Aðalréttir

Æðislegur lax með fetaosti

10:36 Það er fátt betra á degi sem þessum en gómsætur lax sem við kjósum að kalla lúxuslax. Hér er um að ræða ákaflega skemmtilega bragðsamsetningu sem við hvetjum ykkur til að prófa - þó ekki væri nema bara til að lyfta ykkur aðeins upp. Jarðarber og fetaostur tóna hér skemmtilega saman og útkoman er alveg hreint frábær. Meira »

Einfaldur appelsínulax á grillið

14.6. Eins og tíðin er má allt eins steikja laxinn á pönnu en örvæntið eigi - bragðið mun bæta geðheilsuna til muna. Hér gerir appelsínan gæfumuninn en í bland við hunang verður útkoman hrein unaðsleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Meira »

Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu

11.6. Ferskur fiskur er eina vitið á degi sem þessum þar sem við gírum okkur upp fyrir komandi viku og missum ekki vonina um veðurblíðu þó að spáin sé hreint út sagt arfaslæm. Meira »

Sælgætis skötuselur með engifer, chili og lime

10.6. Hugi Kristinsson matreiðslumaður á Tryggvaskála á Selfossi galdrar hér fram fyrir lesendur dásemdar skötusel sem borinn er fram með parmaskinkuvöfnum aspas. Meira »

Lambalæri eins og þú hefur aldrei bragðað það áður

10.6. Það er fátt meira viðeigandi á sunnudegi en gott lambalæri sem mallar í ofninum á meðan fjölskyldumeðlimir býsnast yfir veðrinu. Þetta snýst nefnilega allt um stemninguna og góður matur getur miklu breytt eins og við vitum öll. Meira »

Grillað rib eye með timian smjöri og bökuðum kartöflum

8.6. Sveinn Sævar Frímannson heldur þétt um spaðana á hinum rómaða veitingastað Berlín á Akureyri. Sveinn er jafnframt afkastamikill grillari og þeir sem eru svo heppnir að fylgjast með honum á Snapchat fá oft hressandi matarmyndbönd úr blíðunni fyrir norðan sem hefur verið með eindæmum undanfarið. Meira »

Stökkt og bragðmikið kjúklingatacos

6.6. Það er fullkominn dagur í dag fyrr kjúklingatacos en þessi uppskrift inniheldur flest það sem gott taco þarf að prýða  Meira »

Auðveldasta lasagna í heimi

5.6. „Ég get ekki annað en mælt með því að þið prófið þessa uppskrift mína og þið munuð sannfærast. Það þarf ekki einu sinni að skera niður hráefnin. Og það sem er best er að það er búið til frá grunni úr 100 % fersku hráefni og grænmeti.“ Meira »

Æðisleg bleikja á 15 mínútum

4.6. Það er fátt sumarlegra og bragðbetra en þessi frábæri bleikjuréttur sem hér er matreiddur á pönnu en má að sjálfsögðu grilla líka ef svo ber við. Meira »

Lambaborgarar með sítrónu- og capers-aioli og fennelsalati

2.6. Hver vill ekki prófa eitthvað splunkunýtt og spennandi í næsta grilli? Mögulega eitthvað sem fær fólk til að æpa af gleði og dásama matreiðsluhæfileika þína og hugvitssemi. Þú tekur hólinu af hógværð enda veistu að þú varst með skothelda uppskrift í höndunum. Meira »

Brakandi fersk og gómsæt bleikja

1.6. Þessi uppskrift er sérlega fersk og góð enda ættuð úr Hafnarfirðinum - nánar tiltekið á veitingastaðnum Krydd í Hafnarhúsinu. Það er fátt sem toppar jarðskokkamauk með bleikju og heilt yfir er þetta fyrirtaksréttur sem hægt er að stekja bæði á pönnu eða grilla á grilli. Meira »

Sjúklegt humarsalat úr Hafnarfirði

30.5. Það er fátt sem litar tilveruna meira en gott humarsalat. Þetta er ein af þessum staðreyndum sem þarf ekkert að deila um og allir eru sammála (eða flestir). Við erum algjörlega að elska þessa uppskrift enda kennir ýmissa grasa; allt frá appelsínum upp í soya og sesam. Meira »

Fitness fiskur Gordon Ramsay

28.5. Gordon Ramsay er enginn aukvisi þegar kemur að því að elda góðan mat og þessi uppskrift kemur úr bókinni Gordon Ramsay´s Ultimate Fit Food sem inniheldur bara fitness uppskriftir - eða hollustu uppskriftir ef þið viljið frekar kalla það því nafni. Meira »

