Efnisorð: ferðaþjónusta

Viðskipti | mbl | 23.4 | 10:24

Fagnar viðsnúningi ráðherra

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels segir að ríkissjóður verði af miklum tekjum vegna ólöglegra hótela.
Viðskipti | mbl | 23.4 | 10:24

Fagnar viðsnúningi ráðherra

„Ég fagna þessum viðsnúningi ráðherra og vona að það verði hægt að fresta virðisaukahækkuninni meðan málið verður skoðað betur,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels, en hann hefur komið mikið að málefnum gistiþjónustunnar vegna hækkunar virðisaukaskatt á greinina. Meira

Viðskipti | mbl | 16.4 | 18:30

Farfuglaheimilið í Bankastræti opnað

Veitingaaðstaðan
Viðskipti | mbl | 16.4 | 18:30

Farfuglaheimilið í Bankastræti opnað

Farfuglaheimilið Loft er nýjasta viðbótin í fjölskyldu Farfugla á höfuðborgarsvæðinu, en það opnaði dyr sínar fyrir gestum í dag. Loft er hvort tveggja vistvænt farfuglaheimili og kaffihús með útsýnissvölum yfir Þingholtin, en hostelið er staðsett að Bankastræti 7 og er pláss fyrir 100 gesti þar. Meira

Viðskipti | mbl | 20.3 | 9:03

Ísland verði ekki Benidorm norðursins

Stýra þarf straumi ferðamanna um landið til að það geti borið aukinn fjölda ferðamanna, að …
Viðskipti | mbl | 20.3 | 9:03

Ísland verði ekki Benidorm norðursins

„Þeir hafa áhyggjur af því eins og aðrir að burðarþol landsins sé ekki óendanlegt og það þurfi að huga að því hvernig þessu sé stýrt svo við verðum ekki Benidorm norðursins,“ segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu um nýja skýrslu um uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Meira

Viðskipti | mbl | 16.3 | 11:28

Reksturinn í járnum og lítil uppbygging

Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna er rekstur ferðaþjónustuaðila oft í járnum og mörg fyrirtæki hafa …
Viðskipti | mbl | 16.3 | 11:28

Reksturinn í járnum og lítil uppbygging

Það er heilmikil áskorun að reka ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi segir Gústaf Steingrímsson hjá hagfræðideild Landsbankans „og þá sérstaklega vegna þeirrar miklu árstíðarsveiflu sem er í komu erlendra ferðamanna“. Hann segir að arðsemin sé ágæt í stærri fyrirtækjum, en að þau minni eigi oft í miklum vandræðum. Meira

Viðskipti | mbl | 14.3 | 12:42

Taprekstur vísbending um svarta starfsemi

Samkvæmt hagfræðideild Landsbankans skilaði tíunda hvert fyrirtæki í ferðaþjónustu aldrei hagnaði á sjö ára tímabili. …
Viðskipti | mbl | 14.3 | 12:42

Taprekstur vísbending um svarta starfsemi

Helmingur ferðaþjónustufyrirtækja skilaði tapi árið 2011, jafnvel þótt það hafi verið besta ár ferðaþjónustunnar þangað til. Þá skilaði tíunda hvert ferðaþjónustufyrirtæki ekki hagnaði á sjö ára tímabili, en slíkt er vísbending um svarta atvinnustarfsemi í greininni. Meira

Viðskipti | mbl | 14.3 | 10:32

2 milljónir ferðamanna ekki fjarri lagi

Dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, segir spá um 2 milljónir ferðamanna ekki fjarri …
Viðskipti | mbl | 14.3 | 10:32

2 milljónir ferðamanna ekki fjarri lagi

„Ég held að við séum að fara inn í gríðarmikið vaxtarskeið og að gestum muni fjölga mjög ört á næstunni.“ Þetta segir dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, en hann telur að spá forseta Íslands um 2 milljónir ferðamanna á næstunni sé ekki fjarri lagi. Meira

Viðskipti | mbl | 14.3 | 9:45

Verst nýting á Norðurlandi vestra

Árstíðasveifla í gistiþjónustu er enn mikil hérlendis, en hún fer þó minnkandi.
Viðskipti | mbl | 14.3 | 9:45

Verst nýting á Norðurlandi vestra

Herbergjanýting á hótelum og gistiheimilum á Norðurlandi vestra er sú slakasta á landinu, en þar var nýtingin aðeins um 31% árið 2011. Meðalnýting yfir landið var um 46%, en hæst er hún á höfuðborgarsvæðinu, eða um 57%. Meira

Viðskipti | mbl | 1.3 | 12:50

Árið 2013 byrjar með látum

Ferðamenn hafa aldrei skilað jafn miklu í gjaldeyri og á síðasta ári. Árið í ár …
Viðskipti | mbl | 1.3 | 12:50

Árið 2013 byrjar með látum

Samanlagt skiluðu samgöngur og ferðalög 82,2 milljarða afgangi í fyrra, samanborið við 68,3 milljarða árið 2011. Þýðir þetta með öðrum orðum að ferðamennska og aðrir flutningar hafi skilað 13,9 milljörðum meira af gjaldeyrisinnflæði í fyrra en árið á undan. Árið 2013 byrjar einnig með látum, en kortveltuhalli hefur aldrei verið minni. Meira

Viðskipti | mbl | 28.2 | 19:15

Markmiðið ekki að keppa niður á við í verðiMyndskeið

Lítil arðsemi áhyggjuefni gegnum tíðina
Viðskipti | mbl | 28.2 | 19:15

Markmiðið ekki að keppa niður á við í verðiMyndskeið

Íslendingar þurfa að horfa á gæðin umfram lágt verð þegar kemur að ferðamannageiranum. Þetta segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Meira

Viðskipti | mbl | 28.2 | 14:19

Lítil arðsemi áhyggjuefni gegnum tíðinaMyndskeið

Lítil arðsemi áhyggjuefni gegnum tíðina
Viðskipti | mbl | 28.2 | 14:19

Lítil arðsemi áhyggjuefni gegnum tíðinaMyndskeið

Lítil arðsemi í ferðaþjónustufyrirtækjum hefur verið áhyggjuefni í gegnum tíðina hér á landi. Meðal ástæðna fyrir því er stutt tímabil á ári þar sem fyrirtækin eru í fullum rekstri, en miklar árstíðasveiflur í komu ferðamanna orsaka slíkt. Þetta segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Meira

Viðskipti | mbl | 27.2 | 10:51

Nýtt 105 herbergja KEA hótel

Ásýnd hússins við Suðurlandsbraut mun taka smá breytingum með tilkomu hótelsins
Viðskipti | mbl | 27.2 | 10:51

Nýtt 105 herbergja KEA hótel

KEA hótel vinna að uppsetningu á sjötta hóteli félagsins og því þriðja í Reykjavík. Hótelið mun heita Reykjavík Lights og verður að Suðurlandsbraut 12. Páll L. Sigurjónsson segir í viðtali við mbl.is að lagt hafi verið upp með að tengja liti náttúrunnar við hönnun hótelsins Meira

Viðskipti | mbl | 20.2 | 10:14

Hafist handa við hótel á Siglufirði

Gert er ráð fyrir að Hótel Sunna muni líta svona út þegar það verður fullbyggt.
Viðskipti | mbl | 20.2 | 10:14

Hafist handa við hótel á Siglufirði

Framkvæmdir við byggingu Hótels Sunnu við smábátahöfnina á Siglufirði hófust formlega í gær, en þá var fyrsta skóflustungan tekin fyrir undirstöður hússins. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hótelið í notkun á árunum 2015 til 2016, en það mun verða 64 herbergja. Meira

Viðskipti | mbl | 14.2 | 10:59

Skoða beint flug til Akureyrar

Breskar ferðaskrifstofur skoða að fljúga beint til Akureyrar næsta vetur
Viðskipti | mbl | 14.2 | 10:59

