c

Pistlar:

29. mars 2019 kl. 19:30

Svanur Guðmundsson (svanur.blog.is)

Minnispunktar um Orkupakka 3 - Hvað hefur verið gert

Helstu atriði frá Utanríkisráðuneyti vegna 3ja Orkupakkans










Um sameiginlegan skilning um gildi þriðja orkupakkans.



















Lagabreytingin:














Álit Stefáns Más Stefánssonar og    Skúla Magnússonar:















Umsókn um að vera á PCI lista dregin til baka

29 mars  2019

Helstu atriði:

  • Ríkisstjórnin hefur samþykkt að senda til Alþingis þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans.
  • Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. Þá þarf jafnframt að taka á nýjan leik afstöðu til þess hvort reglurnar standist stjórnarskrá.
  • Allir fræðimenn sem að málinu hafa komið eru sammála um að sú leið sem lögð er til við innleiðingu sé í fullu samræmi við stjórnarskrá.
  • Sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB á gildi þriðja orkupakkans er að stór hluti ákvæða hans gilda ekki eða hafi neina raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar á innri raforkumarkað ESB.
  • Ennfremur er þar áréttað að ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggi alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum.
    Um er að ræða orkupakka á íslenskum forsendum. Hann er tekinn upp í íslenskan rétt á þeirri forsendu að Ísland er ekki tengt við raforkumarkað ESB.

Sameiginlegur skilningur um gildi þriðja orkupakkans gagnvart Íslandi

Guðlaugur Þórðarson ráðherra og Miguel Arias Canete framkvæmdastjóri orkumála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ræddu hinn 20. mars 2019 þriðja orkupakka ESB, með hliðsjón af einstökum aðstæðum á Íslandi að því er varðar endurnýjanlega orku og orkumarkaði. Þeir tóku fram að þátttaka Íslands í EES (Evrópska efnahagssvæðinu) hefði reynst íslenskum borgurum afar vel sem og Evrópusambandinu. Ísland og aðrir aðilar að EES hafa beitt reglum Evrópusambandsins um orkumál, sem lagaðar eru að sérstökum aðstæðum EES, með árangursríkum hætti í meira en áratug. Þessar reglur hafa raunar fært neytendum fleiri valmöguleika og stuðlað að því að gera orkumarkaði skilvirkari.

Að því er varðar innleiðingu þriðja orkupakkans á Íslandi eru aðstæður á Íslandi verulega frábrugðnar þeim sem eru til staðar í löndum þar sem orkunet tengjast yfir landamæri. Þess vegna hentar hið sérstaka fyrirkomulag fyrir Ísland, sem sameiginlega EES-nefndin samþykkti, þar sem komist er hjá allri ónauðsynlegri byrði, best fyrir íslenskar aðstæður.  

Raforkukerfi Íslands er eins og stendur einangrað kerfi og ekki tengt við raforkusæstreng milli Íslands og orkukerfis innri markaðar ESB. Í því ljósi hefur stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans, þ.e. þau sem varða viðskipti og grunnvirki fyrir raforku yfir landamæri, ekki gildi eða neina raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar.  Þar af leiðandi munu ákvæði um ACER (Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði) og reglugerðin um raforkuviðskipti yfir landamæri[*] ekki hafa nein merkjanleg áhrif á fullveldi Íslands í orkumálum.

Verði grunnvirki yfir landamæri sett upp í framtíðinni hefur eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvörðunarvald um málefni sem ná yfir landamæri, en ekki ACER. Þetta hefur verið samþykkt í viðkomandi aðlögunartexta sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 frá 5. maí 2017 sem endurspeglar sjálfstæði stofnana EFTA undir „tveggja stoða kerfi“ samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.   

Gildandi ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa engin áhrif á fullveldi ríkisstjórnar Íslands yfir orkuauðlindum Íslands og ákvörðunarvald yfir nýtingu og stjórnun þeirra. Ákvörðunarvald um raforkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggur alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum.  Ákvæði þriðja orkupakkans eins og þau gilda gagnvart Íslandi breyta ekki núverandi lagalegri stöðu að þessu leyti.

[*]  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 frá 13. júlí 2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 714/2009 frá 13. júlí 2009 um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri.

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)
Málsefni
Með frumvarpinu og tillögunni til breytingar á þingsályktun 26/148 er lagt til að kveðið verði á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis.

