c

Pistlar:

3. september 2021 kl. 11:51

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Umsátursástand endalausra framkvæmda innan um veikt fólk


Samkvæmt þeim áætlunum sem nú eru í gildi er gert ráð fyr­ir að kostnaður við bygg­ingu nýs Land­spít­ala verði 79,1 millj­arður króna og hafa áætlan­ir varðandi verk­efnið hækkað veru­lega á síðustu árum. Undanfarið hefur verið nokkur umræða um kostnaðinn og ummæli flestra sem tjá sig um málið bendir til þess að þeir trúa engum tölum þegar kemur að Landspítalaverkefninu. Þetta er langstærsta verkefnið á vegum ríkisins og allar tölur háar. Miklu skiptir að verkið vinnist vel og greiðlega og að kostnaðaráætlanir standist. Ljóst er að hvorugt mun gerast. Endalausar tafir hafa verið á framkvæmdinni og þegar hefur verið tilkynnt um 16 milljarða króna hækkun á kostnaðaráætlun. Jafnvel þó eitthvað af því skýrist af stækkun verkefnisins þá sjá flestir í hvað stefnir.

Í viðtali við nokkra þingmenn í Dagmálaþætti Morgunblaðsins, þar á meðal formann fjárlaganefndar Alþingis, var málið rætt og augljóst að þingmenn hafa áhyggjur og reyna að fjarlægja sig ábyrgð á verkefninu. Þá má hafa í huga að þrátt fyr­ir hinn mikla kostnað er ekki gert ráð fyr­ir nema 210 legu­rým­um í ný­bygg­ing­unni og 23 gjörgæslurýmum en á Landspítalanum í heild eru rýmin 638 samkvæmt nýlegum tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman. Því er ljóst að mikill minnihluti þjónustu við sjúklinga mun færast í hina nýju risabyggingu við Hringbraut. Það er kannski eitthvað sem fólk á eftir að melta.spítal

Umsátursástand endalausra framkvæmda innan um veikt fólk

Það er því ekki nema vona að margir séu farnir að orða vangaveltur um hvort ekki stytt­ist í að taka þurfi ákvörðun um að verja öðrum 80 millj­örðum króna í frek­ari upp­bygg­ingu við nýj­an Land­spít­ala. Allt þetta verkefni sýnir ákveðnar ógöngur í stefnumótun gagnvart slíku risaverkefni og er þá ekki rætt hið augljósa, nefnilega það að spítalinn er byggður á röngum stað. Þegar nýju byggingarnar verða risnar þarf að ráðast í endurbætum á þeim gömlu þannig að spítalalóðin verður undirlögð undir framkvæmdir mörg ár í viðbót. Það er því ekki nema vona að menn segi þetta umsátursástand endalausra framkvæmda innan um veikt fólk. Upphafið var síðan tilgangslítil bygging á sjúkrahóteli sem kostaði 2.500 milljónir og var þó nóg fyrir af hótelum í Reykjavík.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, sagði stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð á því álagi sem skapast hefur á Landspítalanum og að það tengist ekki síst þeim seinagangi sem einkenndi ákvörðun um að hefja uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Athygli vakti svar hans þegar hann var spurður að því hvort hann teldi að 80 milljarða markið muni standast. Segir Willum ekki líkur til þess. „Nei ég held að þetta fari nú fram úr því. Ég held að það stefni nú þegar í það.“

Framúrkeyrsla í stóru sem smáu

Það er ekki nema von að skattgreiðendur landsins hafi varan á sér þegar stjórnmálamenn ætla að ráðast í stór verkefni. Við blasir að nánast hver og ein einasta opinber framkvæmd fer fram úr áætlun. Undanfarin ár hefur stjórnsýsla Reykjavíkurborgar verið sérstaklega í skotlínunni enda birst þar furðuleg framúrkeyrsla á smáverkefnum sem menn hefðu haldið að ætti að vera einfalt að halda utan um. Hvað mun þá gerast í stórverkefni eins og Borgarlínu sem augljóslega er frá upphafi vanmetin í kostnaði. Sporin hræða.