c

Pistlar:

10. mars 2018 kl. 17:50

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Alvarleg tíðindi úr sjávarútveginum

Tekj­ur í sjáv­ar­út­vegi dróg­ust sam­an um 25 millj­arða króna milli ár­anna 2015 og 2016, eða sem nem­ur 9%. EBITDA sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lækkaði um 22% á sama tíma­bili, en þó náðu þau að ein­hverju marki að vega upp nei­kvæða tekjuþróun með lækk­un kostnaðar. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ný­út­gef­inni skýrslu end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Deloitte, sem gerð var fyr­ir at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið. Skýrslan, sem kynnt var í vikunni, seg­ir að tekj­urn­ar hafi hlut­falls­lega lækkað mest hjá þeim sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um sem hafa mestu afla­heim­ild­irn­ar. Úttekt Deloitte byggir á ársreikningum sjávarútvegsfélaga fyrir árið 2016. sjavr

Í skýrslunni kemur fram það mat Deloitte að EBITDA sjáv­ar­út­vegs­ins geti á liðnu ári hafa lækkað um 20 til 37% frá fyrra ári, og sé EBITDA þá á bil­inu 37 til 45 millj­arðar króna. „Gangi það eft­ir mun EBITDA hafa lækkað um 42-59% frá 2015 til 2017,“ seg­ir í skýrsl­unni. Það eru gríðarlegar breytingar í þessari undirstöðuatvinnugrein okkar Íslendinga. Verkföll, aflabrestur, tapaðir markaðir og lækkandi verð á mörkuðum eru helstu skýringaþættir. Ljóst er að þarna birtast skýr viðvörunljós. 

Það er hægt að taka undir með sjávarútvegsráðherra sem benti á í blaðaviðtali að það hlyti að vera tölu­vert um­hugs­un­ar­efni fyr­ir alla þegar fram­legð í ein­um af grunn­atvinnu­grein­um þjóðar­inn­ar dregst sam­an með þessum hætti. Það þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi sjávarútvegsins og rekstrarstaða hans verður að vera tryggð. Eðlilegt er að stjórnvöld íhugi hvort rétt sé að standa að skattlagningu sjávarútvegsins með þeim hætti sem nú er gert í ljósi þessarar stöðu.

Greiðslu­geta versnað

Í skýrslunni kemur fram að skuld­astaða grein­ar­inn­ar í heild hafi þró­ast með já­kvæðum hætti árið 2016, að því leyti að heild­ar­skuld­ir hafi lækkað og eig­in­fjár­hlut­fall hækkað. Greiðslu­geta versnaði hins veg­ar held­ur þar sem skuld­ir sem hlut­fall af EBITDA lækkuðu.

„Með hliðsjón af hreyf­ingu helstu hag­stærða og út­flutn­ings­verðmæt­is sjáv­ar­af­urða eru all­ar lík­ur á því að af­koma versni nokkuð á rekstr­ar­ár­inu 2017. Þetta má m.a. rekja til óhag­stæðrar þró­un­ar ytri hag­stærða. Verðlag sjáv­ar­af­urða hef­ur lækkað veru­lega í ís­lensk­um krón­um og launa­vísi­tala hækkað tölu­vert. Lækk­un olíu­verðs hef­ur haft nokkuð já­kvæð áhrif á af­komu árs­ins 2016, en á ár­inu 2017 hef­ur olíu­verð tekið að hækka að nýju,” segir í skýrslunni.

Þetta er hörð áminning um að huga að al­mennum starfs­skil­yrðum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Nú verður að huga að því hvernig sjáv­ar­út­veg­ur­inn stend­ur í sam­keppni sinni við sam­bæri­leg­an at­vinnu­rekst­ur í öðrum lönd­um. Að endingu snýst þetta um að geta selt þá vöru sem Íslend­ing­ar vinna og veiða. Því er allt sem get­ur styrkt sam­keppn­is­stöðu á er­lend­um mörkuðum af hinu góða.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.