mið. 21. apr. 2021 22:01
Þjóðhátíðarnefnd er bjartsýn á að geta haldið þjóðhátíð í haust.
Bjartsýn á að halda þjóðhátíð

„Ríkisstjórnin blés svolítið bjartsýni á þetta í gær. Við heyrðumst eitthvað í dag en ekkert að ráði,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður þjóðhátíðarnefndar. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/20/ollu_aflett_innanlands_fyrir_1_juli/

Á næstu vikum mun það skýrast betur hvort þjóðhátíð verði haldin í ágúst en áform ríkisstjórnarinnar um að aflétta takmörkunum innanlands fyrir 1. júlí hafa blásið von í hjörtu landsmanna um að hægt verði að halda hátíðina í Herjólfsdal síðla sumars. 

„Ef það verður leyfilegt að halda þjóðhátíð þá höldum við þjóðhátíð,“ sagði Jónas en þó hefur ekki verið hafist handa við skipulagningu hátíðarinnar.

 

 

til baka