmál og stjórnsýslu sem ég og Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, skrifuðum. Þar fjöllum við um áhrif Costco frá víðara samhengi en einfaldlega samanburð á verðum, m.a. með því greina umræðuna í íslensku samfélagi rétt áður en Costco opnaði. Fram kemur að ólíkt því sem að mörg alþjóðleg fyrirtæki þurfa að glíma við, þá leit almenningur ekki á Costco sem ógn við samfélagið heldur þvert á móti, þá var Costco nokkurs konar utanaðkomandi bjargvættur neytenda. Ólíkt þeirri orðræðu sem hafði verið ríkjandi árin áður, þar sem að utanaðkomandi öfl voru oft skilgreind sem „þeir“ á móti „okkur“, þá var litið á komu Costco oft á tíðum sem afl sem barðist á móti spillingu. Costco í raun var skilgreint sem hluti af „okkur Íslendingum“ í baráttu við íslenska verslun sem talin var hafa okrað svo árum skiptir á íslenskum neytendum.

Þessi orðræða hafði ýmislegt til síns máls. Staðreyndin er þó sú að álagning margra verslana hérlendis er og var áður svipuð álagningu verslana erlendis. Álagningin hjá Bónus er til dæmis svipuð álagningu verslana eins og Wal-mart og Target. Það voru hins vegar ákveðnar vörutegundir sem lækkuðu mikið í verði í framhaldinu og má segja að Costco hafi náð meiri kjarabótum fyrir íslenskan almenning að ákveðnu leyti en margir kjarasamningar síðustu ára.

Hægt er að nálgast grein okkar hérna: http://www.irpa.is/article/view/a.2017.13.2.2/pdf

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira