c

Pistlar:

30. september 2018 kl. 10:44

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Klúður með legu Sundabrautar

Nú er ljóst að end­ur­skoða þarf fram­kvæmd fyr­ir­hugaðrar Sunda­braut­ar. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í vikunni kom fram að all­ar til­lög­ur um þver­un Klepps­vík­ur eru orðnar margra ára­tuga gaml­ar. Frá þeim tíma að þær voru sett­ar fram hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar og ýms­ar for­send­ur mann­virkja­gerðar í dag tals­vert aðrar en áður voru. Sem gefur að skilja hafa for­send­ur byggðaþró­un­ar þróast með öðrum hætti en gert var ráð fyrir í upp­hafi. Eðlilega spyrja menn sig hvernig forsendur fyrir hraðbraut gangi upp inni í miðri borg­ar­byggð. Reykjavíkurborg ákvað þar að auki að skipuleggja íbúðabyggð í Gelgjutanga við Elliðaárvog og útiloka þar með svokallaða innri leið Sundabrautar. Þannig hefur verið þrengt að þeim kostum sem eru í stöðunni en hér fylgir með teikning úr ágætri umfjöllun Morgunblaðsins, sem hefur verið ötult í gegnum tíðina að fjalla um málið.sunda

Í samantekt Jóns Þor­valds­son­ar, aðstoðar­hafn­ar­stjóra Faxa­flóa­hafna sf., sem fjallað er um í Morgunblaðinu, kemur fram að ef­ast megi um það að Sæ­braut­in hafi af­kasta­getu til að taka við um­ferð frá Sunda­braut verði ráðist í þá fram­kvæmd. Þess sjá­ist merki á álags­tíma um­ferðar. Jón bendir á að ýmis upp­bygg­inga­áform á ná­læg­um svæðum séu í far­vatn­inu. Þeim fylgi óhjá­kvæmi­lega aukið um­ferðarálag á stofn­braut­ina, Sæ­braut. Fyr­ir Sunda­höfn, sem meg­in­gátt vöru­flutn­inga til höfuðborg­ar­inn­ar og Íslands alls, sé það lyk­il­atriði að vega­teng­ing­ar við Sæ­braut­ina verði góðar.

Hér í pistlum hefur alloft verið vikið að Sundabraut og mikilvægi hennar. Ekki síður þó þeim tækifærum sem eru samfara henni og því mikilvægt að skoða hana sem heildstætt samgöngu-, atvinnu-, og byggðaþróunarverkefni. Mikilvægi hennar einskorðast ekki eingöngu við hinar augljósu samgöngubætur sem í henni felast.

Í skipu­lagi í meira en 30 ár

En er hægt að hugsa sér framtíðarskipulag umferðarmála í kringum höfuðborgina án Sundabrautar? Hafa ber í hug að Sunda­braut hefur verið á Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur frá ár­inu 1984, eða yfir 30 ár. Þar er hún kynnt sem meg­in­stofn­leið um höfuðborg­ar­svæðið, teng­ing fyr­ir norður­hluta Reykja­vík­ur að Kjal­ar­nesi og veg­teng­ing fyr­ir Vest­ur- og Norður­land. 1995 hófst form­leg vinna á veg­um Vega­gerðar­inn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem skoðaðir voru mögu­leg­ir val­kost­ir. Svo virðist sem Jón telji að þessar forsendur séu brostnar. Það er erfitt til þess að hugsa ef menn koma ekki upp með ásættanlegar lausnir en verkefnahópur um málið á að skila niðurstöðum 15. nóvember næstkomandi. Vonandi að þar birtist eitthvað áþreifanlegt sem hægt er að vinna með. Það er fráleitt að láta verkefnið bíða áfram án þess að koma því á nokkra hreyfingu.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.