Aðalréttir

Kjúklingaréttur sem gæti breytt lífi þínu

Í gær, 14:13 Það er alltaf gaman og reyndar bráðnauðsynlegt að prófa eitthvað nýtt. Þessi réttur fellur í þann flokk og ætti sannarlega að prófa. Svo má útfæra að eigin höfði en við fullyrðum að bökur eru matur sem við ættum að borða mun oftar. Meira »

Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu

Í gær, 11:08 Þessi réttur er nákvæmlega það sem þarf á degi sem þessum. Auðveldur og æðislegur - eru lýsingarorðin sem ná best yfir þennan snilldarrétt. Meira »

Ofnbakaður lax með mögnuðu meðlæti

í fyrradag Það er við hæfi að hefja vikuna með þessum dásamlega rétti sem tikkar í öll box hvað varðar bragð og almenn skemmtilegheit. Hér erum við ekki bara með lax - þó einn og sér væri hann mikið meira en nóg. Meira »

Syndsamlega gott sunnudagslamb með geggjuðu meðlæti

21.10. Er sunnudagshefðin lambalæri og kartöflur á gamla vísu eða er landinn dottinn úr hefðinni? Sama hvort það er hefð eður ei, við erum alltaf til í safaríkt lambalæri sem þetta með grænmeti, kartöflum og nóg af hvítlauk. Meira »

Tortilla pizza sem slær í gegn

20.10. Þessi pizza er svo ljúffeng að þú munt gera hana aftur og aftur. Í raun má nota hvað sem er á svokallaðar tortilla pizzur sem eru öðruvísi nálgun á hinar klassísku brauðpizzur. Meira »

Pítsa sem sprengir skilingarvitin

19.10. „Það er allt búið að vera á öðrum endanum hjá okkur og pítsurnar okkar hafa selst upp undanfarið,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson hjá Pure Deli en hann segir að áberandi vinsælastar séu rauðrófu pítsan og avókadópítsan sem sé með spínatbotni. Meira »

Ómótstæðileg föstudagspítsa

19.10. Hér gefur að líta föstudagspítsu sem ætti engan að svíkja enda er hún eins ítölsk og þær geta framast orðið. Fullkomin á föstudegi sem þessum... Meira »

Magnað mexíkóostapasta með skinku, papriku og chili

17.10. „Þegar það liggur grænmeti á síðasta snúningi í ísskápnum, eða afgangar af ostum, þá þykir mér gott að nýta það í pastarétt," segir Svava Gunnarsdóttir meistarakokkur með meiru um þennan pastarétt sem ætti að falla í kramið hjá öllum. Meira »

Mánudagsfiskur í sparibúningi

15.10. Þessi uppskrift er hreinasta sælgæti en þó svo einföld og frábær. Það sem er þó mögulega best við þennan rétt er að hann er svo heiðarlegur eins og útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson mynd segja. Meira »

Nautasteik að hætti Marco Pierre White

12.10. Marco Pierre White er með merkilegri matreiðslumönnum veraldar og er saga hans sérlega áhugaverð. Jafnframt kunni hann að elda betur en flestir og því er þessi uppskrift gæðavottuð í gegn ef svo má að orði komast. Meira »

Harissa-lambasteik úr nýjustu bók Nönnu

11.10. Hér gefur að líta uppskrift úr nýjustu bók Nönnu Rögnvaldar, Beint úr ofninum, en uppskriftin er í miklu uppáhaldi hjá Nönnu. Hún segir lambainnralæri henta ágætlega til fljótlegrar steikingar í ofni, nema hvað tíminn sem það þarf er svo stuttur að það nái varla að brúnast almennilega og liturinn getur orðið óspennandi. Meira »

Girnilegasti pastarétturinn

10.10. Ef þú elskar pasta og ert til í ljúffengan rétt sem tekur enga stund að græja – þá er þetta uppskrift fyrir þig.   Meira »

Einfalt kjúklingapasta sem börnin elska

9.10. Þessi uppskrift er í senn afskaplega auðveld og barnvæn. Rétturinn er eldaður á einni pönnu og gæti ekki verið betur til þess fallinn að gæða sér á við kvöldverðarborðið í faðmi fjölskyldunnar. Meira »