Skoða beint flug til Akureyrar

Breskar ferðaskrifstofur hafa verið að skoða möguleikann á því að bjóða upp á beint leiguflug til Akureyrar næsta vetur, en um er að ræða samtals tæplega 2000 flugsæti. Þetta kemur fram í frétt á vef Vikudags. Meira

Viðskipti | mbl | 10.2 | 11:10

Hlemmur heitt uppbyggingarsvæði

Laugavegur 105 þar sem nýja hótelið er til húsa. Það verður opnað seinna í vor.
Viðskipti | mbl | 10.2 | 11:10

Hlemmur heitt uppbyggingarsvæði

Samblanda af hóteli, farfuglaheimili og veitingastað með bar. Þannig hljómar lýsingin á nýjasta gististað bæjarins sem mun opna á Laugavegi 105. Eigendur og rekstraraðilar telja svæðið verða næsta heita uppbyggingarsvæði í miðbænum. Hótelið verður blanda af farfuglaheimili og hóteli. Meira

Viðskipti | mbl | 9.2 | 10:20

Opna hótel við hlið Dómkirkjunnar

Teitur Jónasson á svölum hótelsins, en það er í næsta nágrenni Dómkirkjunnar og Alþingis.
Viðskipti | mbl | 9.2 | 10:20

Opna hótel við hlið Dómkirkjunnar

Í vor verður opnað nýtt hótel í miðbænum í Kirkjuhvolshúsinu, þar sem Pelsinn var áður til húsa. Heildarfjöldi herbergja verður 17, en meðalstærð þeirra verður tæplega 40 fermetrar. Lagt er upp með lággjaldaumgjörð, en mikil þægindi innandyra. Meira

Viðskipti | mbl | 6.2 | 13:27

Eflir markaðssetningu norðurljósanna

Norðurljós yfir Straumsvík
Viðskipti | mbl | 6.2 | 13:27

Eflir markaðssetningu norðurljósanna

Mikið hefur verið lagt upp úr því að dreifa fjölda ferðamanna betur yfir árið og er aðdráttarafl norðurljósanna eitt af því sem dregur að. Í alþjóðlegum samanburði erum við þó fremur aftarlega þegar kemur að þessari markaðssókn að sögn Róberts Róbertssonar, sem hefur stofnað vefsíðu til að ná betur til erlendra ferðamanna. Meira

Viðskipti | mbl | 17.1 | 10:28

Sér vaxtarbrodd í Rússlandi

Iceland Excursions leggur mikið upp úr því að bílaflotinn sé nýr
Viðskipti | mbl | 17.1 | 10:28

Sér vaxtarbrodd í Rússlandi

Mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustunni síðustu ár og mörg fyrirtæki veðja á að sú þróun muni halda áfram á komandi árum. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland excursions býður upp á dagsferðir og leigir út hópferðabifreiðar. Þórir Garðarsson, sölu og markaðsstjóri félagsins, sér vaxtabrodd í Rússlandi á komandi misserum. Meira

Viðskipti | mbl | 19.12 | 17:30

Vill markaðssetja íslenska rokið

Esjustofa
Viðskipti | mbl | 19.12 | 17:30

Vill markaðssetja íslenska rokið

Eigendur Esjustofu ætla sér að markaðssetja íslenska rokið, en þau stefna á að reisa nýtt 20 herbergja gistiheimili við Esjurætur á næsta ári. Í janúarbyrjun verða tillögur lagðar fyrir skipulagsyfirvöld Reykjavíkur, en Pjetur Árnason, segir að verið sé að leggja lokahönd á hönnun og hugmyndavinnu. Meira

Viðskipti | mbl | 18.12 | 20:10

Möguleg bólumyndun í ferðaþjónustu

Torfi G Yngvason, forstjóri Arctic Adventures
Viðskipti | mbl | 18.12 | 20:10

Möguleg bólumyndun í ferðaþjónustu

Ísland er í augnablikinu tískuáfangastaður fyrir hina ofurríku sem eyða miklu. Nauðsynlegt er að hlúa að ferðaþjónustunni og bíða með skattahækkanir þangað til öruggt er að ekki sé um bólumyndun að ræða. Þetta er meðal þess sem Torfi G. Yngvason, forstjóri Arctic adventures, segir í samtali við mbl.is. Meira

Viðskipti | mbl | 2.12 | 13:20

Helmingur sleppur við skattinn

Samhliða mikilli fjölgunar ferðamanna hefur gistiþjónusta aukist mikið. Margir þjónustuaðilar virðast hins vegar komast hjá …
Viðskipti | mbl | 2.12 | 13:20

Helmingur sleppur við skattinn

Stór hluti gistináttaskatts, sem settur var á um síðustu áramót, skilar sér ekki til ríkissjóðs. Skv. opinberum tölum ber um 50% út af þegar tekið er mið af hótelum, gistiheimilum og öðrum sem eiga að greiða skattinn. Hótelrekandi segir að þeir sem ekki vilji greiða skattinn komist upp með það. Meira

Viðskipti | mbl | 27.11 | 16:06

„Gífurleg vonbrigði“

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels
Viðskipti | mbl | 27.11 | 16:06

„Gífurleg vonbrigði“

„Þarna er verið að tvöfalda virðisaukaskattinn á okkur, sem eru gífurleg vonbrigði.“ Þetta segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels, um ummæli Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, þess efnis að virðisaukaskattur á gistiþjónustu verði hækkaður í 14%. Meira

Viðskipti | mbl | 26.9 | 19:50

Ísland getur lært af Nýja-Sjálandi

Grett Anderson framkvæmdastjóri Evrópumarkaðar hjá ferðamálaráði Nýja Sjálands.
Viðskipti | mbl | 26.9 | 19:50

Ísland getur lært af Nýja-Sjálandi

Gregg Anderson, framkvæmdastjóri Evrópumarkaðar hjá ferðamálaráði Nýja-Sjálands, fór yfir möguleika Ísland og svipaða stöðu landanna í fyrirlestri á 75 ára afmælisráðstefnu Icelandair í gær. Ræddi hann líka við mbl.is um möguleika Íslands og hugmyndir að næstu skrefum í ferðamannageiranum. Meira

Viðskipti | mbl | 26.9 | 13:26

600 milljónir í fjárfestingasjóð

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group
Viðskipti | mbl | 26.9 | 13:26

600 milljónir í fjárfestingasjóð

Icelandair hefur stofnað fjárfestingasjóðs sem mun fjárfesta í verkefnum í ferðaþjónustu sem auka upplifun ferðamannsins. Þetta kom fram í máli Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra félagsins, á afmælisráðstefnu Icelandair í gær. Icelandair mun leggja til 600 milljónir til að byrja með. Meira

Viðskipti | mbl | 25.9 | 16:13

„Þeir borga sem njóta“

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group
Viðskipti | mbl | 25.9 | 16:13

„Þeir borga sem njóta“

„Þeir borga sem njóta, það er framtíð íslenskrar ferðaþjónustu“. Þetta var meginboðskapur Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair group, á 75 ára afmælisráðstefnu félagsins sem nú er í gangi. Meira

Viðskipti | mbl | 25.9 | 15:18

Tvær milljónir ferðamanna til Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands
Viðskipti | mbl | 25.9 | 15:18

Tvær milljónir ferðamanna til Íslands

„Innan fárra ára munu 2 milljónir ferðamanna koma hingað til lands. Við þurfum að sameinast um þjóðaráætlun til að taka vel á móti þeim, en að vera okkur sjálfum líka til hagsbóta. Tilviljun má ekki ráða för og ekki heldur deilur okkar á milli eða skak.“ Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Meira

