c

Pistlar:

13. júlí 2020 kl. 11:57

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Hagkerfið í aðlögun

Þessa daganna reyna landsmenn að ná sem mestu út úr stuttu sumri. Augljóslega verða Íslendingar á faraldsfæti innanlands og helgarferð til Vestmannaeyja sýndi manni hvað það er hægt að fá mikla ánægju og upplifun úr því. Líklega mun þetta hafa halda lífinu í ferðaþjónustunni innanlands í sumar þó að augljóslega muni um það að erlendir ferðamenn eru sárafáir. Neyslan mun breytast, Íslendingar á ferð um eigið land haga sér öðru vísi en erlendir ferðamenn. Sumir hagnast á því en aðrir tapa. Hvað verður síðan í haust er erfitt að segja en hér var vikið að því fyrir stuttu að sumir telja að við svífum á bleiku skýi inn í haustið. Ferðaþjónustufólk sem rætt er við segir að vanalega hætti Íslendingar að ferðast þegar kemur að Verslunarmannahelgi og sjálfsagt mun ytri ferðamannsvæðin fara að finna fyrir því. Svæðin hér á suðvestur horninu geta kannski haldið lífi í ferðavilja landsmanna með tilboðum.

Augljóslega verður erfitt að koma ferðalögum af stað aftur til útlanda. Það er reyndar merkilegt að upplifa núna sambandsleysi við þá aðila sem seldu manni glaðbeittir farseðla áður en COVID-19 kom til. Öll viðskipti fara í gegnum net þegar kaupin eru gerð en þegar þarf að gera upp aflýst flug og reyna að fá endurgreitt þarf að hringja inn! Sem væri tilbreyting ef nokkur svaraði! En þetta er útúrdúr. Ferðaþjónustan er að upplifa erfiða tíma og gera má ráð fyrir að það taki 3 til 5 ár að koma henni aftur á rekstrarhæfan grundvöll. Þar til verður hún að þreyja þorrann og aðlagast nýju rekstrarumhverfi. Það er greinilega ómögulegt að gera nokkrar raunhæfar áætlanir um þróun næsta árið í ferðaþjónustunni. Eðlilega mun það hafa áhrif á fjárfesta og þá sem þurfa að koma með nýtt fé inn í greinina.ey5

Stöðugleiki og atvinnuleysi

Eins og staðan er nú þá er í raun það eina jákvæða í stöðunni að hagkerfið var tilbúið að þola áföll með sterka stöðu ríkissjóð og traustan gjaldeyrisvaraforða. Núverandi ríkisstjórn var mynduð til að skapa stöðugleika og við höfum sannarlega nýjar aðstæður í hagkerfinu og um sumt hefur hún verið mistæk í aðgerðum sínum. Verðbólga og vextir hafa ekki hækkað og reyndar vextir verið að lækka og hafa aldrei verið lægri sem ýtir undir fasteignamarkaðinn núna. Nú er því spáð að um 20 þúsund manns verði án atvinnu í haust og sá hópur verður ekki öfundsverður að fara inn í veturinn í áframhaldandi óvissu. En þeir sem hafa vinnu eru greinilega ágætlega settir. Sjálfsagt mun neysla í samfélaginu haldast ásættanleg vegna þess og ofhlaðinn kaupmáttur margra haldast enn um sinn. Ef spár ganga eftir þá mun verðbólgan ekki éta hann upp en verðbólgan hefur til þessa séð um að dreifa byrðunum nokkuð jafnt.

Ríkissjóður er að taka um 300 milljarða króna skell ef spár ganga eftir á þessu ári. Bæði í auknum útgjöldum en ekki síður lækkuðum tekjum. Það er gert í því ljósi að hagvöxtur taki við sér á næsta ár sem er alsendis óvíst. Allt eins getur farið svo að tekjur ríkissjóðs haldi áfram að lækka á næsta ári. Ef svo er verður kerfjandi að takast á við óhjákvæmilega yfirbyggingu ríkiskerfisins. Það verður hugsanlega það sem verður sett á oddinn í næstu kosningabaráttu sem verður líklega að hefjast um þetta leyti að ári.