c

Pistlar:

6. september 2022 kl. 22:22

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Pópúlískir jólasveinar í Evrópu?


Einu sinni þótti mörgum það ekki beinlínis bera vott um ábyrg stjórnmál að dreifa fjármunum beint til kjósenda og margir ábyrgir stjórnmálaskýrendur hafa kallað þá stjórnmálamenn pópúlista sem lofa eða framkvæma slíkt. Við þekkjum það meira að segja úr umræðunni hér heima á Íslandi þegar til dæmis þeim sem urðu að þola forsendubrest vegna verðtryggðar lána var tryggð endurgreiðsla eftir reiknireglum sem tóku mið af ófyrirséðri verðbólgu með réttlætisrökum. Engu slíku er til að dreifa í Evrópu núna þar sem stjórnmálamenn keppast nú við að leika jólasveina og lofa því að senda kjósendum sínum peninga beint. Segja má að slík aðferðafræði hafi fengið byr undir báða vængi sem viðbrögð við kórónukreppunni þar sem stjórnvöld gripu til þess ráðs að senda fólki pening heim eftir ýmsum forsendum. Hinum megin Atlantsála hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ákveðið að fella niður námslán, nánast með einu pennastriki. Jafnaðarmenn um allan heim virðast þannig keppast við að leika jólasvein núna. Þurfa menn að endurmeta skilgreiningar sínar á pópúlistum?solts

Þýsk stjórnvöld kynntu um síðustu helgi stuðningsaðgerðir upp á sextíu og fimm milljarða evra, meðal annars til að hjálpa almenningi að takast á við hækkandi orkuverð og verðbólgu. Skömmu áður höfðu stjórnvöld í Svíþjóð samþykkt ríkisábyrgðir fyrir fyrirtæki sem höndla orkusamninga á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.

Heildarpakkinn 100 milljarðar evra

Aðgerðapakkinn þýskra stjórnvalda er sá þriðji síðan í febrúar, þegar Rússar réðust inn í Úkraínu - og sá langstærsti. Heildarupphæð stuðningsaðgerðanna nemur núna um 100 milljörðum evra og hefur verið ágreiningur um hana innan þýsku stjórnarinnar. Græningjar og jafnaðarmenn styðja aðgerðirnar. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, kanslari Þýskalands sagði að um væri að ræða stærstu endurbætur á húsnæðisstyrkjum sem gerðar hafa verið í sögu sambandslýðveldisins. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að milljónir lífeyrisþega fá eingreiðslu upp á 300 evrur og námsfólk fær 200 evrur, auk þess sem fólk á húsnæðisbótum fær aukalega aðstoð. Einnig stendur til að framlengja niðurgreiðslu á lestarsamgöngum, eins og gert var í sumar.kjarn

Innan þýsku stjórnarinnar er eins og áður segir ágreiningur en Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að ekki standi til að taka lán til að fjármagna þessar aðgerðir; það verði að hluta til gert með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki, sem hafa sýnt verulegan hagnað að undanförnu, vegna hækkandi orkuverðs. Menn eru mistrúaðir á að þetta gangi upp. Þjóðverjar hafa verið trúir þeirra ákvörðun að loka kjarnorkuverum sínum þó þeir ætli að leyfa tveimur að vera áfram í rekstri fram á næsta vor þegar allt á að vera komið í stopp.

Frakkar á framboðshliðina

Frönsk stjórnvöld nálgast orkuvandann með öðrum hætti og reyna að bæta sem mest í framboðshliðina. Þannig eru þeir að vinna að ráðstöfun til að koma sem flestum nýjum orkuverum í gang á sem skemmstum tíma. Stór hluti 56 kjarnorkuvera landsins, sem ná yfir 70% af innanlandsnotkun, voru ótengd vegna tæknilegra vandamála og viðhalds, þannig að framleiðsla þeirra á þessu ári verður sú minnsta í þrjá áratugi. Frönsk stjórnvöld leggja ofuráherslu á að auka framboð af orku og virðast þannig ætla að nálgast vandamálið sem markaðslegt vandamál. Það á eftir að koma í ljós hvor lausnin virkar betur.