Öflugur jarðskjálfti veldur flóðbylgjum í Asíu


Erlent | AP | 26.12 | 11:26

Fórnarlamba hamfaranna við Indlandshaf minnst víða um heim

Indversk stúlka sem missti foreldra sína í hamförunum...

Í dag er þess minnst að eitt ár er liðið frá því að um 210 þúsund manns létu lífið af völdum flóðbylgna úr Indlandshafi sem mynduðust í kjölfar gríðarlegs jarðskjálfta. Héraðið Aceh í Indónesíu varð verst úti þar sem það stóð næst skjálftamiðjunni og létust tvö af hverjum þremur fórnarlömbum flóðbylgnanna þar. Hinna látnu var minnst með mínútuþögn í höfuðstað héraðsins, Banda Aceh, á sama tíma í morgun og fyrstu flóðbylgjurnar skullu á ströndum þess fyrir ári síðan. Þá hljómaði viðvörunarsírena sem er hluti af nýju flóðavarnakerfi á Indónesíu. Mikil endurreisn fer nú fram í héraðinu en það mun taka mörg ár að koma þar öllu í fyrra ástand. Meira

Erlent | mbl | 5.12 | 9:37

Réttarrannsókn vegna breskra fórnarlamba flóðbylgjunnar

Í dag hefst réttarrannsókn vegna þeirra 93 Breta sem létu lífið í flóðbylgjunni í Asíu í fyrra. Settur hefur verið upp sérstakur réttarsalur í Olympia Exhibition Centre í Vestur-London til að hýsa rannsóknina næstu fjóra daga. Meira

Erlent | AP | 26.6 | 16:39

Franskra fórnarlamba hamfaranna í Asíu minnst í París

Aðstandendur fórnarlamba hamfaranna á Taílandi á 2. degi...

Um 200 aðstandendur þeirra 95 frönsku fórnarlamba sem létust í hamförunum við Indlandshaf komu saman á Trocadero torginu í París í dag og minntust látinna ættingja. Í dag er hálft ár liðið frá því flóðbylgja skall á ströndum 11 landa við Asíu með þeim afleiðingum að 178.000 manns lét lífið. Enn er 25 franskra ríkisborgara enn saknað, þar af eru 16 börn. Meira

Erlent | mbl | 22.6 | 12:37

Sex mánuðir liðnir frá náttúruhamförunum í Asíu

Íbúar Aceh-héraðs í Indónesíu brjóta niður rústir húsa...

Næstkomandi sunnudag verður liðið hálft ár frá því að flóðbylgjurnar í Suður-Asíu tóku líf yfir 200 þúsund manna og skildu enn fleiri eftir hjálparþurfi. Forsvarsmenn ýmissa hjálparstofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða rauða krossins komu saman í Genf í Sviss í morgun og fjölluðu um þann árangur sem náðst hefur og hvaða vandamál blasa við í dag. Sérstakur talsmaður og sendiboði SÞ á fundinum í morgun var Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna. Meira

Erlent | AP | 10.6 | 12:07

Munkar á Sri Lanka hótuðu að kveikja í sér

Nokkrir búddamunkar mótmæla samvinnu stjórnvalda við Tamíl...

Tugir búddamunka og fylgismenn þeirra á Sri Lanka mótmæltu því harðlega við hús forseta landsins í morgun að uppreisnarmenn Tamíl tígra fái hluta af því fjármagni sem safnast hefur til stuðnings fórnarlömbum flóðbylgjunnar sem skall á ströndum landsins á öðrum degi jóla á síðasta ári. Munkarnir sveifluðu bensínbrúsum og hótuðu að kveikja í sér. Meira

Erlent | AFP | 2.4 | 14:35

9 ástralskir hermenn farast við björgunarstörf á Nias

Byggingar urðu illa úti í skjálftanum, svo sem í bænum...

Níu ástralskir hermenn fórust er Sea King þyrla þeirra, sem þátt tók í björgunarstarfi á skjálftasvæðunum á eynni Nias í Indónesíu, fórst er hún nálgaðist afskekkt svæði á vesturströnd eyjunnar í dag. Meira

Erlent | AFP | 31.3 | 7:08

Meira en 620 látnir eftir jarðskjálfta í Asíu; vonir um að finna fleiri á lífi dvína

Börn sem slösuðust í skjálftanum á eyjunni Nias, ásamt...

Sameinuðu þjóðirnar segja staðfest að meira en 620 manns séu látnir eftir öflugan jarðskjálfta sem varð í norðvesturhluta Indónesíu í þessari viku. 600 manns hafa látist af völdum skjálftans á eyjunni Nias, 15 létust á Simelue og 9 manns á meginlandi Súmötru og á Banyak-eyjum, að því er talskona þróunarhjálpar SÞ, UNDP, sagði í samtali við AFP-fréttastofuna. Leit að fólki í húsarústum stendur yfir, en vonir um að finna fólk á lífi fara minnkandi. Meira

Erlent | AP | 30.3 | 20:05

Öflugir eftirskjálftar við Súmötru

Feðgar ganga framhjá skemmdum húsum í Gunung Sitoli á Nias-eyju.

Að minnsta kostir fjórir öflugir eftirskjálftar hafa orðið undan vesturstönd Sumötru á Indónesíu í dag og mældist sá síðasti þeirra 6,3 á Richter. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í skjálftunum og ekki var talin hætta á að flóðbylgja myndaðist af þeirra völdum. Skjálftarnir hafa allir orðið á svipuðum slóðum og stóri skjálftinn á mánudag en talið er að um 1.000 manns hafi farist í honum.

Erlent | AFP | 28.3 | 16:59

Jarðskjálfti upp á 8,2 á Richter ríður yfir Súmötru

Gríðarleg eyðilegging varð á Súmötru eftir mikinn...

Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig á Richter reið yfir indónesísku eyjuna Súmötru Indlandshaf í dag. Viðvörun vegna hættu á flóðbylgju hefur verið gefin út vegna skjálftans að því er japanska fréttastofan Kyodo hefur skýrt frá. Bandaríska flóðbylgjumiðstöðin í Kyrrahafinu segir að skjálftinn geti hugsanlega valdið flóðbylgju sem hafa muni mikla eyðileggingu í för með sér. Meira

Erlent | AFP | 2.3 | 13:20

Meira en 100 lík finnast á einum degi á hamfarasvæðum í Indónesíu

Íbúar Aceh-héraðs brjóta niður rústir húsa sinna til að...

Í gær fundust 117 lík fólks sem fórst í hamförum í Aceh-héraði í Indónesíu á annan dag jóla, að því er þarlendir embættismenn hafa skýrt frá. Nú eru rúmir tveir mánuðir liðnir frá því að öflugur jarðskjálfti olli mikilli flóðbylgju í Indlandshafi. Líkin fundust í borginni Banda Aceh sem varð verst úti af völdum hamfaranna. Meira

Erlent | AFP | 28.2 | 13:43

29 lík fundust á Sri Lanka þar sem flóðbylgjan fór yfir farþegalest

Íbúar kanna skemmdir í strandsvæðum Colombo, höfuðborgar...

Lögregla og íbúar á Sri Lanka leituðu í dag vandlega á staðnum þar sem flóðbylgjan mikla 26. desember hreif með sér farþegalest. Fundust 29 lík á svæðinu en talið er að um 1500 manns hafi verið í lestinni þegar flóðbylgjan skall á henni. Meira

Erlent | AFP | 20.2 | 11:13

Bush og Clinton komnir komnir til Sri Lanka

Bush og Clinton í Aceh héraði í Indónesíu fyrr í dag.

Bill Clinton og George Bush eldri, fyrrum Bandaríkjaforsetar eru á ferð um hamfarasvæðið við Indlandshaf, þar sem miklar flóðbylgjur skullu á 26. desember sl. Þeir hafa þegar skoðað sig um í Taílandi og í Aceh héraði í Indónesíu, en í dag komu þeir til Sri Lanka. Þar fórust næstum 31.000 manns af völdum hamfaranna á annan dag jóla. Á Sri Lanka munu þeir eiga viðræður við Chandriku Kumaratunga, forseta landsins um hjálparaðgerðir í kjölfar flóðbylgnanna. Meira

Erlent | AFP | 19.2 | 9:19

Bill Clinton og Bush eldri skoða hamfarasvæði í Taílandi

Clinton og Bush skoða líkan af taílenskum fiskibáti í...

Bill Clinton og George Bush eldri, fyrrum Bandaríkjaforsetar, eru staddir í Taílandi en í dag munu þeir fara um svæði sem urðu illa úti af völdum flóðbylgna á annan dag jóla. Munu fyrrum forsetarnir alls ferðast til fjögurra landa á hamfarasvæðunum við Indlandshaf og leggja mat á þörf fyrir aðstoð, en nú eru sjö vikur eru liðnar frá hamförunum. Meira

Erlent | AFP | 17.2 | 16:36

Fækkað á lista yfir Svía sem saknað er eftir hamfarir í Asíu

Þjóðarsorg ríkti í Svíþjóð eftir hamfarirnar á annan dag jóla.

Sænsk lögregla fækkaði í dag um 13 manns á lista yfir fólk sem saknað er eftir hamfarir í Asíu á annan dag jóla. Nú eru 552 einstaklingar á listanum, en nöfnin voru birt í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Meira

Erlent | AP | 17.2 | 9:45

Sænsku konungshjónin sýna Taílendingum þakklæti sitt

Svíakonungur í Bangkok í dag.

Karl Gústaf Svíakonungur og eiginkona hans, Silvía drottning, komu til Taílands í dag en þar munu þau ferðast um svæði sem urðu illa úti af völdum flóðbylgna á annan dag jóla og sýna Taílendingum þakklæti fyrir að aðstoða sænsk fórnarlömb hamfaranna. Meira

Erlent | AP | 16.2 | 15:16

Lokið við að bera kennsl á lík útlendinga eftir hamfarir í Taílandi á næstu 4 mánuðum

Hreinsunarstörf á Phuket-eyju á Taílandi, skömmu eftir hamfarirnar.

Lokið verður við að bera kennsl á næstum öll lík þeirra útlendinga sem fórust í Taílandi þegar flóðbylgjur riðu yfir á annan dag jóla á næstu fjórum mánuðum, en taílensk lögregla skýrði frá þessu í dag. Hingað til hafa kennsl verið borin á um 300 lík og hafa þau verið afhent aðstandendum fórnarlambanna. Meira

Erlent | mbl | 1.2 | 11:55

Fatahaugar hlaðast upp á strönd Banda Aceh

Mynd sem tekin var eftir flóðbylgjuna en birt í dag sýnir...

Fréttamenn segja að miklir haugar af rennblautum fötum hafi myndast á ströndinni við Banda Aceh, héraðshöfuðborg Aceh-héraðs á Súmötru. Um er að ræða fatnað, sem fluttur hefur verið til svæðisins í tengslum við hjálparstarf vegna náttúruhamfaranna 26. desember. Þá eru einnig rifnir kassar með matvælum í fatahaugunum. Meira

Erlent | mbl | 31.1 | 20:22

Franskur dómstóll úrskurðar fórnarlömb flóðbylgjunnar látin

Maður ber í dag borð fyrir borð úr skipi sem hafnaði á...

Franskir dómstólar hófust handa um það á föstudag að lýsa franska ferðamenn sem saknað hefur verið í kjölfar flóðbylgjunnar við Indlandshaf á annan dag jóla sem látna. Meira

Erlent | mbl | 28.1 | 9:35

Þrettán prósent barna í Banda Aceh þjáist af vannæringu

Fjögrra mánaða barn sefur úr hengirúmi í búðum í Indónesíu.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að nærri 13% barna í Banda Aceh, héraðshöfuðborg Aceh-héraðs á Súmötru í Indónesíu, þjáist af vannæringu sem dregur úr vexti og andlegum þroska og veikir ónæmiskerfið. Segja samtökin að bregðast verði án tafar við þessu og að ástandið kunni jafnvel að vera verra í héröðum utan við borgina. Meira

Erlent | mbl | 25.1 | 6:43

Tala fórnarlamba flóðbylgjunnar komin yfir 280.000 manns

Indónesísk kona leitar horfinna eigna við Surien. Þar var...

Fjöldi þeirra sem talinn er hafa farist af völdum flóðbylgjunnar miklu við Indlandshaf á annan í jólum steig í dag í rúmlega 280.000 manns, aðallega vegna nýrra upplýsinga sem birtar hafa verið um manntjón og fjölda saknaðra í Indónesíu. Í heild eru 228.429 Indónesar taldir hafa farist eða er saknað. Meira

Erlent | AFP | 24.1 | 16:49

Kennsl borin á lík fjögurra Dana á Taílandi

Danskir sérfræðingar hafa borið kennsl á lík fjögurra Dana, sem fórust þegar flóðbylgja skall á ströndum Taílands 26. desember sl. Er þá staðfest að 12 Danir að minnsta kosti létu lífið í náttúruhamförunum en 36 er enn saknað á hamfarasvæðunum. Hins vegar hefur einn einstaklingur, sem skráður var sem týndur, komið í leitirnar heill á húfi. Meira

Erlent | AP | 24.1 | 15:36

SAS sendir Dönum, Svíum og Norðmönnum reikning fyrir að flytja fólk frá hamfarasvæðum

Farþegaflugvél frá SAS hefur sig til flugs.

Skandínavíska flugfélagið SAS hefur sent reikning upp á 4 milljónir dala, sem samsvarar um 249 milljónum íslenskra króna, til ríkisstjórna Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Er um að ræða kostnað sem hlaust af ferðum SAS til Taílands sem þangað voru farnar til þess að flytja norræna borgara á brott þaðan eftir hamfarirnar í Indlandshafi á annan dag jóla. Meira

Erlent | mbl | 23.1 | 10:12

Fannst á lífi 25 dögum eftir hamfarir í Asíu

Indverski sjóherinn bjargaði á föstudag manni sem lifði af hamfarirnar í Indlandshafi á annan dag jóla. Flóðbylgjan hreif manninn með sér og hafnaði hann á afskekktri smáeyju sem er að finna á Andaman og Nicobar eyjum. Maðurinn Michael Mangal hafði lifað á kókoshnetum þann tíma sem hann dvaldist á eyjunni. Meira

Erlent | AP | 22.1 | 13:05

Tamíl tígrar reiðubúnir að vinna með stjórn Sri Lanka að dreifingu hjálpargagna

Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, tekur í hönd...

Norskir sendifulltrúar á Sri Lanka hafa hvatt ríkisstjórn landsins og uppreisnarmenn úr röðum Tamíl tígra til þess að koma á laggirnar sameiginlegri stjórn vegna dreifingar aðstoðar til fórnarlamba hamfara í landinu á annan dag jóla. Fulltrúar Tamíla lýstu sig í dag reiðubúna til þess að taka þátt í slíku samstarfi. Meira

Tækni & vísindi | mbl | 20.1 | 20:09

Notendur EVE Online gefa til neyðarhjálpar

Erlent | AP | 16.1 | 11:29

Norrænir forsætisráðherrar í Taílandi

Erlent | Morgunblaðið | 10.1 | 5:30

Tamílar ósáttir við Annan

Erlent | AP | 7.1 | 9:41

Colin Powell heimsækir Srí Lanka

Erlent | AFP | 7.1 | 6:14

Annan og Powell halda til Sri Lanka

Erlent | AFP | 6.1 | 16:38

Unglingur hafðist við í tré í 10 daga

Erlent | mbl | 5.1 | 21:24

Bush gefur 10.000 dollara úr eigin vasa

Innlent | mbl | 5.1 | 19:44

Íslenska hjúkrunarfólkið komið heim

Erlent | AFP | 5.1 | 7:35

Annan kominn til Jakarta

Erlent | AFP | 5.1 | 7:01

Opna þurfti 600 líkpoka að nýju

Veröld/Fólk | mbl | 4.1 | 22:06

Kvikmyndastjörnur gefa fé til hjálparstarfs

Veröld/Fólk | mbl | 4.1 | 20:44

Hetja á hamfarasvæðum fangelsuð við heimkomu

Erlent | mbl | 4.1 | 20:22

Skoskir þingmenn gjafmildir

Innlent | Morgunblaðið | 4.1 | 5:30

Aðeins eftir að hafa uppi á einum Íslendingi

Erlent | mbl | 3.1 | 7:37

Tala Dana, sem saknað er, lækkaði

Erlent | AP | 2.1 | 17:15

Fannst á lífi viku eftir hamfarirnar

Erlent | mbl | 2.1 | 16:47

Tala þeirra Svía sem saknað er lækkar

Erlent | AP | 2.1 | 11:11

Þjóðarsorg í Danmörku í dag

Erlent | AFP | 31.12 | 16:06

Áramót í skugga hamfara í Asíu

Erlent | AP | 31.12 | 14:09

Powell á hamfarasvæðin

Innlent | mbl | 31.12 | 12:14

Barnaheill með söfnun vegna hamfara í Asíu

Erlent | AFP | 31.12 | 10:31

Þjóðarsorg á Sri Lanka

Erlent | AFP | 31.12 | 8:22

Um 3500 Svía saknað í Taílandi

Innlent | Morgunblaðið | 31.12 | 5:30

Aðstoð Íslands aukin

Erlent | AFP | 30.12 | 13:23

Tala látinna komin yfir 118 þúsund

Innlent | Morgunblaðið | 30.12 | 5:30

15 Íslendingar á Hua Hin

Erlent | Morgunblaðið | 30.12 | 5:30

Fagnaðarfundir í Phuket

Tækni & vísindi | Morgunblaðið | 30.12 | 5:30

Heimskortið breyttist

Innlent | Morgunblaðið | 30.12 | 5:30

Utan hamfarasvæðanna

Innlent | Morgunblaðið | 30.12 | 5:30

Engir Íslendingar á sjúkrahúsum í Phuket

Erlent | Morgunblaðið | 30.12 | 5:30

Skynjuðu dýrin hættuna?

Innlent | Morgunblaðið | 30.12 | 5:30

Íslendingar í Taílandi taldir öruggir

Erlent | AFP | 29.12 | 15:31

Staðfest tala látinna komin yfir 80 þúsund

Erlent | AFP | 29.12 | 9:38

Indverjar afþakka erlenda neyðarhjálp

Erlent | mbl | 29.12 | 8:54

Staðfest að yfir 68 þúsund létu lífið

Innlent | Morgunblaðið | 29.12 | 5:30

Í óvissu um ættingja sína

Innlent | Morgunblaðið | 29.12 | 5:30

Til Taílands í útskriftarferð

Erlent | Morgunblaðið | 29.12 | 5:30

Flaumurinn hreif með sér lest á Sri Lanka

Innlent | Morgunblaðið | 29.12 | 5:30

Báru lík úr stórmarkaði upp á pallbíla