Sigurður Erlingsson - haus
12. maí 2010

7 skref undirstöðu misnotkunar í lífi þínu.

Það stefnir  líklega  enginn að því að misnota hluti í lífi sínu.  Þeir sem enda með því að vera fastir í misnotkun.jpgeinhverri misnotkun eru að velja sé ákveðnar hugsanir, hugmyndir og hegðun sem mun líklega leiða viðkomandi í einhverskonar misnotkun - eiturlyf, áfengi, tóbak, mat, ruslfæði, sykur, koffín. Þar sem misnotkun getur verið afleiðing þessara valkosta, ef misnotkun er hluti af þínum lífsstíl, því ekki að breyta því til meðvitað góðs í stað ills?

Misnotkun er niðurstaða taumleysis. Hér eru sjö helstu valmöguleika sem þú getur notað til að hjálpa þér að enda ekki uppi í misnotkun:

1.  Hunsaðu tilfinningar þínar.

Tilfinningar þínar eru innra leiðsögukerfi þitt, sem stöðugt lætur þig vita þegar þú ert að hugsa eða haga þér á þann hátt sem er þér til góðs eða ills.  Sársaukafullar tilfinningar eins og  kvíði, dapurleiki, sársauki, reiði, sektarkennd, skömm, tómleiki, einmannaleiki og þess háttar er innra leiðsögukerfið að láta þig vita að þú ert verulega af leið í hugsun þinni. Með því að hunsa þær, þá heldur þú áfram að gefa eftir í hugsun og hegðun sem eru að valda sársaukanum.  Þú munt því fara yfir í einhverja misnotkun til að deyfa sársaukann, og þú getur skaðað þig jafnvel enn frekar!

2. Dæmdu sjálfan þig.

Í hvert sinn sem þú dæmir sjálfan þig, að vera heimskan, skíthæl, ekki nógu góðan, misheppnaðan, slæman, ljótan, óverðugan og þess háttar, þá lætur þú þér líða hræðilega. Þá, auðvitað verður þú að hunsa þá staðreynd að það ert þú sjálfur sem ert að láta þér líða hræðilega. Enn aftur hefur þú góða ástæðu til að velja einhverja misnotkun til að deyfa sársaukann.

3. Ljúgðu að sjálfum þér.

Að hræða sjálfan þig með því að segja þér að allt það slæma sem geti hent þig er örugg leið til að framkalla hræðslu, kvíða, eða depurð. Ef þú ert ekki 100% öruggur um  að þessir slæmu hlutir muni henda þig, þá ertu að ljúga að sjálfum þér með því að segja sjálfum þér að þeir muni gerast. Enn aftur, ertu kominn með mjög góða ástæðu til að deyfa sársaukann með einhverri misnotkun.

4. Gefstu upp á sjálfum þér.

Þegar þú gefst upp á sjálfum þér, þá ferðu að fylgja því sem þú heldur að einhver annar vilji að þú gerir eða trúir í stað þess að standa á eigin sannfæringu og trú. Þegar þú gefst upp á sjálfum þér, þá ertu að reyna að lifa eins og þú heldur að einhver annar líti á þig í stað þess að taka ábyrgð á eigin tilfinningum. Þar sem uppgjöf er ömurleg tilfinning og þú vilt sannarlega ekki upplifa þær en veist samt að það ert þú sem ert valdur af þeim, þá er einfaldast að deyfa þær með misnotkun.

5.  Láttu aðra taka ábyrgð á tilfinningum þínum.

Hvers vegna að taka ábyrgð á þér sjálfum og tilfinningum þínum þegar þú getur reynt að láta einhvern annan gera það fyrir þig? Kannski ef þú getur verið nógu þurfandi, dapur, sorgmæddur, reiður, skömmustulegur eða búinn að missa trú á þér, þá getur þú fengið einhvern annan til að gera það fyrir þig.  Með því að reyna að fá einhvern annan til að taka ábyrgð á tilfinningum þínum um að vera verður eða hamingju, þá ertu að yfirgefa sjálfan þig og að senda sjálfum þér þau skilaboð að þú sért ekki þess verður að taka eftir.  Niðurstöður tilfinninga af skömm og að vera óverðugur, verður að deyfa með misnotkun!

6.  Færast yfir í meiri misnotkun, en ekki til sjálfsöryggis.

Til viðbótar við misnotkunina sem þú ert háður núna, mun líklega bætast við aðrar til að deyfa tilfinningarnar -  sjónvarpsgláp, fjárhættuspil, kynlíf, klám, internet, vinna, reiði, skömm og þess háttar. Með því að horfa alltaf fyrir utan sjálfan þig til að fylla uppí tómarúmið og til að flýja sársaukann, í stað þess að opna sjálfsöryggið, þú getur núna réttlætt alla misnotkunina.

7. Afneitun.

Jæja, það er of seint núna, viltu raunverulega ekki lesa þess grein!. Til að halda áfram þeirri misnotkun sem þú ert jafnvel með, þá verður þú að halda áfram í afneitun um að það eru þú sem ert að valda sársaukanum þínum. Hinsvegar þar sem þú ert þegar búinn að lesa greinina, þá hefur þú sannarlega fengið viðvörun og tekist á við þína helstu misnotkun.