c

Pistlar:

16. mars 2021 kl. 12:21

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Már Wolfgang Mixa - Arion banki

Aðalfundur Arion banka er í dag. Ég er eina manneskjan í framboði sem tilnefningarnefnd hefur ekki mælt með í stjórn. Það er skiljanlegt þar sem allir hinir stjórnarmenn hafa setið í stjórn í nokkur ár og stýrt bankanum vel.  

Væri ég í stjórn myndi ég hins vegar leggja áherslu á eitt atriði sem ég tel að betur megi fara. Arion banki leggur til, eins og staðan er í dag, að verja um 15 milljarða króna í endurkaup eigin bréfa og 3 milljarða króna í arðgreiðslur. Þessi stefna er skiljanleg að ákveðnu leyti. Bankinn er nú með um það bil 40 milljarða króna í eigið fé sem skilgreina megi sem fjármagni umfram því sem nauðsynlegt er til að viðhalda ásættanlegum eiginfjárþætti. Auk þess stendur til að verja 50 milljarða króna í viðbót næstu ár til slíkra nota, enda er enn mikið af peningum á hliðarlínunum sem veita mjög neikvæða raunávöxtun í Seðlabankanum og ef hagnaðarspár ganga eftir næstu ár mun peningur hlaðast upp á neikvæðum kjörum miðað við núverandi aðstæður (A & B). 

Ég tel aftur á móti að hægt sé að nýta þetta umfram eigið fé til betri nota. Nú er stefna bankans að lána minna til fyrirtækja en áður. Slíkt er í anda þess sem er að eiga sér stað á alþjóðavettvangi, það er að hlutfall útlána banka hjá fasteignalánum einstaklinga er jafnt og þétt að aukast. Sú stefna í sjálfu sér er eðlileg þar sem að arðsemi á fyrirtækjasviðinu hefur verið slök með tilliti til áhættu. Það er aftur á móti engin virðissköpun að eiga sér stað með því að kaupa eigin bréf. Ég hef áður skrifað um það að leggja eigi meiri áherslu á arðgreiðslur til eigenda, enda myndi slíkt henta minni hluthöfum best, því þannig gæti almenningur með auðveldum hætti nýtt sér skattleysismörk fjármagnstekjuskatts (C). 

Nú eru hugsanleg takmörk á því hversu mikið megi greiða út til hluthafa á tímum Covid-19. Það hlutfall kemur líklegast til með að hækka þegar að ferðamannstraumurinn fer aftur á fullt skrið og Seðlabankinn fer jafnvel að sporna við frekari útlánum til fasteignakaupa, sem er hugsanlega að stuðla að bólumyndun í fasteignaverði þessa daganna. Þangað til þarf að einblína á endurkaupum eigin bréfa. 

Í stað þess að kaupa eigin bréf þá legg ég til að Arion banki stofni fjárfestingarsjóð. Ólíkt því sem gerðist árin fyrir hrun þá væri sá sjóður einungis fjármagnaður með eigið fé. Með því væri áhættan takmörkuð við þann pening sem settur væri til hliðar í slíkan sjóð. Fjárfest væri í innviðauppbyggingu og sprotafyrirtækjum á Íslandi. Þörf er á innviðauppbyggingu hérlendis og fylgir tiltölulega lítil áhætta af slíku þó svo að ávöxtunin af slíku sé tiltölulega lág. Einnig væri hægt að fjárfesta í sprotafyrirtækjum, þar sem að áhættan væri töluverð en ávöxtun af slíkum fjárfestingum hefur aftur á mót verið afar há (D & E).  

Með þessu væri að ákveðnu leyti starfsemi bankans skipt í tvo helminga. Arðgreiðslur vegna viðskiptabankastarfseminnar væru jafnar þar sem að minni sveiflur eiga sér stað á arðsemi slíkrar starfsemi en lána til fyrirtækja. Töluvert flökt yrði á arðgreiðslum vegna fjárfestingasjóðsins og fyrstu árin líklegast litlar. Þannig væri hins vegar hluthöfum betur ljóst hvernig áhættumunstur í rekstri bankans væri.  

MWM 

  1. A) https://www.frettabladid.is/markadurinn/arion-med-40-milljarda-i-umfram-eigid-fe-eftir-utgreidslu/
  2. B) https://wwwv2.arionbanki.is/library/skrar/English/About-the-Bank/Investor-Relations/Financial-information/Financial-Statements/2020/Arion%20Bank%20Investor%20Presentation%20Q4%202020.pdf
  3. C) https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/2261235/
  4. D) https://skemman.is/handle/1946/30767
  5. E) https://skemman.is/handle/1946/36070

ps. Ég sagðist upphaflega ætla að ræða um vernd minni hluthafa og áhættu varðandi efnahagsreikning fyrirtækja þegar ég tilkynnti framboð mitt. Sú umræða mun bíða betri tíma. 

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira