Viðskiptapúlsinn

Viðskiptapúlsinn er vikulegur þáttur um viðskipti og efnahagsmál sem tekinn er upp á ritstjórn Morgunblaðsins. Hér að neðan má spila nýjustu þættina. Einnig er hægt að nálgast Viðskiptapúlsinn sem hlaðvarp (podcast) gegnum iTunes eða á þessari vefslóð.

Fréttamenn Viðskiptapúlsins

Viðskiptapúlsinn – þættir


Viðskiptapúlsinn, 42. þáttur (15.1.2020): Atlanta átti gott ár í fyrra, þrátt fyrir háa skattgreiðslu í Saudi Arabiu, jólavertíðin var góð í Kokku, sem er nú í stærra húsnæði, og áform um uppbyggingu á Kringlusvæði frestast. Sveinbjörn Finnsson hjá Landsvirkjun ræðir orkumarkaðinn á Norðurlöndum og uppgang Kína á álmarkaði.

Viðskiptapúlsinn, 41. þáttur (8.1.2020): Nýtt hótel mun að öllum líkindum rísa við Skúlagötu, Valitor er í rekstrarerfiðleikum og Heimsferðir sækja fram á markaði eftir þung ár í fyrra. Sveinn Þórarinsson hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum ræðir um flugmarkaðinn og áskoranirnar sem Icelandair stendur frammi fyrir.

Viðskiptapúlsinn, 40. þáttur (18.12.2019): Rætt um fjölgun starfa hjá hinu opinbera, viðtal við Seðlabankastjóra og mikinn áhuga á borðspilum fyrir jólin. Rætt við Ernu Björg Sverrisdóttur, aðalhagfræðing Arion banka.

Viðskiptapúlsinn, 39. þáttur (11.12.2019): Rætt um áhrif óveðursins á fjölda fyrirtækja, stöðuna á kyrrsetningu MAX-véla Icelandair og nýja nálgun stjórnvalda á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi.

Viðskiptapúlsinn 38. þáttur (6.12.2019): Rætt er við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka, um efnahagsmál. Sér í lagi jákvæðar tölur frá Seðlabankanum í vikunni um greiðslujöfnuð, hvort verið sé að mála skrattann á vegginn í tali um íslenskt efnahagslíf og hvort flugfélagið Play sé nauðsynlegt til þess að rétta þjóðarskútuna af.

Viðskiptapúlsinn, 37. þáttur (27.11.2019): Rætt um Play, fyrirhugað flug milli Íslands og Kína, Black Friday, nýjan tölvuleik frá forsprökkum Tea Time og eignarhluti forstjóra kauphallarfélaganna í félögunum sjálfum. Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, mætti einnig í settið.

Viðskiptapúlsinn, 36. þáttur. (20.11.2019): Rætt um uppsagnir í bankakerfinu, erfiða stöðu rútufyrirtækja í kjölfar samdráttar í ferðaþjónustu, fyrirætlanir um stofnun nýs flugfélags og margt, margt fleira.

Viðskiptapúlsinn, 35. þáttur. (13.11.2019): Rætt um nýja Samherjamálið, flugfélagið Play og mongólsk tjöld á Suðurlandi. Davíð Þorláksson frá Samtökum atvinnulífsins mætti í þáttinn og ræddi menntamál og samkeppnishæfni.

Viðskiptapúlsinn, 34. þáttur. (6.11.2019): Rætt um nýtt flugfélag, Play, veru Íslands á gráum lista í tengslum við peningaþvætti og margt fleira. Dr. Gunnar Gunnarsson hjá CreditInfo kíkir í heimsókn og ræðir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi.

Viðskiptapúlsinn, 33. þáttur. (30.10.2019): Rætt um fréttir vikunnar í ViðskiptaMogganum. Kollagen, stýrivextir og ný stefna Íslandsstofa.

Viðskiptapúlsinn 32. þáttur. (24.10.2019): Rætt er við Pál Þorsteinsson upplýsingafulltrúa Toyota og farið er yfir helstu fréttir úr ViðskiptaMogganum.

Viðskiptapúlsinn, 31. þáttur (16.10.2019): Ítarlega er rætt við Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki. Auk þess er farið yfir helstu fréttir úr ViðskiptaMogganum þar sem stórt viðtal við Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, bar m.a. á góma.

Viðskiptapúlsinn, 30. þáttur (9.10.2019): Rætt er um helstu fréttir í ViðskiptaMogganum. M.a. er komið inn á flugrekstur, Fóðurblönduna, endurunnar plastflöskur Coca-Cola og hugbúnaðarfyrirtækið GRID.

Viðskiptapúlsinn, 29. þáttur (7.10.2019): Viðtal við Sveinbjörn Indriðason, forstjóra Isavia.

Viðskiptapúlsinn, 28. þáttur (2.10.2019): Rætt var um fréttir dagsins í ViðskiptaMogganum í dag. Fasteignasjóðir Gamma, hugsanlegt aukið framboð skuldabréfa fyrirtækja og miðopnuviðtal við Bjarka Gunnlaugsson, umboðsmann hjá Stellar Group, er á meðal þess sem tekið er fyrir.

Viðskiptapúlsinn, 27. þáttur. (25.9.2019): Farið er yfir helstu fréttir í ViðskiptaMogganum í dag og m.a. rætt um miðopnuviðtal við Magnús Berg hjá NORR11, nýja þjónustu Plattans.is auk þess sem ítarlega er rætt við Jón Axelsson, framkvæmdastjóra Skólamatar.

Viðskiptapúlsinn, 26. þáttur. (18.9.2019): Rætt er við Margréti Pétursdóttur, nýráðinn forstjóra EY á Íslandi, farið er yfir helstu fréttir úr ViðskiptaMogganum í dag og m.a. rætt um vöxt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og lausafjárstöðu Icelandair sem er sterk að sögn Boga Nils, forstjóra félagsins.

Viðskiptapúlsinn, 25. þáttur (11.9.2019): Rætt er við Viggó Ásgeirsson, starfsmannastjóra og einn stofnenda Meniga, ásamt því að farið er yfir það helsta sem var í fréttum í ViðskiptaMogganum.

Viðskiptapúlsinn, 24. þáttur. (4.9.2019): Rætt var um það helsta sem fram kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag; m.a. offjárfestingu á hópbifreiðum, starfsemi Paystra í Litháen og tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hefur í 10 þúsund eintökum.

Viðskiptapúlsinn 23.þáttur (28.8.2019): Farið var yfir helstu fréttir í ViðskiptaMogga dagsins, en þar er m.a. að finna umfjöllun um hugsanlega einkavæðingu Leifsstöðvar auk fréttaskýringar um þöggun hagsmunaárekstra innan sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins, kemur í spjall og fer yfir stöðuna á bifreiðamarkaði.