Viðskiptapúlsinn

Viðskiptapúlsinn er vikulegur þáttur um viðskipti og efnahagsmál sem tekinn er upp á ritstjórn Morgunblaðsins. Hér að neðan má spila nýjustu þættina. Einnig er hægt að nálgast Viðskiptapúlsinn sem hlaðvarp (podcast) gegnum iTunes eða á þessari vefslóð.

Fréttamenn Viðskiptapúlsins

Viðskiptapúlsinn – þættir


Viðskiptapúlsinn, 31. þáttur (16.10.2019): Ítarlega er rætt við Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki. Auk þess er farið yfir helstu fréttir úr ViðskiptaMogganum þar sem stórt viðtal við Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, bar m.a. á góma.

Viðskiptapúlsinn, 30. þáttur (9.10.2019): Rætt er um helstu fréttir í ViðskiptaMogganum. M.a. er komið inn á flugrekstur, Fóðurblönduna, endurunnar plastflöskur Coca-Cola og hugbúnaðarfyrirtækið GRID.

Viðskiptapúlsinn, 29. þáttur (7.10.2019): Viðtal við Sveinbjörn Indriðason, forstjóra Isavia.

Viðskiptapúlsinn, 28. þáttur (2.10.2019): Rætt var um fréttir dagsins í ViðskiptaMogganum í dag. Fasteignasjóðir Gamma, hugsanlegt aukið framboð skuldabréfa fyrirtækja og miðopnuviðtal við Bjarka Gunnlaugsson, umboðsmann hjá Stellar Group, er á meðal þess sem tekið er fyrir.

Viðskiptapúlsinn, 27. þáttur. (25.9.2019): Farið er yfir helstu fréttir í ViðskiptaMogganum í dag og m.a. rætt um miðopnuviðtal við Magnús Berg hjá NORR11, nýja þjónustu Plattans.is auk þess sem ítarlega er rætt við Jón Axelsson, framkvæmdastjóra Skólamatar.

Viðskiptapúlsinn, 26. þáttur. (18.9.2019): Rætt er við Margréti Pétursdóttur, nýráðinn forstjóra EY á Íslandi, farið er yfir helstu fréttir úr ViðskiptaMogganum í dag og m.a. rætt um vöxt í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og lausafjárstöðu Icelandair sem er sterk að sögn Boga Nils, forstjóra félagsins.

Viðskiptapúlsinn, 25. þáttur (11.9.2019): Rætt er við Viggó Ásgeirsson, starfsmannastjóra og einn stofnenda Meniga, ásamt því að farið er yfir það helsta sem var í fréttum í ViðskiptaMogganum.

Viðskiptapúlsinn, 24. þáttur. (4.9.2019): Rætt var um það helsta sem fram kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag; m.a. offjárfestingu á hópbifreiðum, starfsemi Paystra í Litháen og tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hefur í 10 þúsund eintökum.

Viðskiptapúlsinn 23.þáttur (28.8.2019): Farið var yfir helstu fréttir í ViðskiptaMogga dagsins, en þar er m.a. að finna umfjöllun um hugsanlega einkavæðingu Leifsstöðvar auk fréttaskýringar um þöggun hagsmunaárekstra innan sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins, kemur í spjall og fer yfir stöðuna á bifreiðamarkaði.

Viðskiptapúlsinn, 22. þáttur (21.8.2019): Farið var yfir helstu fréttir í ViðskiptaMogga dagsins, en þar má m.a. finna ítarlegt viðtal við Skúla Gunnar Sigfússon, stofnanda Subway á Íslandi.

Viðskiptapúlsinn, 21. þáttur (14.8.2019): Rætt um hræringar á steypumarkaði, fjármagn sem kom frá aflandseyjum í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans, framtíð lyfjarmarkaðarins á Íslandi og bullandi gang í sölu áskrifta að enska boltanum. Einnig rætt við Snorra Jakobsson frá Capacent um nýjustu uppgjör bankanna.

Viðskiptapúlsinn 20. þáttur (7.8.2019): Farið var yfir helstu fréttir úr ViðskiptaMogga dagsins. Þá var rætt við Svein Þórarinsson, sérfræðing Landsbankans, um svart uppgjör Icelandair í síðustu viku.

Viðskiptapúlsinn 19. þáttur (31.7.2019): Rætt var við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Þá var farið yfir helstu fréttir úr ViðskiptaMogganum m.a. hugsanleg kaup Bluebird og Air Atlanta á eignum úr þrotabúi WOW air.

Viðskiptapúlsinn, 18. þáttur (24.7.2019): Flugmálin eru í brennidepli í kjölfar ítarlegs viðtals við Michele Ballarin sem birt var í ViðskiptaMogganum í morgun. Eigendur IKEA fá 500 milljónir í arð, annað árið í röð, Icelandic Tourism Fund hyggst rifa seglin á komandi árum og nýtt snjallforrit borgar ungu fólki fyrir að taka spurningakannanir. Jón Karl Ólafsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group mætti í þáttinn.

Viðskiptapúlsinn, 17. þáttur (17.7.2019): Rætt um fyrirætlanir Vincent Tan um uppbyggingu lúxushótels, möguleikana á beinu flugi milli Íslands og Asíu, hrun í bílasölu og blandveruleikann í tölvuleikjaheiminum. Þá er rætt við Vigni S. Halldórsson, hjá MótX sem þekkir byggingamarkaðinn betur en flestir.

Viðskiptapúlsinn, 16. þáttur (10.7.2019): Risaflugfélagið Emirates jafnvel á leið til landsins og forsætisráðherra vinnur nú að því að velja nýjan seðlabankastjóra. Í þættinum er einnig rætt við Hörð Ægisson viðskiptaritstjóra Fréttablaðsins sem fer yfir stöðuna á flugmarkaði, seðlabankamál og hrókeringar á vettvangi Arion banka.

Viðskiptapúlsinn, 15. þáttur (5.7.2019): Sérútgáfa af Viðskiptapúlsinum. Ítarlegt viðtal við Óla Björn Kárason, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem rætt er um skattamál, einkavæðingu, ríkisrekstur og sitthvað annað áhugavert.

Viðskiptapúlsinn, 14. þáttur (3.7.2019): Fjallað um helstu fréttir ViðskiptaMoggans, skattsvik, starfsaldur forstjóra fyrirtækja í Kauphöll Íslands, innreið Blámars og HB Granda á netverslanamarkaðinn í Kína og margt fleira. Einnig ítarlegt viðtal við Birgi Jónsson, nýráðinn forstjóra Íslandspósts.

Viðskiptapúlsinn, 13. þáttur. (26.6.2019): Rætt var við Stefán Brodda Guðjónsson hjá Arion banka um vaxtalækkun Seðlabankans. Fréttaskýring um viðræður Icelandair við Boeing og Airbus, var tekin fyrir ásamt fleiru sem fram kom í ViðskiptaMogganum í dag.

Viðskiptapúlsinn, 12. þáttur. (19.6.2019): Fjallað um helstu viðskiptafréttir dagsins þar sem fjártæknilausnir koma mjög við sögu. Einnig fjallað um tekjur íslenskra tónlistarmanna af Spotify. Þóroddur Bjarnason ræðir sérstaklega við Sölva Blöndal, stofnanda og eiganda Alda Music.