c

Pistlar:

12. október 2022 kl. 14:15

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Engin tilnefningarnefnd í augSýn?

Hluthafafundur Sýnar hf. verður haldinn 20.10.2022. Á vef mbl.is kemur eftirfarandi fram: Boðað er til fund­ar­ins eft­ir að þrír hlut­haf­ar, sem eiga rúm­lega 10% hluta­fjár í fé­lag­inu, kröfðust þess að nýr fund­ur yrði boðaður, en síðasti hlut­hafa­fund­ur fór fram 31. ág­úst.  Vilja hlut­haf­arn­ir end­ur­taka fyrra stjórn­ar­kjör, en með því þarf að binda enda á kjör­tíma­bil stjórn­ar­inn­ar sem var kjör­in í ág­úst og svo kjósa nýja stjórn. Semsagt, verið er að reyna að breyta núverandi stjórn, sem er í sjálfu sér ekki nauðsynlega óeðlilegt í ljósi nýlegra breytinga á eignarhaldi.

Þetta er eina tilefni fundarins, enda kemur fram í fundarboði:

Dagskrá fundarins

1. Tillaga um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar félagsins.

2. Með fyrirvara um að tillaga undir tölulið 1. hér að framan verði samþykkt, fer fram stjórnarkjör.

3. Önnur mál.

Neðar í fundarboði kemur eftirfarandi fram (ég feitletra nokkur orð):

Með fyrirvara um að tillaga samkvæmt 1. tölulið dagskrár verði samþykkt, er auglýst eftir framboðum til stjórnar. Með vísan til þess hve skammur tími er liðinn frá síðasta hluthafafundi þar sem stjórnarkjör var á dagskrá hefur stjórn ákveðið í þetta sinn að víkja til hliðar reglum um Tilnefningarnefnd og að reglur hlutafélagalaga og samþykkta félagsins skuli einar gilda um stjórnarkjörið ef það fer fram.

Með öðrum orðum, nú virðist ekki vera þörf á tilnefningarnefnd af því að nýlega var annar fundur. Þetta finnst mér vera undarlegt. Vekur þetta upp spurningu um hvort að tilnefningarnefnd sé alltaf nauðsynleg eða bara stundum. Einnig spyr ég hvort að stjórn hverju sinni ákveði fyrir hönd hluthafa hvort nauðsyn sé á tilnefningarnefnd eða ekki eða hvort að hluthafar sjálfir þurfi að fara fram á slíkt.

Ég á bágt með að sjá af hverju tilnefningarnefnd skipti síður máli þegar að stutt sé síðan að hluthafafundur var haldinn, sérstaklega í ljósi þess að nú er annar fundur með aðeins eitt markmið; að breyta núverandi stjórn. 

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira