Efnisorð: greiningardeild Íslandsbanka

Viðskipti | mbl | 15.4 | 12:55

Kortaveltuhallinn aldrei minni

Ferðamenn við Geysi um páskana. Aukning í kortaveltu útlendinga og samdráttur í kortaveltu Íslendinga hefur …
Viðskipti | mbl | 15.4 | 12:55

Kortaveltuhallinn aldrei minni

Kortaveltutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins benda til þess að einkaneysla hafi dregist saman að raunvirði á fyrsta ársfjórðungi. Tölurnar sýna á hinn bóginn áframhaldandi myndarlegan vöxt erlendrar kortaveltu hér á landi. Kortaveltuhallinn hefur aldrei verið minni á fyrsta ársfjórðungi. Meira

Viðskipti | mbl | 5.4 | 13:34

Skuldaleiðréttingar að skila sér

Skuldaleiðréttingar virðast vera að skila sér, en fleiri heimili eiga auðveldara að ná endum saman …
Viðskipti | mbl | 5.4 | 13:34

Skuldaleiðréttingar að skila sér

Fjárhagsstaða heimilanna virðist hafa batnað nokkuð á milli áranna 2011 og 2012 samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar sem birt var í morgun. Í fyrra áttu 63.500 heimili auðvelt með að ná endum saman í heimilisrekstri sínum samanborið við 58.800 árinu áður. Meira

Viðskipti | mbl | 26.3 | 12:43

Seðlabankinn andar léttar

Seðlabanki Íslands
Viðskipti | mbl | 26.3 | 12:43

Seðlabankinn andar léttar

Verðbólgutölurnar nú ættu að falla Seðlabankamönnum vel í geð. Við vaxtaákvörðunina í síðustu viku var óhagstæð verðbólgumæling í febrúar nánast einu mótrökin gegn því að halda vöxtum óbreyttum, og sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar að ef verðbólga hjaðnaði hægar þyrfti að draga úr slaka peningastefnunnar. Meira

Viðskipti | mbl | 22.3 | 13:28

Vaxtafuglar í Seðlabankanum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands: Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Katrín Ólafsdóttir lektor við Háskólann í …
Viðskipti | mbl | 22.3 | 13:28

Vaxtafuglar í Seðlabankanum

Aðalhagfræðingur Seðlabankans, Þórarinn G. Pétursson, er vaxtahaukurinn meðal meðlima peningastefnunefndar bankans, en Gylfi Zoega er vaxtadúfan. Þá virðist nýjasti meðlimur nefndarinnar, Katrín Ólafsdóttir, talsvert minni hávaxtasinni en forveri hennar. Meira

Viðskipti | mbl | 15.3 | 12:17

Spá hjaðnandi verðbólgu

Greiningardeildin spáir því að ferðaliðurinn verði helsti lækkunarvaldur vísitölunnar í þessum mánuði
Viðskipti | mbl | 15.3 | 12:17

Spá hjaðnandi verðbólgu

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að 12 mánaða verðbólga muni hjaðna nokkuð í mars og fara úr 4,8% niður í 4,3%. Gert er ráð fyrir að á komandi mánuðum muni svo verðbólgan halda sig í kringum 4%. Meira

Viðskipti | mbl | 8.3 | 14:36

Efnahagsbatinn gengur hægar en spáð var

Hagvöxtur mældist mun minni á árinu en gert hafði verið ráð fyrir.
Viðskipti | mbl | 8.3 | 14:36

Efnahagsbatinn gengur hægar en spáð var

Hagvöxtur mældist nokkru minni á síðasta ári en flestir höfðu gert ráð fyrir. Vöxturinn var 1,6%, og hægði verulega á honum frá árinu 2011 þegar hagvöxtur mældist 2,9% samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Minni fjárfesting og meiri innflutningur en vænst var virðist skýra lítinn vöxt í fyrra að miklu leyti. Meira

Viðskipti | mbl | 7.3 | 13:01

Sjóðirnir stækkuðu um 1,3 milljarð á dag

Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 40 milljarða í janúar.
Viðskipti | mbl | 7.3 | 13:01

