Kaupa Miða

Í rúm tuttugu ár hefur „Straight Line” kerfi Jordans Belfort skilað þúsundum fyrirtækja ótrúlegum fjárhagslegum ávinningi. Á ráðstefnunni fá þáttakendur grunnþjálfun í því sem þarf til að ná langt í viðskiptum, auk þess að læra sérstaka tækni og aðferðir til að ná árangri í uppbyggingu, stjórnun og vexti.

ysland

Dagskrá

Miðaverð: 39.900 og 49.900 kr.
facebook.com/wolfysland
#wolfysland

Jordan Belfort

Á tíunda áratugnum byggði Jordan Belfort upp eina öflugustu verðbréfamiðlun í sögu Wall Street, Stratton Oakmont, og fékk viðurnefnið „Úlfurinn á Wall Street”. Hann varð freistingum verðbréfaheimsins að bráð, lifði hátt og fall hans vakti mikla athygli. Hann nýtur nú alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir störf sín, sem hafa leitt til makalausrar viðskiptavelgengni.

Um Belfort hefur verið skrifað í nær öllum helstu dagblöðum og tímaritum heims. Hann hefur skrifað tvær metsölubækur, The Wolf of Wall Street og Catching the Wolf of Wall Street, og stórmynd Martins Scorsese, The Wolf Of Wall Street, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, fjallaði um ævi hans.