Efnisorð: ferðamenn

Viðskipti | mbl | 23.4 | 10:24

Fagnar viðsnúningi ráðherra

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels segir að ríkissjóður verði af miklum tekjum vegna ólöglegra hótela.
Viðskipti | mbl | 23.4 | 10:24

Fagnar viðsnúningi ráðherra

„Ég fagna þessum viðsnúningi ráðherra og vona að það verði hægt að fresta virðisaukahækkuninni meðan málið verður skoðað betur,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels, en hann hefur komið mikið að málefnum gistiþjónustunnar vegna hækkunar virðisaukaskatt á greinina. Meira

Viðskipti | mbl | 16.3 | 11:28

Reksturinn í járnum og lítil uppbygging

Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna er rekstur ferðaþjónustuaðila oft í járnum og mörg fyrirtæki hafa …
Viðskipti | mbl | 16.3 | 11:28

Reksturinn í járnum og lítil uppbygging

Það er heilmikil áskorun að reka ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi segir Gústaf Steingrímsson hjá hagfræðideild Landsbankans „og þá sérstaklega vegna þeirrar miklu árstíðarsveiflu sem er í komu erlendra ferðamanna“. Hann segir að arðsemin sé ágæt í stærri fyrirtækjum, en að þau minni eigi oft í miklum vandræðum. Meira

Viðskipti | mbl | 14.3 | 12:42

Taprekstur vísbending um svarta starfsemi

Samkvæmt hagfræðideild Landsbankans skilaði tíunda hvert fyrirtæki í ferðaþjónustu aldrei hagnaði á sjö ára tímabili. …
Viðskipti | mbl | 14.3 | 12:42

Taprekstur vísbending um svarta starfsemi

Helmingur ferðaþjónustufyrirtækja skilaði tapi árið 2011, jafnvel þótt það hafi verið besta ár ferðaþjónustunnar þangað til. Þá skilaði tíunda hvert ferðaþjónustufyrirtæki ekki hagnaði á sjö ára tímabili, en slíkt er vísbending um svarta atvinnustarfsemi í greininni. Meira

Viðskipti | mbl | 14.3 | 10:32

2 milljónir ferðamanna ekki fjarri lagi

Dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, segir spá um 2 milljónir ferðamanna ekki fjarri …
Viðskipti | mbl | 14.3 | 10:32

2 milljónir ferðamanna ekki fjarri lagi

„Ég held að við séum að fara inn í gríðarmikið vaxtarskeið og að gestum muni fjölga mjög ört á næstunni.“ Þetta segir dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, en hann telur að spá forseta Íslands um 2 milljónir ferðamanna á næstunni sé ekki fjarri lagi. Meira

Viðskipti | mbl | 14.3 | 9:45

Verst nýting á Norðurlandi vestra

Árstíðasveifla í gistiþjónustu er enn mikil hérlendis, en hún fer þó minnkandi.
Viðskipti | mbl | 14.3 | 9:45

Verst nýting á Norðurlandi vestra

Herbergjanýting á hótelum og gistiheimilum á Norðurlandi vestra er sú slakasta á landinu, en þar var nýtingin aðeins um 31% árið 2011. Meðalnýting yfir landið var um 46%, en hæst er hún á höfuðborgarsvæðinu, eða um 57%. Meira

Viðskipti | mbl | 14.3 | 7:15

Rússar verðmætustu ferðamennirnir

Norskir og rússneskir ferðamenn eyða hér mestum fjármunum á ferðalögum.
Viðskipti | mbl | 14.3 | 7:15

Rússar verðmætustu ferðamennirnir

Þegar skoðaðar eru tölur um endurgreiðslu á virðisaukaskatti má sjá að það eru Norðmenn sem eyða mestu í vörur sem hægt er að fá endurgreiddan virðisauka af (e. Tax free). Norðmenn, Rússar og Kínverjar kaupa dýrustu hlutina, en Rússar eyða almennt mestum fjármunum hérlendis þegar þeir ferðast. Meira

Viðskipti | mbl | 1.3 | 12:50

Árið 2013 byrjar með látum

Ferðamenn hafa aldrei skilað jafn miklu í gjaldeyri og á síðasta ári. Árið í ár …
Viðskipti | mbl | 1.3 | 12:50

Árið 2013 byrjar með látum

Samanlagt skiluðu samgöngur og ferðalög 82,2 milljarða afgangi í fyrra, samanborið við 68,3 milljarða árið 2011. Þýðir þetta með öðrum orðum að ferðamennska og aðrir flutningar hafi skilað 13,9 milljörðum meira af gjaldeyrisinnflæði í fyrra en árið á undan. Árið 2013 byrjar einnig með látum, en kortveltuhalli hefur aldrei verið minni. Meira

Viðskipti | mbl | 14.2 | 10:59

Skoða beint flug til Akureyrar

Breskar ferðaskrifstofur skoða að fljúga beint til Akureyrar næsta vetur
Viðskipti | mbl | 14.2 | 10:59

Skoða beint flug til Akureyrar

Breskar ferðaskrifstofur hafa verið að skoða möguleikann á því að bjóða upp á beint leiguflug til Akureyrar næsta vetur, en um er að ræða samtals tæplega 2000 flugsæti. Þetta kemur fram í frétt á vef Vikudags. Meira

Viðskipti | mbl | 1.2 | 11:36

Bókanir ferðamanna hafa tvöfaldast

Mikil fjölgun hefur orðið í bókunum erlendra ferðamanna til landsins með WOW air.
Viðskipti | mbl | 1.2 | 11:36

Bókanir ferðamanna hafa tvöfaldast

Desember- og janúarmánuðir voru þeir söluhæstu hjá WOW air frá upphafi. Sala erlendis frá hefur tekið mikinn kipp undanfarið en rúmlega helmingur af allri sölu hefur komið erlendis frá. Meira

Viðskipti | mbl | 19.12 | 17:30

Vill markaðssetja íslenska rokið

Esjustofa
Viðskipti | mbl | 19.12 | 17:30

Vill markaðssetja íslenska rokið

Eigendur Esjustofu ætla sér að markaðssetja íslenska rokið, en þau stefna á að reisa nýtt 20 herbergja gistiheimili við Esjurætur á næsta ári. Í janúarbyrjun verða tillögur lagðar fyrir skipulagsyfirvöld Reykjavíkur, en Pjetur Árnason, segir að verið sé að leggja lokahönd á hönnun og hugmyndavinnu. Meira

Viðskipti | mbl | 13.12 | 13:17

Dugleg að strauja kortin erlendis

Þrátt fyrir að kortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 57% í nóvember eru Íslendingar enn …
Viðskipti | mbl | 13.12 | 13:17

Dugleg að strauja kortin erlendis

Tölur um kortaveltu benda til þess að hallinn á þjónustujöfnuði verði talsvert minni á fjórða ársfjórðungi nú í ár en hann hefur oft áður verið. Mikil aukning var í kortanotkun ferðamanna hér á landi, en þrátt fyrir það eru Íslendingar áfram duglegir að strauja kortin erlendis. Meira

Viðskipti | mbl | 6.12 | 14:32

Airwaves hafði mikil áhrif

Frá Iceland Airwaves 2012. Hátíðin hafði mikil áhrif á fjölda ferðamanna í nóvember
Viðskipti | mbl | 6.12 | 14:32

Airwaves hafði mikil áhrif

Um 61% aukning varð á farþegafjölda til landsins í nóvember miðað við í fyrra. Væntanlega skýrist þetta að hluta af því að Iceland Airwaves hátíðin fór fram í nóvember í ár en í október í fyrra að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Heildarfjöldi erlendra gesta stefnir í 670 þúsund á árinu Meira

Viðskipti | mbl | 7.11 | 11:31

Þrefalt meiri eyðsla en 2007

Ferðamönnum hefur fjölgað um 42% frá 2007, en á sama tíma hefur kortanotkun þessa hóps …
Viðskipti | mbl | 7.11 | 11:31

Þrefalt meiri eyðsla en 2007

Ljóst er að íslensk ferðaþjónusta nýtur góðs af lágu raungengi krónunnar, líkt og aðrar útflutningsgreinar, en ferðamenn eyða nú þrefalt meira í krónum talið á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil árið 2007. Fjölgun ferðamanna yfir þetta tímabil er 42% Meira

Viðskipti | mbl | 15.10 | 11:56

18 milljarða afgangur af ferðalagalið

Erlendir aðilar hafa notað kort sín meira hérlendis í ár en áður.
Viðskipti | mbl | 15.10 | 11:56

18 milljarða afgangur af ferðalagalið

Ferðamenn keyptu vörur og þjónustu fyrir um 32,4 milljarða með greiðslukortum á þriðja ársfjórðungi ársins, en það er metupphæð. Ferðalagaliður þjónustujafnaðar skilar um 18 milljarða afgangi á sama tímabili Meira

Viðskipti | mbl | 5.10 | 8:15

„Ferðamenn eru ekki vitleysingar“

Við Dettifoss í Jökulsárgljúfrum. Martin segir Ísland vera sérstakt, en varar við of miklum verðhækkunum.
Viðskipti | mbl | 5.10 | 8:15

„Ferðamenn eru ekki vitleysingar“

Forsvarsmenn erlendra ferðaskrifstofa voru síður en svo sáttir með boðaðar hækkanir á virðisaukaskatti á gistinætur og framkvæmd þeirra þegar þeir komu saman á Vestnorden ferðakaupstefnunni. Flestir voru sammála um að hækkanirnar kæmu sér illa varðandi fjölda ferðamanna, bæði vegna hærra verðs og líka vegna mikillar óvissu um það hvenær til hækkunar kæmi. Meira

Viðskipti | mbl | 4.10 | 14:21

Fjölga ítölskum ferðamönnum

Ferðamönnum frá Ítalíu mun væntanlega fjölga á næsta ári.
Viðskipti | mbl | 4.10 | 14:21

Fjölga ítölskum ferðamönnum

Vestnorden ferðakaupstefnan fór fram í Hörpunni í vikunni þar sem meira en 150 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki komu saman og kynntu þjónustu sína fyrir erlendum ferðaskrifstofum. WOW air segir að mikill árangur hafi náðst á ráðstefnunni og að samið hafi verið við 25 ferðaskrifstofur víðs vegar um Evrópu Meira

Viðskipti | mbl | 26.9 | 19:50

Ísland getur lært af Nýja-Sjálandi

Grett Anderson framkvæmdastjóri Evrópumarkaðar hjá ferðamálaráði Nýja Sjálands.
Viðskipti | mbl | 26.9 | 19:50

Ísland getur lært af Nýja-Sjálandi

Gregg Anderson, framkvæmdastjóri Evrópumarkaðar hjá ferðamálaráði Nýja-Sjálands, fór yfir möguleika Ísland og svipaða stöðu landanna í fyrirlestri á 75 ára afmælisráðstefnu Icelandair í gær. Ræddi hann líka við mbl.is um möguleika Íslands og hugmyndir að næstu skrefum í ferðamannageiranum. Meira

Viðskipti | mbl | 25.9 | 16:13

„Þeir borga sem njóta“

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group
Viðskipti | mbl | 25.9 | 16:13

„Þeir borga sem njóta“

„Þeir borga sem njóta, það er framtíð íslenskrar ferðaþjónustu“. Þetta var meginboðskapur Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair group, á 75 ára afmælisráðstefnu félagsins sem nú er í gangi. Meira

Viðskipti | mbl | 25.9 | 15:18

Tvær milljónir ferðamanna til Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands
Viðskipti | mbl | 25.9 | 15:18

Tvær milljónir ferðamanna til Íslands

„Innan fárra ára munu 2 milljónir ferðamanna koma hingað til lands. Við þurfum að sameinast um þjóðaráætlun til að taka vel á móti þeim, en að vera okkur sjálfum líka til hagsbóta. Tilviljun má ekki ráða för og ekki heldur deilur okkar á milli eða skak.“ Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Meira

Viðskipti | mbl | 5.9 | 9:20

Ferðamönnum heldur áfram að fjölga

Ferðamönnum fjölgaði um 12% í júlí
Viðskipti | mbl | 5.9 | 9:20

Ferðamönnum heldur áfram að fjölga

Gistinóttum fjölgaði um rúmlega 12% í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru 90% og fjölgaði um 13%, en gistinóttum íslendinga fjölgaði um 8%. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands í dag. Meira