Sjóðirnir stækkuðu um 1,3 milljarð á dag

Eignir lífeyrissjóðanna jukustu um 40 milljarða í janúar, eða sem nemur um 1,3 milljarði á hverjum degi. Góð ávöxtun á innlendum sem erlendum hlutabréfamörkuðum ásamt lækkun á neikvæðri afleiðustöðu eru helstu skýringar þessarar aukningar. Meira

Viðskipti | mbl | 1.3 | 12:50

Árið 2013 byrjar með látum

Ferðamenn hafa aldrei skilað jafn miklu í gjaldeyri og á síðasta ári. Árið í ár …
Viðskipti | mbl | 1.3 | 12:50

Árið 2013 byrjar með látum

Samanlagt skiluðu samgöngur og ferðalög 82,2 milljarða afgangi í fyrra, samanborið við 68,3 milljarða árið 2011. Þýðir þetta með öðrum orðum að ferðamennska og aðrir flutningar hafi skilað 13,9 milljörðum meira af gjaldeyrisinnflæði í fyrra en árið á undan. Árið 2013 byrjar einnig með látum, en kortveltuhalli hefur aldrei verið minni. Meira

Viðskipti | mbl | 19.2 | 12:05

Spá hækkandi verðbólgu

Útsölulok hafa töluverð áhrif á vísitölu neysluverðs í febrúar, ef spá Íslandsbanka gengur eftir.
Viðskipti | mbl | 19.2 | 12:05

Spá hækkandi verðbólgu

Tólf mánaða verðbólga mun hækka úr 4,2% upp í 4,3% gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir. Gerir bankinn ráð fyrir að hún muni svo hjaðna á næstu mánuðum, en þó haldast yfir 3%. Meira

Viðskipti | mbl | 11.2 | 12:59

Minna atvinnuleysi vegna kerfisbreytinga

Gert er ráð fyrir að atvinnuleysistölur lækki í janúar vegna kerfisbreytinga.
Viðskipti | mbl | 11.2 | 12:59

Minna atvinnuleysi vegna kerfisbreytinga

Atvinnuleysi í janúar mun að öllum líkindum mælast nokkuð minna en í desember og verður væntanlega komið niður í 5,1% til 5,5%. Mun þetta gerast þrátt fyrir að hefðbundin árstíðaráhrif orsaki að jafnaði aukningu á þessum tíma. Ástæðuna má finna í kerfisbreytingum sem gerðar voru á atvinnuleysisbótum. Meira

Viðskipti | mbl | 25.1 | 12:05

Lítið um batamerki í raunhagkerfinu

Þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna Evrópusambandsins, þá virðist batinn ekki hafa skilað sér í raunhagkerfið
Viðskipti | mbl | 25.1 | 12:05

Lítið um batamerki í raunhagkerfinu

Undanfarnar vikur hafa forsvarsmenn Evrópusambandsins og Evrópska Seðlabankans stigið fram, hver á fætur öðrum, og lýst því yfir að það versta sé nú afstaðið í skuldakreppunni á evrusvæðinu. Enn hefur batinn þó ekki skilað sér í raunhagkerfið. Meira

Viðskipti | mbl | 18.1 | 10:55

Spá því að verðbólgan fari undir 4%

Skýrustu árstíðabundnu sveiflurnar í verðlagi á Íslandi eru vegna útsalna verslana. MYNDATEXTI: Útsala í Kringlunni
Viðskipti | mbl | 18.1 | 10:55

Spá því að verðbólgan fari undir 4%

Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs haldist óbreytt í janúar frá fyrri mánuði, en það leiðir til þess að 12 mánaða verðbólga lækkar úr 4,2% niður í 3,9%. Á næstu misserum gerir greiningin svo ráð fyrir 3 til 4% verðbólgu. Meira

Viðskipti | mbl | 11.1 | 15:10

Mjög hátt hlutfall innlána hérlendis

Fjármunir munu í auknum mæli leita á hlutabréfamarkaðinn á þessu ári að mati greiningardeildar Íslandsbanka.
Viðskipti | mbl | 11.1 | 15:10