Viðskipti | mbl | 5.9 | 9:20

Ferðamönnum heldur áfram að fjölga

Ferðamönnum fjölgaði um 12% í júlí
Viðskipti | mbl | 5.9 | 9:20

Ferðamönnum heldur áfram að fjölga

Gistinóttum fjölgaði um rúmlega 12% í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru 90% og fjölgaði um 13%, en gistinóttum íslendinga fjölgaði um 8%. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands í dag. Meira

Viðskipti | mbl | 3.9 | 13:56

Hulda ráðin rekstrarstjóri hjá Kilroy

Hulda Stefánsdóttir, rekstrarstjóri Kilroy
Viðskipti | mbl | 3.9 | 13:56

Hulda ráðin rekstrarstjóri hjá Kilroy

Hulda Stefánsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin rekstrarstjóri ferðaskrifstofunnar Kilroy á Íslandi. Hulda hefur sextán ára reynslu af alþjóðlegu starfi og hefur í sínum fyrri störfum aðstoðað mikinn fjölda fólks við að halda út í heim. Meira

Viðskipti | mbl | 3.9 | 12:57

Líkur á stærsta mánuði frá upphafi

Ferðamenn mynda andarunga á Ráðhústjörninni
Viðskipti | mbl | 3.9 | 12:57

Líkur á stærsta mánuði frá upphafi

Mjög líklega verður ágúst stærsti mánuður frá upphafi þegar tölur um erlenda ferðamenn verða birtar frá Ferðamálastofu seinna í vikunni. Meira

Viðskipti | mbl | 22.8 | 12:10

„Ísland verður aldrei ódýrt“

Landmannalaugar er einn þeirra staða á landinu sem eru orðinn mjög vinsæll hjá ferðamönnum.
Viðskipti | mbl | 22.8 | 12:10

„Ísland verður aldrei ódýrt“

Það þarf að ákveða hvaða staðir eiga að vera stórir ferðamannastaðir og byggja þá upp sem slíka en leyfa öðrum svæðum að vera ósnortin. Þetta segir Elín S. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna, en hún talar einnig fyrir aukinni sérhæfingu til að auka framlegð í greininni. Meira

Viðskipti | mbl | 21.8 | 12:51

Miklir möguleikar kringum Airwaves

Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves
Viðskipti | mbl | 21.8 | 12:51

Miklir möguleikar kringum Airwaves

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er miklu meira en bara hátíð sem stendur yfir í fimm daga í hjarta Reykjavíkur að mati Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Í viðtali við mbl.is ræddi Grímur um hátíðina, mögulegan vöxt, áhrif hennar hérlendis og samstarf við innlenda aðila. Meira

Viðskipti | mbl | 14.8 | 13:53

Greiða engan virðisaukaskatt

Enginn virðisauki er greiddur af skipulögðum ferðum á staði eins og Gullfoss.
Viðskipti | mbl | 14.8 | 13:53

Greiða engan virðisaukaskatt

Aðilar innan gistiþjónustunnar eru ósáttir með að það sé alltaf ráðist á gististaði til að afla meira fjár fyrir ríkið meðan aðrir ferðaþjónustuaðilar séu oft undanþegnir virðisaukaskatti. Nærtækast væri að allir myndu sitja við sama borð með hóflegum álögum. Meira

Viðskipti | mbl | 8.8 | 16:30

Markaðsfólk úr sambandi á Íslandi

Margar hugmyndanna tengdu við möguleika í ferðaþjónustu í íslenskri náttúru
Viðskipti | mbl | 8.8 | 16:30

Markaðsfólk úr sambandi á Íslandi

Nýlega kom bandaríska vörumerkjaþróunarfyrirtækið Prophet hingað til lands í hvataferð sem var undirlögð undir hugmyndavinnu til að markaðssetja Ísland. Útkoman var 12 hugmyndir sem 250 sérfræðingar fyrirtækisins komu með og ánöfnuðu Íslandsstofu sem nú hefur þær til skoðunar. Meira