c

Pistlar:

28. febrúar 2019 kl. 20:17

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Versalasamningur Íslendinga

Það er ástæða til að hvetja fólk til að lesa viðtal Morgunblaðsins við Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, í blaðinu dag en hann segir þar að upp­haf­legu Ices­a­ve-samn­ing­arnir - Svavars-samningurinn - hafi verið skrifaður á máli Versala-samn­ing­anna. Fyrir sagnfræðilega minnugt fólk þarf kannski ekki frekar vitnanna við; verri samningar verða ekki gerðir! Enn ganga samt stuðningsmenn þessara samninga um og láta sem ekkert sé. Reyna meira að segja að reikna sig frá vitleysunni, rétt eins og bóndi sem reiknar hverja á þrílembda til þess að bókhaldið gangi upp!baudenb

Viðtalið er einkar fróðlegt en blaðamaður Morgunblaðsins spyr Bau­den­bacher að því hvernig Íslend­ing­ar héldu á Ices­a­ve-mál­inu að hans mati?

„Upp­haf­lega voru þeir til­bún­ir að semja og fall­ast á skuld­bind­ing­ar. Þeir voru und­ir mikl­um þrýst­ingi. Ég sá Ices­a­ve-samn­ing­ana. Þeir voru mjög ein­hliða og skrifaðir á óviðeig­andi máli … Það var tungu­tak ein­ræðis. Það var á máli Versala-samn­ing­anna. Á viss­um tíma­punkti áttaði for­seti ykk­ar sig á því að tæki­færi væri að skap­ast fyr­ir hann og hann kallaði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir Bau­den­bacher í viðtalinu.

Smáríki sem þorði að standa á rétti sínum

Bau­den­bacher segir í viðtalinu að Ices­a­ve-málið sé eitt það stærsta, ef ekki stærsta sem hafi komið til kasta dóm­stóls­ins. Nefna þurfi til­tek­in sam­keppn­is­mál til sam­an­b­urðar. Dóms­málið hafi vakið at­hygli um all­an heim og fjöl­miðlar í Banda­ríkj­un­um, Asíu og víðar sagt frá því. Af hverju skyldi það vera?

„Það var ekki aðeins vegna staðreynda máls­ins. Það var líka dæmi um smáríki sem þorði að standa á rétti sín­um og dæmi um lít­inn dóm­stól sem fór sína eig­in leið … Eitt af vanda­mál­um sem ríki ESB standa frammi fyr­ir í þessu efni er að þau björguðu öll bönk­um sín­um. Og þau eru enn að hluta að borga til baka skuld­ir en Íslend­ing­ar gerðu það ekki. Þeir gátu það ekki og frá efna­hags­leg­um sjón­ar­hóli var það held­ur ekki rétt. Ekki all­ir spari­fjár­eig­end­ur Ices­a­ve-reikn­ing­anna voru fá­tækt fólk. Þar voru líka á ferð stór­ar stofn­an­ir sem höfðu fjár­fest. Annaðhvort erum við í markaðshag­kerfi, og þá þurf­um við að taka af­leiðing­um gerða okk­ar, eða við erum það ekki.“

Auðvitað koma orð fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins ekki á óvart. Öllum má vera ljóst að fyrsti Icesave-samningurinn var tilræði við efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það þýðir ekki að breiða yfir það með látalátum í dag. Þeir sem sýndu staðfestu í málinu eiga heiður skilið.