Mjög hátt hlutfall innlána hérlendis

Hlutfall innlána á bankareikningum er mjög hátt hérlendis samanborið við meðaltal OECD-ríkjanna. Líklegt er að einhver hluti þessa fjármagns leiti á hlutabréfamarkaðinn á næstunni. Við það bætist að íslensku lífeyrissjóðirnir eru enn með frekar lágt hlutfall af fjárfestingum sínum bundið í hlutabréfum. Meira

Viðskipti | mbl | 11.1 | 13:44

Hlutabréfamarkaðurinn enn lítill

Kauphöll Íslands.
Viðskipti | mbl | 11.1 | 13:44

Hlutabréfamarkaðurinn enn lítill

Þrátt fyrir mikinn vöxt hlutabréfamarkaðarins hér á landi síðasta árið, eru Íslendingar enn langt á eftir öðrum löndum. Greining Íslandsbanka segir að smæð hagkerfisins og frekar fábreyttar undirstöður munu líkast til hamla því að stærð íslenska hlutabréfamarkaðarins nái erlendum meðaltölum. Meira

Viðskipti | mbl | 7.1 | 15:06

Krónan á erfitt uppdráttar á veturna

Seðlabanki Íslands
Viðskipti | mbl | 7.1 | 15:06

Krónan á erfitt uppdráttar á veturna

Hugsanlegt er að Seðlabankinn verði árstíðasveiflujafnari á gjaldeyrismarkaði þar sem hann verður stórtækur í kaupum yfir sumartímann þegar gjaldeyrisinnflæði er sem mest, en stöðvi kaupin eða selji jafnvel gjaldeyri á veturna þegar krónan á erfiðara uppdráttar. Meira

Viðskipti | mbl | 7.1 | 12:36

Vöruskiptaafgangur minnkar milli ára

Vöruskiptaafgangurinn hefur farið minnkandi milli ára
Viðskipti | mbl | 7.1 | 12:36

Vöruskiptaafgangur minnkar milli ára

Fremur lítill afgangur var af vöruskiptum við útlönd í desember samkvæmt bráðabrigðatölum sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun. Var vöruskiptaafgangurinn í fyrra 80,6 milljarðar, sem er talsvert minna en sá 97,1 milljarðs afgangur sem var árið á undan, eða 17% lækkun á milli ára. Meira

Viðskipti | mbl | 4.1 | 13:40

Icesave-málið skipti lánshæfið miklu

Dómsuppkvaðning verður í Icesave málinu þann 28. janúar. Niðurstaðan getur skipt lánshæfi ríkisins miklu máli.
Viðskipti | mbl | 4.1 | 13:40

Icesave-málið skipti lánshæfið miklu

Öll lánshæfisfyrirtækin sem meta lánshæfi ríkissjóðs hafa ítrekað í tilkynningum sínum mikilvægi Icesave-málins fyrir lánshæfismatið, enda hefur niðurstaða þess mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Meira

Viðskipti | mbl | 21.12 | 13:20

Flugfargjöld lækkuðu þvert á spár

Flugfargjöld lækkuðu þvert á spár greiningaraðila. Verðbólgan lækkaði um 0,3%.
Viðskipti | mbl | 21.12 | 13:20

Flugfargjöld lækkuðu þvert á spár

Samkvæmt nýbirtri mælingu Hagstofu Íslands hækkaði vísitala neysluverðs um 0,05% á milli nóvember og desember. Er þetta verulega undir þeirri hækkun sem spáð var, en opinberar spár gerðu ráð fyrir 0,3% til 0,4% hækkun milli mánaða. Með vorinu geti verðbólga svo farið niður í 4% í janúar og nálgast 3% með vorinu. Meira

Viðskipti | mbl | 20.12 | 11:59

Ísland dregst aftur úr í lífskjörum

Lífskjör Íslendinga, í samanburði við aðrar þjóðir evrópska efnahagssvæðisins, hafa dregist umtalsvert aftur úr á …
Viðskipti | mbl | 20.12 | 11:59

Ísland dregst aftur úr í lífskjörum

Landsframleiðsla á mann, leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig, var 11% yfir meðaltali Evrópusambandslandanna hér á landi á síðastliðnu ári samkvæmt tölum sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í síðustu viku. Staða Íslands hefur versnað nokkuð á síðustu 10 árum. Meira

