Ónauðsynlegt að vera með fleiri en eitt flugfélag

Michele Ballarin hyggst endurreisa WOW air.
Michele Ballarin hyggst endurreisa WOW air. Haraldur Jónasson/Hari

Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Travelco og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir í Viðskiptapúlsinum í dag, hlaðvarpi viðskiptaritstjórnar Morgunblaðsins, að það sé ekki nauðsynlegt að vera með fleiri en eitt flugfélag hér á landi.

Tilefnið er ítarlegt viðtal sem birtist í ViðskiptaMogganum í dag við Michele Ballarin, bandaríska athafnakonu, sem hyggst endurreisa WOW air. Í því kom m.a. fram að þjóðríki ættu ekki að vera háð einu flugfélagi því „þá ertu að borga of há flugfargjöld,“ að sögn Ballarin.

Michele Ballarin
Michele Ballarin mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki lengur fákeppnismarkaður

Að sögn Jóns Karls er flugmarkaður á Íslandi ekki stór en aftur á móti hafi samkeppnin aldrei verið meiri en í dag.

Það sem ég hef sagt í gegnum tíðina er að samkeppni í flugi til og frá Íslandi hefur aldrei verið meiri en hún er í dag. Ef við förum bara 10 til 20 ár aftur í tímann, þegar Icelandair var hér allsráðandi á markaði, með innkomu minni flugfélaga hvort sem það var Arnarflug eða Iceland Express og fleira, á þessum tíma var þetta fyrst og fremst í besta falli fákeppnismarkaður,“ segir Jón Karl Ólafsson.

„Í dag ertu kominn með yfir 20 flugfélög sem fljúga hingað. Þar af 15 til 16 sem fljúga hingað allt árið um kring. Auðvitað er íslenski markaðurinn í dag ágætlega dekkaður af flugi. Það kemur fram í viðtalinu að það sé nauðsynlegt að vera með fleiri en eitt flugfélag. Það er í sjálfu sér engin nauðsyn og að mínu viti ekki þannig sem slíkt. Það segir það hins vegar ekki að ef það er hægt að halda uppi sjálfbærum rekstri á fleiri en einu flugfélagi, þá væri það alveg frábært. En vandinn er auðvitað sá, og sagan hefur sýnt okkur það, að þetta hefur ekki verið sjálfbær rekstur sem hefur verið að koma hér in,“ segir Jón Karl.

Jón Karl Ólafsson.
Jón Karl Ólafsson. mbl.is/Brynjar Gauti

„Það má segja að í gegnum árin og áratugina þá hafi þessi félög sem hafa komið inn á markaðinn ekki verið að skila nægilega góðri afkomu til þess að raunverulega vera sjálfbær, til lengri tíma litið. Það er auðvitað vandamál,“ segir Jón Karl.

Hlusta má á átjánda þátt Viðskipta­púls­ins hér að neðan Þá má einnig nálg­ast þátt­inn í gegn­um helstu podcast-veit­ur hjá Itu­nes, Spotify og Google Play.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Arionbanki