Kjúklingasúpa með asískum kryddum

24.5. Sirrý í Salt eldhús er afburðarflink í eldhúsinu enda fyrrrverandi ritstjóri Gestgjafans, þáttagerðakona og almennur eldhús-gúrú. Hér gefur að líta uppskrift fá henni að kjúklingasúpu með asískum kryddum sem er fullkomin í hvert mál. Meira »

Druslupasta Nigellu

23.5. Áður en þið takið andköf af hneykslan og hryllingi ber að útskýra þessa fyrirsögn en hún er komin frá Nigellu sjálfri.  Meira »

Fullkomið lasagne Evu Laufeyjar

22.5. Konan sem átti vinsælustu uppskriftina á Matarvefnum í fyrra er hér mætt með sjóðheita lasagna uppskrift sem hún fullyrðir að sé fullkomin. Meira »

Pulled “pork” taco með ananas salsa

7.6. Við erum alltaf spennt fyrir nýjungum og hér er Linda Ben að prófa eitthvað sem margur hefði haldið að væri snargalið en er það bara alls ekki. Meira »

Beikonvafinn kjúklingur með guacamole

5.6. Beikonvafinn kjúklingur er mögulega ein snjallasta uppfinning í heimi. Hún sameinar ansi margt af því sem við elskum, er fáránlega góð og gerir máltíðina að sannkallaðri veislumáltíð. Meira »

Kjúklingur fylltur með sólþurrkuðum tómötum, spínati og osti

4.6. Hvað er fallegt, gott og bragðast eins og himnaríki? Svarið er þessi dásamlega kjúklingauppskrift sem er hér að neðan. Hvað getur svo sem klikkað þegar búið er að fylla fagran kjúlla með mörgu af því dásamlegasta sem lífið hefur upp á að bjóða? Meira »

Heilgrillaður fiskur sem slær í gegn

2.6. Grillfeðurnir eru mættir með uppskrift sem þeir kalla Draum veiðimannsins enda er veiðin komin á fullt að þeirra sögn og ekki seinna vænna en að fara að heilgrilla fiska sumarsins. Meira »

Kryddlegnar lambakótilettur með hvítlauks- og jógúrtdressingu

2.6. Kótilettur eiga alltaf vel við og þessi uppskrfit er fremur frábær og snareinföld. Að auki flokkast hún klárlega sem „gourmet“ enda kemur hún úr smiðju Bon Appetit sem þykir nú með vandaðri matreiðslupésum sem gefinn er út. Meira »

Sumarlegur hollustukjúklingur sem slær í gegn

30.5. Þessi geggjaði sumarkjúlli er örugg alslemma. Dressingin er alveg hreint margslunginn og sérlega skemmtileg og við mælum svo sannarlega með þessum dásemdarrétt. Meira »

Fáránlega góður kjúklingur á 15 mínútum

29.5. Þessi kjúklingaréttur fær fullt hús stiga frá Berglindi Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt en hann kemur einmitt úr smiðju hennar. Berglind segir hann bæði fljótlegan og sérlega bragðgóðan sem er um það bil allt sem við viljum fá út úr góðri máltíð. Meira »

Lúxús lambarif með rabbabaragljáa

25.5. Þessi uppskrift er klárlega dýrari týpan enda gefur hér að líta eina al-skemmtilegustu uppskrfit sem sést hefur á Matarvefnum lengi. Meira »

Balsamik kjúklingur með geggjuðu grænmeti

24.5. Þessi kjúklingur er sérlega fagur á að líta. Hann inniheldur mikið af græmneti og fyllir því í flest box enda bragðgóður, girnilegur, einfaldur, hollur og fallegur. Meira biðjum við víst ekki um! Meira »

Vandræðalega góðar núðlur

22.5. Þessar núðlur eru merkilega góðar enda er það kunnara en frá þurfi að segja að allt sem inniheldur fiskisósu er frábært. Bragðið er margslungið og í alla staði akkúrat það sem maður þarf í kroppinn. Meira »

Mögnuð sjávarréttasúpa sem er stútfull af góðgæti

21.5. Galdurinn við þessa dásemdar uppskrift hér að neðan er chorizo pylsan. Bæði gefur hún skemmtilegt bragð sem kallast á við hófstemmdara bragð sjávarfangsins en svo gefur hún líka frá sér lit sem fer súpunni ákaflega vel. Meira »