Viðskipti | mbl | 19.12 | 12:30

Fjárfestingaleiðin aldrei vinsælli

Fjárfestar hafa meðal annars nýtt sér fjárfestingaleiðina til að kaupa í húsnæði hérlendis.
Viðskipti | mbl | 19.12 | 12:30

Fjárfestingaleiðin aldrei vinsælli

Gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands í gær var það stærsta síðan í júní. Skrifast það alfarið á mikla þátttöku í fjárfestingaleiðinni (50/50 leiðinni), sem var sú mesta síðan í hún var fyrst kynnt til sögunnar í útboði í febrúar. Meira

Viðskipti | mbl | 18.12 | 14:30

Lítill áhugi á utanlandsferðum

Áhugi landsmanna á utanlandsferðum hefur ekki verið jafn lítill síðan árið 2009.
Viðskipti | mbl | 18.12 | 14:30

Lítill áhugi á utanlandsferðum

Áhugi landsmanna á utanlandsferðum hefur dregist mikið saman frá því í september, en í þeim flokki væntingarvísitölu Capacent Gallup hefur orðið samdráttur um 23,2 stig á þremur mánuðum. Sú vísitala er nú komin niður í 120 stig og hefur ekki verið svo lág síðan árið 2009. Meira

Viðskipti | mbl | 13.12 | 12:17

Enn hægist á vexti kortaveltu

Hægt hefur á vexti kortaveltu á síðari hluta ársins
Viðskipti | mbl | 13.12 | 12:17

Enn hægist á vexti kortaveltu

Hægt hefur á vexti kortaveltu hérlendis á seinni hluta ársins að því er fram kemur í tölum Seðlabankans. Aukningin í nóvember var 0,6% að raungildi miðað við nóvember í fyrra, en að sögn greiningardeildar Íslandsbanka gefur þetta að jafnaði góða vísbendingu um þróun einkaneyslu. Meira

Viðskipti | mbl | 7.12 | 12:58

Hagvöxturinn í ár ofmetinn

Flestar spár um hagvöxt hafa ofmetið gang hagkerfisins á fyrstu 9 mánuðum ársins samkvæmt greiningardeild …
Viðskipti | mbl | 7.12 | 12:58

Hagvöxturinn í ár ofmetinn

Landsframleiðslutölur sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun benda til þess að talsvert hafi dregið úr vexti hagkerfisins. Nýjustu tölur benda til þess að landsframleiðslan hafi aukist um 2,0%.. Miðað við þær tölur virðast flestar þær spár sem birtar hafa verið undanfarið ofmeta gang hagkerfisins. Meira

Viðskipti | mbl | 6.12 | 14:32

Airwaves hafði mikil áhrif

Frá Iceland Airwaves 2012. Hátíðin hafði mikil áhrif á fjölda ferðamanna í nóvember
Viðskipti | mbl | 6.12 | 14:32

Airwaves hafði mikil áhrif

Um 61% aukning varð á farþegafjölda til landsins í nóvember miðað við í fyrra. Væntanlega skýrist þetta að hluta af því að Iceland Airwaves hátíðin fór fram í nóvember í ár en í október í fyrra að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Heildarfjöldi erlendra gesta stefnir í 670 þúsund á árinu Meira

Viðskipti | mbl | 5.12 | 12:02

Raungengi krónunnar lækkar áfram

Raungengi krónunnar hefur lækkað um 7% frá því í ágúst.
Viðskipti | mbl | 5.12 | 12:02

Raungengi krónunnar lækkar áfram

Í nóvember lækkaði raungengi íslensku krónunnar um 1,3% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem þróunin á raungengi krónunnar er í þessa átt og hefur það lækkað um 7,0% frá því í ágúst. Meira

Viðskipti | mbl | 21.11 | 15:41

Spá lækkandi verðbólgu fram á mitt ár

Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að verðbólga komist niður í 3% um mitt næsta …
Viðskipti | mbl | 21.11 | 15:41

Spá lækkandi verðbólgu fram á mitt ár

Framan af næsta ári má búast við hjöðnun verðbólgu, enda hækkaði verðlag skart á fyrri hluta yfirstandandi árs og því detta myndarlegar hækkunarmælingar úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs á fyrri helmingi næsta árs. Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólgan fari niður í 3% um mitt næsta ár Meira

Viðskipti | mbl | 20.11 | 11:54

Segja spá Seðlabankans ótrúverðuga

Seðlabanki Íslands
Viðskipti | mbl | 20.11 | 11:54

Segja spá Seðlabankans ótrúverðuga

Nýjasta verðbólguspá Seðlabankans er ótrúverðug og ólíklegt að verðbólgan verði komin niður í 2,5% á þriðja ársfjórðungi ársins 2014. Greiningardeild Íslandsbanka segir raunhæfara að verðbólgan verði um 4% og bendir á að markaðsaðilar virðist einnig vera vantrúaðir á spá Seðlabankans. Meira

Viðskipti | mbl | 19.11 | 12:00

Stórir gjalddagar framundan

Kópavogur er það sveitafélag sem hefur stærstu gjalddaga erlendra lána á næsta ári, en um …
Viðskipti | mbl | 19.11 | 12:00

Stórir gjalddagar framundan

Talsverðar endurgreiðslur erlendra lána eru framundan hjá sveitarfélögum á næsta ári, og munu þær valda þrýstingi á gengi krónunnar, einkanlega á fyrri helmingi næsta árs. Að Lánasjóði sveitarfélaga meðtöldum, greiða sveitarfélögin 13,1 milljarða af erlendum lánum Meira

Viðskipti | mbl | 16.11 | 14:51

Spá 5% hækkun íbúðaverðs á ári

Seðlabankinn telur að húsnæðisverð muni hækka um 5% á ári næstu 3 árin.
Viðskipti | mbl | 16.11 | 14:51

Spá 5% hækkun íbúðaverðs á ári

Seðlabankinn spáir því að íbúðaverð hækki að meðaltali um 5% að nafnverði á ári næstu þrjú árin. Miðað við verðbólguspá bankans reiknar hann með að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um ríflega 2% á ári á tímabilinu. Meira

Viðskipti | mbl | 14.11 | 12:49

Mildari tónn hjá Seðlabankanum

Seðlabanki Íslands.
Viðskipti | mbl | 14.11 | 12:49

Mildari tónn hjá Seðlabankanum

Tónninn í vaxtaákvörðun seðlabankans var að þessu sinni nokkuð mildari en áður og gerir bankinn ráð fyrir því að núverandi nafnvextir nægi til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Meira

Viðskipti | mbl | 9.11 | 11:34

Einstaklingar stærstir í íbúðakaupum

Viðskipti á íbúðarhúsnæði eru ennþá að mestu milli einstaklinga
Viðskipti | mbl | 9.11 | 11:34

Einstaklingar stærstir í íbúðakaupum

Viðskipti á íbúðarhúsnæði eru ennþá að mestu milli einstaklinga og sveiflur í kaupum og sölum fyrirtækja á íbúðarhúsnæði hafa ekki verið miklar síðustu 6 árin. Nokkur umræða hefur verið upp á síðkastið þess efnis að fasteignasjóðir séu að kaupa upp mikið af eignum. Meira

Viðskipti | mbl | 8.11 | 11:53

Útboðin dugað skammt á snjóhengjuna

Snjóhengjan er um 400 milljarðar í dag.
Viðskipti | mbl | 8.11 | 11:53

Útboðin dugað skammt á snjóhengjuna

„Ljóst er af niðurstöðum gjaldeyrisútboðanna á árinu að þau dugi skammt til þess að minnka snjóhengjuna svokölluðu, sem enn er í námunda við 400 milljarða króna, ef miðað er við krónueignir erlendra aðila í ríkistryggðum skuldabréfum og innstæðum.“ Meira

Viðskipti | mbl | 6.11 | 11:56

Raunávöxtun lífeyrissjóða 7%

Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka virðist raunávöxtun lífeyrissjóðanna vera nokkuð góð síðustu 12 mánuði, eða um 7%.
Viðskipti | mbl | 6.11 | 11:56

Raunávöxtun lífeyrissjóða 7%

Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 30,1 milljarð í september og er það mesta aukning í einum mánuði síðan í mars. Á þessu ári hafa eignir sjóðanna aukist að meðaltali um 22 milljarða á mánuði. Samkvæmt útreikningi greiningardeildar Íslandsbanka er raunávöxtun sjóðanna 7% síðustu 12 mánuði. Meira

