c

Pistlar:

16. desember 2020 kl. 12:31

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Tillaga að jólagjöf - Afnám haftanna

afnam haftannaNeikvæð efnahagsleg áhrif sökum Covid-19 hafa ekki framhjá fólki. Eitt af því sem hefur reynst örlagaríkt er hversu vel ríkissjóður var staddur í upphafi faraldurs. Hefði skuldahlutfall Íslendinga verið í líkingu við ástandið árin eftir hrun þá hefði verið miklu minna rými fyrir ríkissjóð til að bregðast við. Ein stór ástæða þess hversu vel ríkissjóður var í stakk búinn að sporna við neikvæðum áhrifum Covid-19 má rekja til ársins 2015.

Þetta var árið sem að fyrstu alvöru skrefin voru tekin varðandi afnámi gjaldeyrishafta sem sett voru í nauðvörn íslensks efnahagslífs árið 2008. Höfðu margir áhyggjur af því, og höfðu góða ástæðu til, að slík höft yrðu viðvarandi. Er þess skemmst að minnast að svipuð höft voru sett árið 1930 og áttu þau að vara til skamms tíma. Þau voru hins vegar ekki afnumin fyrr en árið 1995. Það var tiltölulega lítill hópur fólks sem á heiður af því að þau voru afnumin og færðu ríkissjóð gríðarlegan ábata, meiri en flestum óraði fyrir.

Þegar að höftin voru afnumin snemma sumars 2015 áttuðu fáir sig á því hversu mikilvæg þau voru. Eru þau að mínu mati til dæmis stór ástæða þess að hægt var að hefja feril á lækkun vaxta. Keypti ég sjálfur til dæmis ríkisbréf strax í framhaldinu, enda sannfærður um að vextir ættu eftir að lækka mikið (virði ríkisbréfa með langan tíma til gjalddaga hækkar þegar að almennt vaxtastig lækkar) vegna þessa aðgerða. Enn í dag gera fæstir sér grein fyrir umfangi þess.

Þessi atriði koma fram við lestur bókarinnar Afnám haftanna eftir Sigurð Má Jónsson. Fyrir fólk sem vantar hugmynd að jólagjöf fyrir einhvern sem hefur áhuga á hlutum sem tengjast íslensku efnahagslífi, þá er þetta tilvalin gjöf í ár.

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira