c

Pistlar:

7. apríl 2020 kl. 14:34

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Raunvextir húsnæðislána undir 1%?

Lengi vel veittu lífeyrissjóðir verðtryggð breytileg lán til sjóðsfélaga sinna með þeim viðmiðunum að 60 punkta álagi yrði bætt við ávöxtunarkröfu húsbréfa, sem breyttist svo í íbúðabréfa. Síðan var þeim viðmiðunum hætt, meðal annars með þeim rökum að það væru svo lítil viðskipti með slík bréf. Gott og vel, en þá ætti seljanleikaálag að myndast á slík bréf, sem lækkar verð þeirra og hækkar því ávöxtunarkröfuna.
 
Þetta sést með því að líta til ríkistryggðra spariskírteina. Raunávöxtunarkrafan á þeim er í kringum 0,1-0,4% og ættu verðtryggð breytileg lán því í dag að vera aðeins 0,7-1,0%. Þetta gæti virst vera fjarstæðukennt en Birta lífeyrissjóður býður nú sjóðsfélögum sínum óverðtryggð lán með 2,85% vöxtum, sem miðað við ca. 2% verðbólgu gerir raunvexti þeirra um það bil 0,7%.
 
Hægt er að bera saman lán á vefslóðunum aurbjörg.is og herborg.is.
Sparisk
Er ég virkilega eina manneskjan sem hefur áhuga á svona málum?
 
MWM
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

<a href="https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa">Mar Wolfgang Mixa on ResearchGate</a>

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira