sun. 29. jan. 2023 09:28
Það var vel mætt á forsýningu á heimildaþáttunum Stormi sem sýndir verða á RÚV.
Titringur í fólki þegar þættir Kompás-mannsins voru forsýndir

Heimildaþáttaröðin Stormur var forsýnd í Laugarásbíói á fimmtudaginn var. Þættirnir fjalla um kórónuveirufaraldurinn á Íslandi og var hún í vinnslu í tæplega þrjú ár. Fyrsti þátturinn verður sýndur á Rúv í kvöld. Jóhannes Kr. Kristjánsson gerði þættina, Sævar Guðmundsson leikstýrði þeim og Heimir Bjarnason klippti þá. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/01/28/theim_leist_ekkert_a_thennan_kompas_mann/

„Mér leist bara ekk­ert á þetta,“ sagði Sævar leikstjóri þáttanna í viðtali við Atla Stein Guðmundsson á mbl.is.

„Jó­hann­es kom þarna með þessa hug­mynd þegar maður var að heyra fyrst af þessu Covid-dóti, að það væri nú gam­an að gera heim­ild­ar­mynd um þetta og það fyrsta sem ég hugsaði var að ég nennti ekki að koma ná­lægt þessu með töng einu sinni, heim­ild­ar­mynd um ein­hverj­ar sýk­ing­ar,“ seg­ir leik­stjór­inn sem í mars 2020 var full­ur van­trú­ar.

 

til baka