c

Pistlar:

17. ágúst 2020 kl. 13:48

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Samningar aldarinnar og ferðamennska

Ég var að klára lestur bókarinnar Afnám haftanna eftir Sigurð Má Jónsson. Þetta er afar áhugaverð bók sem ég mæli eindregið með að fólk lesi sem fyrst, til dæmis í góða veðrinu í sumarbústöðum.

Bókin lýsir bæði sögulegan bakgrunn gjaldeyrishaftanna og sérstaklega því hvernig nokkrir aðilar náðu ótrúlega góðum samningum fyrir hönd Íslands gagnvart kröfuhöfum bankanna. Ég leyfi mér að efast um að margir skilji enn þann dag í dag hversu mikilvægir þeir samningar voru og þau áhrif sem þau höfðu á efnahagslegar aðstæður Íslendinga frá árinu 2015. Í raun bliknar flest allt annað í þeim samanburði.

Ein samanburður er ferðamennskan. Þó svo að mörgum hafi fundist aukning ferðamanna hafi verið of hröð og því hafi ekki unnist tími til að aðlaga landi (eins og margar náttúruperlur) og þjóð (það er hreinlega ekki gaman að ferðast um landið þegar að það þarf nánast að taka númer til að njóta sumra staða) þá er það engu að síður ljóst að hún skóp mikla hagsæld, sem endurspeglaðist meðal annars í sterku gengi íslensku krónunnar. Er þess skemmst að minnast að það er ekki langt síðan að færri en 100 krónur dugðu til að kaupa einn bandarískan dollara, en í dag þarf um 135 slíkar krónur.

Sigurður Már gerir ekki lítið úr áhrifum á fjölgun ferðamanna. Bendir hann á að sú fjölgun hafi stuðlað að auknum tekjum í ríkissjóð, launum og fjárfestingum. Aftur á móti skiluðu aðgerðir stjórnvalda samhliða losun hafta árin 2013-2016 þrjátíuföldu því sem ferðaþjónustan skilar árlega í ríkissjóð.

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

<a href="https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa">Mar Wolfgang Mixa on ResearchGate</a>

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira