Samstarfshópur einstaklinga, fyrirtækja og fjölmiðla stendur fyrir landssöfnun til styrktar þeim sem þjást vegna hamfaraflóðanna í Asíu. Söfnunin stendur frá þriðjudeginum 11. janúar til laugardagsins 15. janúar og nær hámarki með sameiginlegri sjónvarpsútsendingu Ríkissjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins á laugardagskvöldinu. Þann sama dag verður einnig safnað í Smáralind og Kringlunni, en gert er ráð fyrir að yfir 100 þúsund manns heimsæki þessar tvær verslunarmiðstöðvar.

Söfununarsímarnir eru: 901-1000 sem gefur 1.000 kr, 901-3000 sem gefur 3.000 kr. og 901-5000 sem gefur 5.000 kr.

Einnig er hægt að leggja inn fjárframlög á reikning hjá Landsbankanum sem er fjárvörsluaðili söfnunarinnar.

Reikningsnúmer: 0101-26-755500
Kennitala: 470105-3990

Verndari söfnunarinnar og talsmaður er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands.

Allt fé sem safnast fer til neyðarhjálpar og uppbyggingar á hamfarasvæðunum í gegnum hjálparstarf Rauða kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill, SOS barnaþorp og Unicef.

Fréttir af söfnuninni. Smellið hér til að lesa nýjustu fréttir af söfnuninni
Helstu styrktaraðilar. Smellið hér til að sjá lista yfir helstu styrktaraðil söfnunarinnar
Um hjálparstarfið. Smellið á merki samtakanna til að fræðast um starf þeirra:


       
Myndasýningar og fréttir:
Myndir Sverris Vilhelmssonar frá Taílandi á mbl.is
Hamfarir í Asíu á mbl.is
Myndasýning Rauða krossins
Myndasýning UNICEF
Hamfarir í Asíu á Vísi.is
Fréttir Stöðvar 2 af hamförunum í Asíu og hjálparstarfi

Til baka