c

Pistlar:

4. júlí 2025 kl. 10:15

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Er sjávarútvegurinn búinn að vera í kauphöllinni?

Efnahagslegar afleiðingar veiðigjaldafrumvarpsins hafa furðu lítið verið í umræðu en þær eru þegar orðnar umtalsverðar og geta orðið enn meiri í framtíðinni. Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki eru skráð í Kauphöll Íslands og þar af tvö þeirra, Ísfélagið og Síldarvinnslan, til þess að gera nýskráð. Gengi bréfa þessara fyrirtækja hefur lækkað um 20 til 25% það sem af er ári og augljóslega hefur dregið verulega úr áhuga fjárfesta. Þeir sem fjárfestu í útboðum þessara félaga hefðu betur sett sig inn í þá pólitísku áhættu sem fylgir fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Þá hafa Samtök skattgreiðenda bent á hið mikla tjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir.jul

Velta má fyrir sér hvort ekki sé búið að spilla eða jafnvel eyðileggja möguleika þess að skrá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Það er undarleg niðurstaða þar sem skráning eykur gagnsæi varðandi starfsemi þeirra en ekki síður gerir hún samkeppnisstöðu þeirra við erlend skráð sjávarútvegsfyrirtæki betri. Það gleymist í hinni einfölduðu og hatrömmu auðlindagjaldaumræðu hér á landi að íslenskur sjávarútvegur á í harðskeyttri baráttu á erlendum mörkuðum, oft við skráð félög sem eru margfalt stærri en íslenskir samkeppnisaðilar þeirra.

Á að opna á erlendar fjárfestingar?

Það er reyndar umhugsunarvert hvort ástæða sé til að endurskoða bann við fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, hefur stungið upp á. Stærð þessara erlendu samkeppnisaðila gæti mælt á móti því en hugsanlega þarf íslenskur sjávarútvegur að endingu að hafa aðgang að meira fjármagni. Þetta helst í hendur við það hvernig sjávarútvegsfyrirtækjunum reiðir af á næstunni. Niðurstaða þessa máls mun síðan senda skilaboð til atvinnulífsins því hver getur fullyrt að aðrar atvinnugreinar, svo sem ferðaiðnaðurinn, fái ekki sömu meðferð.

Fleiri og fleiri í atvinnulífinu velta nú því fyrir sér hvort nægi­lega vel hafi verið metið hvaða áhrif aukn­ar álög­ur og skatta­hækk­an­ir á sjáv­ar­út­veg geti haft á verðmæta­sköp­un í land­inu.

Dregur strax úr fjárfestingum

Morgunblaðið benti á hið augljósa í frétt í gær en þar var sagt frá því að áform um skatta­breyt­ing­ar og aukn­ar álög­ur á sjáv­ar­út­veg hafi þegar haft áhrif á fjár­fest­ing­ar og verk­efni fyr­ir­tækja sem þjón­usta grein­ina. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins hafa nokk­ur fyr­ir­tæki, sem sér­hæfa sig í tækni, búnaði og lausn­um fyr­ir út­gerðir og vinnsl­ur, orðið vör við að verk­efn­um hafi verið frestað og eft­ir­spurn dreg­ist sam­an. Þetta kemur heim og saman við það sem fólk og fyrirtæki úti á landi upplifa en sjávarútvegsfyrirtækin hafa í mörgum tilvikum sett fjárfestingar á ís enda komið á daginn að útfærsla hækkunar veiðigjalda var um margt óljós. Það er ekki nema von að menn segi núna að „leiðréttingin“ standi undir nafni, svo oft er búið að leiðrétta veiðigjaldafrumvarpið.fiskur

Breytt rekstr­ar­skil­yrði

Morgunblaðið segir í frétt sinni að sér­fræðing­ar í grein­inni bendi á að fjár­fest­ing­arþörf hafi byggst upp á und­an­förn­um árum, ekki síst eft­ir erfitt tíma­bil með hátt vaxta­stig. Merki hafi verið um aukna eft­ir­spurn eft­ir tækni­lausn­um og sjálf­virkni í upp­hafi árs­ins, en óvissa vegna breyttra rekstr­ar­skil­yrða og fyr­ir­hugaðra skatta­breyt­inga hafi haft áhrif á þró­un­ina.

„Við höf­um klár­lega orðið vör við þetta. Mörg­um verk­efn­um hef­ur annaðhvort verið slegið á frest eða hrein­lega fallið niður,“ seg­ir Óskar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri tæknifyr­ir­tæk­is­ins Klaka, í samtali við Morgunblaðið en Klaki sér­hæf­ir sig í sjálf­virkni­væðingu fyr­ir sjáv­ar­út­veg. Haft er eftir Óskari að haustið líti út fyr­ir að verða ró­legra en ella og að fyr­ir­tæki þurfi í aukn­um mæli að færa fókus sinn annað vegna þess­ar­ar þró­un­ar.

Hag­kvæmt en slegið af

Það er sláandi að lesa það sem haft er eftir Óskari en hann nefn­ir dæmi um verk­efni sem Klaki hef­ur haft lengi í und­ir­bún­ingi og búið er að leggja mikla hönn­un og þróun í sem hætt hafi verið við. „Þetta var verk­efni sem var aug­ljós­lega hag­kvæmt fyr­ir viðkom­andi fyr­ir­tæki til lengri tíma litið, en áhyggj­ur af rekstr­ar­um­hverf­inu og aukn­um álög­um hafa orðið til þess að ekki er ráðist í fjár­fest­ing­una,“ seg­ir Óskar. Morgunblaðið hefur eftir honum að þessi þróun geti grafið und­an sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á alþjóðamarkaði.

„Þetta er ekki flókið. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er eina al­vöru ­magn­fram­leiðslu­grein­in sem við höf­um á Íslandi. Hún verður ein­fald­lega ekki sam­keppn­is­hæf er­lend­is nema fram­leiðslan sé eins sjálf­virk og mögu­legt er. Ef fyr­ir­tæk­in hafa ekki tök á því að sjálf­virkni­væða fram­leiðsluna sína verða þau ekki sam­keppn­is­hæf,“ seg­ir Óskar. Allt þetta hefuir verið til umræðu á Alþingi þó það henti stjórnarliðum að segja að þetat snúist bara um málþóf.