c

Pistlar:

30. maí 2022 kl. 15:54

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Hækkun leiguverðs rétt að byrja

Leiguverð hækkaði samkvæmt Þjóðskrá um rúmlega 2% á milli mánaða í Apríl á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Ólíkt húsnæðisverði þá lækkaði leiguverð mánuðina eftir að Covid-19 skall á. Leiguvísitalan var til dæmis 204,5 í byrjun árs 2020 en aðeins 203,9 í júlí 2021.

Airbnb og þjónusta

Ástæðan er augljós; margar íbúðar sem áður voru á Airbnb skammtímaleigumarkaðinum fóru á almennan leigumarkað þegar að ferðamenn hættu að koma til landsins. Nú, þegar að ferðamenn eru aftur að koma í svipuðum takti og árin 2016-2017 þá fara margar leiguíbúðir aftur á Airbnb markaðinn og framboð fyrir venjulegt fólk á langtímaleigumarkaði fer aftur að minnka.

Auk þess fjölgar eftirspurn nú eftir leiguíbúðum því það þarf að þjónusta ferðamenn og þarf til þess erlent vinnuafl að einhverju leyti; fólk sem þarf sjálft á leiguíbúðum að halda.

Fyrirsjáanlegur raunveruleiki

Í nýlegri grein, Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst, kemur fram að óöryggi fólks á leigumarkaði hjaðnaði lítt við aukið framboð á leiguhúsnæði á Covid tímum. Flestir viðmælendur sem fjölluðu um málið sögðust vita að það væri skammgóður vermir. Slíkt er nú að koma á daginn. Þar sem að húsnæðisverð og leiguverð hefur almennt mikla samfylgni þá er líklegt að leiguverð hækki mikið næstu mánuðina.

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira