þri. 26. okt. 2021 21:00
Rapparinn DMX lést í apríl á þessu ári, 50 ára að aldri. Nú hefur fimmtánda manneskjan sem segist vera barn hans stigið fram.
Enn eitt barnið stígur fram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Þó að rapparinn DMX sé látinn, þá er enn í gangi slagur um eignirnar hans, en enn ein konan hefur stigið fram og sagst vera dóttir hans. Ef hún er að segja satt og rétt frá þá væri hún barn númer 15 sem DMX á að hafa feðrað. Kallinn hefur verið „bissí“ þarna „back in the days ...“

Dómarinn hafði veitt þremur af sonum hans tímabundinn aðgang að eignum hans, en það situr ekki vel á meðal hersins sem segist eiga eitthvað í DMX.

Unnusta hans fær ekkert, þrátt fyrir að hafa verið í sambandi með honum fram að dauða hans, en hún vill fá aðgang að heimili hans, þar sem hún bjó með honum.

Dómari hefur hafnað þeirri beiðni. Það er nokkuð ljóst að það þarf að henda í slatta af DNA testum til að sannreyna öll þessi börn sem segjast vera hans.

DMX hafði selt yfir 70 milljón plötur og leikið í fjölda bíómynda þegar hann lést, ásamt því að hala inn tekjum þrátt fyrir að vera kominn undir græna torfu.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2021/04/09/dmx_er_latinn_50_ara_ad_aldri/

DMX lést í apríl á þessu ári, einungis 50 ára gamall, eftir að hafa tekið of stóran skammt sem leiddi til hjartaáfalls.

View this post on Instagram

A post shared by 𝙳𝙼𝚇 𝙵𝙰𝙽 𝙿𝙰𝙶𝙴 (@dmx.4life)

 


 

til baka