mið. 15. júlí 2020 14:37
Fólki er ráðið frá því að aka með eftirvagna á norðan- og vestanverðu landinu næsta sólarhringinn vegna veðurs.
Vara fólk við að aka með eftirvagna

Ferðamönnum er ráðlagt að forðast Fimmvörðuháls og fyrstu dagleiðina á Laugaveginum inn að Hrafntinnuskeri næsta sólarhringinn. Óvenjudjúp lægð gengur yfir landið og er spáð miklu hvassviðri undir Eyjafjöllum og á miðhálendinu í dag og í nótt.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/07/15/ovenjudjup_laegd_midad_vid_arstima/

Í samtali við mbl.is segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna (Safe Travel) hjá Landsbjörg, að hálendisvakt björgunarsveitanna sé nú staðsett á tveimur stöðum, Landmannalaugum og Drekagili í Dyngjufjöllum, og sjái hún um að upplýsa ferðamenn. Fólki sé ráðlagt að fresta ferðum um sólarhring, en þá ætti veðrið að hafa gengið niður.

Þá vilji björgunarsveitin einnig benda á hættuna sem geti hlotist af því að hafa hjólhýsi eða annan búnað í eftirdragi og er fólki ráðið frá því að ferðast um landið norðan- og vestanvert næsta sólarhringinn með eftirvagna. „Þetta á sérstaklega við undir fjöllum. Þar geta hviður hæglega náð taki á eftirvögnum og feykt þeim um koll.

Skálaverðir á Laugaveginum sem mbl.is hefur rætt við segja allir að færri ferðamenn séu á svæðinu en gengur og gerist enda hafi þeim tilmælum verið beint til fólks að halda sig innandyra eftir hádegi í dag og fram á morgundag.

til baka