mið. 3. apr. 2024 16:02
Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Fyrrverandi sendiherra á Íslandi eyðir stórfé

Jeffrey Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur efnt til umfangsmikillar auglýsingaherferðar að andvirði tæplega 470 milljóna króna vegna baráttu sinnar fyrir sæti í bandarísku öldungadeildinni.

afaf

Gunter, sem var sendiherra hérlendis á meðan Donald Trump var Bandaríkjaforseti, býður sig fram fyrir hönd Repúblikanaflokksins í ríkinu Nevada.

„Það er fólk að flæða yfir landamærin okkar,” sagði Gunter, sem er húðsjúkdómalæknir, við Fox News Digital. „Börn eru að deyja úr ofneyslu á fentanyl. Það eru glæpir á götum úti. Það ríkir ringulreið víða um heim…Get ég bara setið hjá og aðhafst ekkert þrátt fyrir þá djúpu og miklu reynslu sem ég bý yfir? Svarið er alls ekki.”

 

Gunter ætlar sér að velta úr sessi demókratanum Jacky Rosen sem er þingmaður á sínu fyrsta kjörtímabili í öldungadeildinni. Helsti andstæðingur Gunters innan Repúblikanaflokksins er hershöfðinginn fyrrverandi Sam Brown, sem nýtur m.a. stuðnings ríkisstjóra Nevada, Joes Lombardo, að sögn The Gazette.

Verður nánasti samstarfsmaður Trumps

„Góðu fréttirnar eru þær að MAGA-hreyfingin sér í gegnum fölsku stuðningsmennina og eins og ég sagði Trump forseta í gærkvöldi þá verð ég hans nánasti samstarfsmaður á bandaríska þinginu,” sagði Gunter við Las Vegas Review Journal í síðasta mánuði.

 

Tími Gun­ters á Íslandi á ár­un­um 2019 til 2021 ein­kennd­ist af deil­um. Á meðan hann starfaði sem sendi­herra á Íslandi vildi Gun­ter bera skot­vopn, þar sem hann hafði áhyggj­ur af ör­yggi sínu hér á landi. Það fékk hann ekki að gera. Einnig var hann sakaður um ógnarstjórn af fyrrverandi samstarfsfólki sínu. 

afa

til baka