Með frumvarpinu er lagt til að við raforkulög nr. 65/2003 verði bætt ákvæði þess efnis að um tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng fari samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Með tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, er lagt til að nýtt áhersluatriði bætist þar við sem varðar mögulegar tengingar raforkukerfisins við raforkukerfi annarra landa. Er þar bætt við tölulið sem er á þá leið að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfi landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Skal það samþykki liggja fyrir áður en framkvæmdir sem varða slíka tengingu geta farið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Til grundvallar slíkri ákvörðun Alþingis skal liggja heildstætt mat á umhverfis-, samfélags-, og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar.

Markmið þingmálanna er að taka af allan vafa um að slíkar framkvæmdir, þ.e. lagning raforkusæstrengs til annars lands, eru ávallt háðar samþykki Alþingis og ákvarðanir um þær eru ávallt alfarið á forræði íslenskra stjórnvalda. Er talið eðlilegt að árétta þetta sérstaklega í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Stjórnskipunarvandinn

Stefán Már Stefánsson prófessor vann ásamt Friðriki Árna Friðrikssyni Hirst álitsgerð um stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB og EFTA vegna þriðja orkupakka ESB.

„Með þessari leið er stjórnskipunarvandinn settur til hliðar að sinni og reglugerðin innleidd á þeim forsendum að þau ákvæði hennar sem fjalla um flutning raforku yfir landamæri eigi ekki við hér á landi og hafi því ekki raunhæfa þýðingu. Það þýðir í raun að gildistaka þeirra er háð tilteknum frestsskilyrðum. Grunnforsenda þessarar lausnar er sú að þriðji orkupakkinn leggi ekki skyldur á Ísland til að koma á fót grunnvirkjum yfir landamæri heldur sé ákvörðun um það alfarið á forræði Íslands. Þetta er önnur þeirra leiða sem lögð var til í áliti okkar Friðriks og að okkar mati er upptaka og innleiðing gerðarinnar með þessum hætti heimil samkvæmt stjórnarskrá, enda er lagalegur fyrirvari um að þessi tilteknu ákvæði komi ekki til framkvæmda fyrr en lagagrundvöllurinn, þar með talið stjórnskipunarvandinn, hefur verið tekinn til endurskoðunar á Alþingi. Það er ennfremur mikilvægt að náðst hafi með orkumálastjóra Evrópusambandsins sameiginlegur skilningur hvað þessa grundvallarforsendu Íslands varðar og sérstöðu Íslands. Þótt slík yfirlýsing sé pólitísk í eðli sínu þá hefur hún engu að síður verulegt gildi og þýðingu í þessu samhengi,“ segir Stefán Már Stefánsson prófessor.

Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, vann einnig álitsgerð um stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB og EFTA vegna þriðja orkupakka ESB.

„Mín niðurstaða er sú að innleiðing reglugerðarinnar samræmist íslenskum stjórnlögum og gangi raunar skemur í framsali valdheimilda heldur en til dæmis framsal vegna evrópsk fjármálaeftirlits sem samþykkt var hér á landi fyrir ekki svo löngu. Þótt ég hafi talið rétt að leggja til grundvallar áliti mínu þá forsendu að tenging Íslands við orkumarkað Evrópusambandsins sé raunhæf, liggur engu að síður fyrir að við núverandi aðstæður hafa umræddar heimildir enga hagnýta þýðingu hér á landi, líkt og skýrt kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands og orkumálastjóra Evrópusambandsins. Ég vil ennfremur árétta í þessu sambandi að innleiðing orkupakkans felur á engan hátt í sér skyldu af hálfu íslenska ríkisins til að koma á eða leyfa samtengingu íslensks raforkumarkaðs við önnur ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Umrædd yfirlýsing sýnir raunar ágætlega að þessi skilningur er óumdeildur,“ segir Skúli Magnússon dósent.


Úr Fréttatilkynningu Utanríksiráðuneytis og Atvinnumálaráðauneytis frá 22 mars.

Á sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna 20. mars sl. var ákveðið að draga til baka umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink inn á fjórða PCI-listann (e. Projects of Common Interest). Hefur erindi þess efnis þegar verið sent.


Samantekið 29 mars 2019

Svanur Guðmundsson