Viðskipti | mbl | 2.11 | 12:11

Telja framkvæmdir í Helguvík tefjast

Vinna við byggingu álvers Norðuráls í Helguvík heldur áfram í hægagangi á meðan ekki hefur …
Viðskipti | mbl | 2.11 | 12:11

Telja framkvæmdir í Helguvík tefjast

Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er ekki gert ráð fyrir að álver í Helguvík komi til framkvæmda fyrr en árið 2014, en það ár spáir Hagstofan að fjárfesting aukist um 19,7%. Meira

Viðskipti | mbl | 31.10 | 13:12

Langtímaatvinnuleysi eykst

Langtímaatvinnuleysi hefur aukist, þó almennt sé að birta yfir vinnumarkaðinum.
Viðskipti | mbl | 31.10 | 13:12

Langtímaatvinnuleysi eykst

Vísbendingar eru um að staða vinnumarkaðarins fari batnandi og meðal annars fer fjölda starfandi fjölgandi, en það er nú 77,1%. Hið alvarlega við atvinnuþróunina þessa dagana er að langtíma atvinnulausum er að fjölga Meira

Viðskipti | mbl | 23.10 | 12:04

Helmings fjölgun á átján mánuðum

Kauphöll Íslands.
Viðskipti | mbl | 23.10 | 12:04

Helmings fjölgun á átján mánuðum

Skráðum hlutafélögum í Kauphöllinni mun fjölga um helming á næstu átján mánuðum að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Gerir hún ráð fyrir að Reitir, TM, N1 og Advania muni öll huga að skráningu á næsta ári, þótt enn sé óvissa um undirbúninginn. Meira

Viðskipti | mbl | 22.10 | 12:14

Segja forsendur kjarasamninga brostnar

Kátt var í Karphúsinu þegar aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar launþega höfðu skrifað undir síðustu kjarasamninga
Viðskipti | mbl | 22.10 | 12:14

Segja forsendur kjarasamninga brostnar

Útlit er fyrir að sú verðbólga sem nú er í kortunum verði búin að éta upp nánast alla þá 7% hækkun sem samið var um í síðustu kjarasamningum fyrir lok þessa árs. Hverfandi líkur eru á að skilyrði núverandi kjarasamninga verði uppfylgt. Meira

Viðskipti | mbl | 16.10 | 11:28

Spá óbreyttri verðbólgu

Gert er ráð fyrir að ársverðbólgan muni haldast nokkuð stöðug næstu mánuði
Viðskipti | mbl | 16.10 | 11:28

Spá óbreyttri verðbólgu

Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,4% í október, en 12 mánaða verðbólga mun við það haldast óbreytt í 4,3%. Jafnframt mun lítil breyting verða á verðbólgu næstu mánuðina, að því er fram kemur í morgunkorni greiningadeildar Íslandsbanka. Meira

Viðskipti | mbl | 10.10 | 17:28

Erlendir aðilar fyrirferðarmiklir

Erlendir aðilar keyptu öll ríkisskuldabréf með gjalddaga árið 2014 í útboði í september
Viðskipti | mbl | 10.10 | 17:28

Erlendir aðilar fyrirferðarmiklir

Erlendir aðilar voru mjög fyrirferðarmiklir á markaði í september með skammtíma skuldabréf, líkt og þeir hafa verið að undanförnu. Keyptu þeir öll bréf í RIKB14 flokknum, en það eru óverðtryggð skuldabréf á gjalddaga árið 2014. Nafnvirði bréfanna var 4 milljarðar. Meira

Viðskipti | mbl | 8.10 | 11:53

Minni vöxtur í einkaneyslu

Greiningardeild Íslandsbanka telur að vöxtur einkaneyslu sé að hægjast.
Viðskipti | mbl | 8.10 | 11:53

Minni vöxtur í einkaneyslu

Raunaukning í kortaveltu einstaklinga innanlands í júlí og ágúst var aðeins 0,6%. Þetta gefur fyrirheit fyrir því að vöxtur einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi verði hægari en á undanförnum fjórðungum og jafnvel sá hægasti síðan á fyrsta fjórðungi í fyrra. Meira

