c

Pistlar:

2. nóvember 2020 kl. 22:50

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Sundabraut - aðalatriðin


Þegar læðst er í gegnum Mosfellsbæinn með öllum sínum hringtorgum og vegaframkvæmdum byrja vegfarendur ósjálfrátt að hugsa um Sundabraut. Ekki síður þegar þegar þeir lenda aftan við hægfara flutningsbíla sem eru að flytja efni fyrir steypustöðvar landsins en tvær þær stærstu eru staðsettar á Höfðasvæðinu. Efnisflutningar vegna þeirra eru fyrirferðamiklir á þessari leið en engin vafi er á því að þeir yrðu hagkvæmari auk tímasparnaðar og minni mengunar ef Sundabrautin væri tekin í notkun. Það er ekki víst að allir átti sig á það þarf mikla stýringu á flutningaflæði (e. logistics) í kringum steypu- og malbikunarstöðvar. Einfaldlega vegna þess að það þarf að flytja mikið efni að þeim og frá. Því er heppilegt að hafa malarnám sem næst þeim og tryggja um leið gott flæði umferðar til og frá þeim. Þetta er eitt þeirra atriða sem skipulagsyfirvöld þurfa að hugsa um þegar umferðin er skipulöð. Steypa verður seint flutt á reiðhjólum eða með Borgarlínu!sunbad

Skilafresturinn útrunninn

En aftur að Sundabraut. Nú eru liðnar hjá tvær dagsetningar sem tengdust skilum á vinnu starfshóps á vegum Vegagerðarinnar. Hópurinn átti að endurmeta og skoða tvo fýsilega kosti um legu Sundabrautar og gera tillögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipulagi. Í hópnum sitja fulltrúar Reykjavíkurborgar, SSH og Faxaflóahafnar auk Vegagerðarinnar. Samkvæmt þessari frétt átti starfshópurinn á að skila niðurstöðum sínum fyrir 31. ágúst 2020. Samkvæmt annarri frétt var skilunum frestað til 31. október. Ekki bólar á niðurstöðu.

Er það af því að það sé svo erfitt að velja á milli? Hugsanlega en vitað er að Reykjavíkurborg ónýtti með skammsýni sinni hagkvæmasta kostinn, hina svokölluðu eyjaleið. Það kemur ekki á óvart. Þegar ummæli borgarstjórnarmeirihlutans eru skoðuð blasir við að talsmenn hans, með sjálfan formann skipulagsráðs í broddi fylkingar, hafa engan áhuga né skilning á mikilvægi Sundabrautar en það hefur verið rakið oft hér í pistlum.

Fjárhagsleg tækifæri

Staðreyndin er sú að það felast mikil fjárhagsleg tækifæri í Sundabraut. Ekki aðeins vegna þeirra samgöngubóta sem hún færir heldur ekki síður vegna þess að hún gefur færi á að þróa byggðina meðfram ströndinni á nýjan og áhugaverðan hátt. Það sést til dæmis af því að sú byggð sem nú er að rísa í Gufunesi er á engan hátt tengd samgöngukerfi borgarinnar. Það myndi auðvitað breytast með Sundabraut.

Árið 2017 var greint frá því að nokkrir fjárfestar hefðu leitað upplýsinga hjá Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu um Sundabraut með það í huga að leggja brautina gegn endurgreiðslu. Því miður varð ekkert úr því að málið yrði skoðað frekar. Á þeim tíma var greint frá því að bæði væri um innlenda og erlenda fjárfesta að ræða, meðal annars sjóði. Ljóst er að hægur vandi væri að fjármagna framkvæmdina og ráðast í hana ef pólitískur vilji væri fyrir því.

Vega­gerðin og Reykja­vík­ur­borg hafa allt frá ár­inu 1995 með reglulegu millibili lagt mikla vinnu í að rann­saka mögu­lega kosti á legu Sunda­braut­ar. Því miður hafi ekki náðst sam­eig­in­leg niðurstaða um ákveðinn kost. Fyrir tveimur árum var talið að Sundabraut kosti einhversstaðar á bilinu 20 til 30 milljarðar króna og að það verði að fjármagna hana utan samgönguáætlunar. Líklega stendur það enn en sjálfsagt hafa upphæðirnar hækkað nokkuð en það dregur ekkert úr fýsileika framkvæmdarinnar.