Frönsk lauksúpa sem allir ráða við

6.10. Frönsk lauksúpa er í hugum margra hið heilga gral franskrar matargerðar. Að sama skapi mikla margir fyrir sér gerð hennar en hér er að finna alveg hreint úrvals uppskrift af lauksúpu sem fær bragðlaukana til að góla af gleði. Meira »

Ómótstæðileg haustsúpa með kjúklingi

4.10. Ef það er eitthvað sem getur ekki klikkað er það þessi súpa. Hér erum við að tala um hina fullkomnu haustsúpu sem er í senn ótrúlega bragðgóð, afar seðjandi, bráðholl auk þess sem hún flytur okkur um stund á fjarlægar slóðir. Meira »

Kjúklingapasta á kortéri

3.10. Á degi sem þessum er alveg glórulaust að ætla sér að eyða of miklum tíma í eldhúsinu. Við sláum samt ekkert af kröfunum og því er eina vitið að skella í þetta dásemdarkjúklingapasta sem tekur bara kortér að gera. Meira »

Dry age rib-eye að hætti mömmu Lindu Ben

19.10. Þetta er mögulega ein óþjálasta fyrirsögn sem sögur fara af sem er svo sem ekkert skrítið enda er hún afar sérstök. Innihald fréttarinnar er þó öllu betra því hér gefur að líta uppskrfit að heilsteiktri rib-eye steik sem matarbloggarinn Linda Ben fullyrðir að sé hreint framúrskarandi. Meira »

Sesamkjúklingur sem þú munt elska

18.10. Hinn fullkomni haustkjúklingur heilsar hér með sesamfræjum og engifer. Ekkert gleður kokkinn meira á heimilinu, en réttur sem allir munu elska, stórir sem smáir. Meira »

Æðislegt pasta með beikoni og blómkáli

16.10. Hér bjóðum við til leiks eina ofureinfalda en afar bragðgóða uppskrift að blómkálspasta með beikoni sem allir munu elska.  Meira »

Sesarsalat letingjans

13.10. Það er kannski ekki sanngjarnt að kalla þetta „salat letingjans“ en það er það engu að síður. Hér færðu hinn fullkomna grunn að góðu sesarsalati eða byrjun á frábærri máltíð með því að bæta t.d. kjúklingi við uppskriftina. Meira »

Geggjað kjúklingataco með avókadó og kóríandersósu

12.10. Það er fullkomið að loka þessari annars ágætu viku á því að fá sér sjúklega girnilegt taco í kvöldmat. Hér er kjúklingurinn í aðalhlutverki en kóríandersósan er algjört sælgæti og maísinn fullkomnar máltíðina. Meira »

Ofureinfaldur kjúklingaréttur sem gerir daginn betri

11.10. Kjúklingur er alltaf klassík og þessi uppskrift er ein af þeim sem gera allt betra. Hér er búið að taka kjúklingabringurnar og skera í bita sem síðan eru meðhöndlaðir eftir kúnstarinnar reglum. Meira »

Haustkjúklingurinn sem mettar heilan her

10.10. Hér kemur réttur sem enginn má láta fram hjá sér fara, sérstaklega ekki þeir sem búa á stórum heimilum því þessi uppskrift mettar marga maga. Meira »

„Krispí“ fiskur sem kemur öllum í gott skap

8.10. Við elskum góða fiskuppskrift á mánudegi og þessi ætti engan að svíkja. Reyndar er hún þess eðlis að börn jafnt sem fullorðnir ættu að elska hana og fyrir þá sem vilja ekki hvítlauksmajó er gamla góða kokteilsósan alltaf vinsæl. Meira »

Pasta að hætti Jennifer Berg

5.10. Þessi uppskrift er í senn einstaklega einföld og ofboðslega góð á bragðið enda kemur hún úr smiðju Jennifer Berg. Jennifer er mikill matgæðingur og meistarakokkur enda var henni á dögunum boðin þátttaka í sænsku útgáfunni af Master Chef-þáttunum. Meira »

Fettuccine með ofnbökuðum camembert

4.10. Hvað er betra en pasta sem er löðrandi í bráðnum camembert og öðru gúmmelaði? Nákvæmlega ekkert enda er þessi uppskrift mögulega á pari við fullkomnun. Hreinræktað haustfæði sem hressir okkur við. Meira »

Kjúklingur í dásamlegri rjómasósu

2.10. Hér erum við með svokallaðan „keppnis- kjúkling sem þýðir að uppskriftin inniheldur fjögur eða fleiri hráefni sem við elskum. Meira »