lau. 2. mars 2024 08:37
Iris Apfel árið 2021.
Iris Apfel er látin

Bandaríska tískugyðjan Iris Apfel er látin 102 ára að aldri. 

Apfel gerði garðinn frægan á níunda og tíunda áratugnum fyrir innanhúshönnun sína og fatastíl. 

Apfel og eiginmaður hennar, Carl Apfel sem varð 100 ára, ráku fyrirtæki frá 1950 til 1992 sem gerði upp og seldi textíl. Meðal annars tóku þau að sér verkefni fyrir Hvíta húsið. 

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2022/03/27/100_ara_tiskuguru_gefur_god_rad/

Í meira en hálfa öld sást hún ævinlega á fremstu bekkjum tískusýninga Parísar. 

Apfel settist aldrei formlega í helgan stein og varð meðal annars síðustu ár andlit auglýsingaherferða nokkurra stórfyrirtækja. Barbie gerði dúkku í hennar mynd og þá gaf hún út förðunarlínu með MAC.

Árið 2014 kom út heimildarmynd Albert Maysles um Apfel sem nefndist Iris. Fjórum árum síðar gaf hún út ævisögusína, Iris Apfel: Accidental Icon.

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2019/02/06/skrifar_undir_fyrirsaetusamning_97_ara/

 

 

til baka