Niðurlægði seðlabankastjórann

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu áætlun um afnám hafta á blaðamannafundi í Hörpu sumarið 2015. mbl.is/Golli

Í nýútkominni bók Sigurðar Más Jónssonar, blaðamanns, Afnám haftanna - Samningar aldarinnar?, er skyggnst að tjaldabaki þegar íslensk stjórnvöld unnu að því með talsverðri leynd að losa um fjármagnshöft sem sett höfðu verið í kjölfar falls íslensku bankanna 2008. Bókin er gefin út í flokki þjóðmálarita Almenna bókafélagsins.

Sigurður Már Jónsson er gestur Viðskiptapúlsins, hlaðvarps ViðskiptaMoggans, að þessu sinni og ræðir þar um bókina og þann lærdóm sem hann dregur af áralöngum rannsóknum sem tengjast efni hennar.

Í bókinni er m.a. gerð ítarleg grein fyrir þeim átökum sem urðu milli Seðlabanka Íslands annars vegar og hins vegar forsvarsmanna ríkisstjórnarflokkanna og fulltrúa þeirra í aðgerðahópi um afnám fjármagnshafta.

Virðast þau átök nærri því hafa kostað Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra starfið sem var auglýst í orrahríðinni miðri. Nðurstaðan varð þó sú að Bjarni Benediktsson, endurskipaði Má til fimm ára.

Köldu andaði milli seðlabankstjóra og forsætisráðherra þar sem hinn síðarnefndi …
Köldu andaði milli seðlabankstjóra og forsætisráðherra þar sem hinn síðarnefndi taldi bankann draga lappirnar við haftaafnámið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á þessum tíma var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, einn helsti gagnrýnandi bankans og taldi, samkvæmt heimildum bókarhöfundar, að bankinn drægi lappirnar þegar kæmi að aðgerðum tengdum haftaafnáminu. Á einum tímapunkti virðist forsætisráðherra hafa gripið til heldur óvenjulegra ráðstafana til að setja seðlabankastjóranum stólinn fyrir dyrnar.

Sigurður Már Jónsson er höfundur nýrrar bókar um afnám haftanna …
Sigurður Már Jónsson er höfundur nýrrar bókar um afnám haftanna 2015.

Gefum Sigurði Má orðið:

„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi að hópurinn sem vann að haftaafnáminu myndi hittast sem fyrst og kaus að hafa dálitla athöfn í kringum það. Engan stað vissi hann betri til þess en bústað forsætisráðherra á Þingvöllum.

[...]

Bókin kemur út í flokki þjóðmálarita Almenna bókafélagsins.
Bókin kemur út í flokki þjóðmálarita Almenna bókafélagsins.

Gestir voru boðaðir klukkan 19 og fljótlega hélt Sigmundur Davíð stutta ræðu þar sem hann brýndi fyrir þeim mikilvægi þess að gefa ekkert eftir í þeirri baráttu sem framundan var. Hann greip til samlíkingar við lest sem brunaði áfram í átt að gili og myndi hún steypast ef hún færði sig ekki yfir á aðra teina. Björgunin gæti falist í falinni brú sem bera myndi lestina inn á nýja braut. Fundarmenn skildu samlíkinguna enda dró hann ekki dul á að efnahagsleg velferð þjóðarinnar ylti á því að þeim tækist vel til í vinnunni framundan.

Þetta var kvöld eins og þau gerast fegurst í þjóðgarðinum. Eftir ræðu forsætisráðherra gengu gestir út fyrir og nutu útsýnis og veðurblíðu með glas í hendi. Má Guðmundsson seðlabankastjóra hafði verið boðið til fundarins en tjáð að hann hæfist klukkan 20. Það var gert að undirlagi Sigmundar Davíðs sem vildi sýna honum að Seðlabankinn væri ekki í bílstjórasætinu í þeirri vinnu sem framundan var. Þegar Már kom á Þingvöll gekk hann glaður og reifur inn í hópinn en varð þess fljótt áskynja að athöfnin hafði byrjað nokkru áður. Nærstaddir tóku eftir því að við það fölnaði hann og varð órór. Mótttakan stóð til miðnættis og voru gestir fluttir til Reykjavíkur í rútu. Már hafði hins vegar látið sækja sig nokkru áður og horfið brúnaþungur á braut.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Arionbanki