c

Pistlar:

28. mars 2007 kl. 13:38

Svanur Guðmundsson (svanur.blog.is)

Skaðabætur til hluthafa!

Hvort sem einstaklingum verði refsað eða ekki þá eiga hluthafar sem keyptu hlutafé í Baug á sínum tíma, rétt á skaðabótum frá Baug. Baugur náði í hlutafé með útboði á sínum tíma með reikningum sem núna virðast hafa verið falsaðir. Forsendur útboðsins voru rangar og verðmæti fyrirtækisins því logið. Það kæmi mér ekki á óvart að þeir sem keyptu í Baug á sínum tíma fari í skaðabótamál við Baug þar sem forsendur fyrir útboði félagsins á hlutabréfa markaðinn. Kröfur hluthafa ættu að vera góðar og gildar verði sakfelling í Baugsmálinu. Kröfurnar ættu að vera varðar í lögum nr 14/1905 um lög um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Í 7.gr segir 7. gr. Ef skuldari dregur sviksamlega dul á, eða vanrækir að skýra frá atvikum, er krafan byggist á, eða valda því, að hún verður gjaldkræf, og skuldaranum bar skylda til að segja frá, þá fyrnist skuldin ekki, hvað sem öðru líður, fyrr en 4 ár eru liðin frá þeim degi, er kröfueigandinn fékk vitneskju um þessi atvik, eða eitt ár er liðið frá dánardegi skuldunauts. Það verður spennandi að sjá hvort bankar og verðbréfafyrirtæki sem sáu um útboðið taki málið upp og sæki rétt hluthafanna sem keyptu á sínum tíma.