Viðskipti | mbl | 4.10 | 12:11

Lítill áhugi á íslensku atvinnulífi

Seðlabanki Íslands.
Viðskipti | mbl | 4.10 | 12:11

Lítill áhugi á íslensku atvinnulífi

Lítil þátttaka var í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands í gær. Í morgunútboðunum tveimur, þar sem bankinn kaupir evrur gegn greiðslu í verðtryggðum ríkisbréfum eða í skiptum fyrir krónur til langtímafjárfestingar, nam heildarfjárhæð tilboða 22,8 milljónum evra. Meira

Viðskipti | mbl | 27.9 | 11:30

Spá frekari hækkunum í október

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,76% í september.
Viðskipti | mbl | 27.9 | 11:30

Spá frekari hækkunum í október

Greiningardeild Íslandsbanka segir í morgunkorni sínu að gert sé ráð fyrir 0,6% hækkunar vísitölu milli september og október og að 12 mánaða verðbólgan fari upp í 4,5% og á síðasta ársfjórðungi muni hún hækka ennþá meira, eða upp í 4,7%. Meira

Viðskipti | mbl | 26.9 | 15:07

Klakaböndin bresta

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynnti nýja þjóðhagsspá á Fjármálaþingi Íslandsbanka
Viðskipti | mbl | 26.9 | 15:07

Klakaböndin bresta

„Bankakerfið er orðið vel starfhæft og fjárhagsstaða bæði fyrirtækja og heimila er nú allt önnur en var strax eftir hrunið.“ Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, en spáin er frekar jákvæð, þrátt fyrir að bent sé á nokkur atriði sem enn þurfi að huga að og bæta. Gert er ráð fyrir 3,2% hagvexti í ár. Meira

Viðskipti | mbl | 21.9 | 11:53

Verðbólgan étur upp launahækkanir

Verðbólgan hefur síðasta árið étið upp mikið af umsamdri launahækkun.
Viðskipti | mbl | 21.9 | 11:53

Verðbólgan étur upp launahækkanir

Það lítur út fyrir að verðbólgan verði búin að éta upp alla þá launahækkun sem varð af 7% kjarasamningsbundinni hækkun í júní í fyrra, að því er fram kemur í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Meira

Viðskipti | mbl | 20.9 | 14:03

Sjá fram á aukna arðsemi nýbygginga

Nýbyggingar
Viðskipti | mbl | 20.9 | 14:03

Sjá fram á aukna arðsemi nýbygginga

Töluverður munur hefur verið á byggingarkostnaði og raunverði íbúðarhúsnæðis, eins og bent var á í frétt á mbl.is í síðasta mánuði. Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka fer þessi munur minnkandi, en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mun hraðar en byggingarkostnaður. Meira

Viðskipti | mbl | 3.9 | 14:18

Hlutabréf lækkað síðasta ársfjórðung

Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Regins ehf., en félagið hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í …
Viðskipti | mbl | 3.9 | 14:18

Hlutabréf lækkað síðasta ársfjórðung

Í síðustu viku lækkaði úrvalsvísitalan um 0,5% og fór hún samtals niður um 1% í ágúst. Í morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að þetta sé fjórði mánuðurinn í röð þar sem vísitalan lækkar. Meira

Viðskipti | mbl | 3.9 | 12:57

Líkur á stærsta mánuði frá upphafi

Ferðamenn mynda andarunga á Ráðhústjörninni
Viðskipti | mbl | 3.9 | 12:57

Líkur á stærsta mánuði frá upphafi

Mjög líklega verður ágúst stærsti mánuður frá upphafi þegar tölur um erlenda ferðamenn verða birtar frá Ferðamálastofu seinna í vikunni. Meira

Viðskipti | mbl | 29.8 | 12:04

Útlit fyrir minni verðbólgu út árið

Lægri flugfargjöld draga verðbólguna niður
Viðskipti | mbl | 29.8 | 12:04

Útlit fyrir minni verðbólgu út árið

Eftir lækkun vísitölu neysluverðs í morgun spáir greiningardeild Íslandsbanka því að verðbólga ársins verði ekki yfir 4,5%, sem er nokkuð undir fyrri spám. Meira