„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

í gær Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Nördar ná árangri á sínu sviði

14.1. Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi, að sögn Andreu Róbertsdóttur en hún notar hana mikið í starfi sínu sem stjórnandi. Að hennar mati er mikilvægt að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti þar sem einstaklingar uppgötva sig aftur og aftur á tímum breytinga. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

í fyrradag Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Að hafa hugrekki til að njóta lífsins

14.1. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir er stofnandi Heilsufélagsins, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja með það að markmiði að efla innihaldsríka velgengni. Meira »

Lykillinn á bak við velgengni Opruh

14.1. Líf Opruh Winfrey breyttist þegar hún tók þá ákvörðun að nýta sjónvarpið í sína þágu. Hún segir mikilvægt að þekkja sjálfan sig og hvernig maður geti nýtt sjálfan sig. Meira »

Ertu að gera það sama og ríkasti maður heims?

13.1. Warren Buffett er frábær náungi sem hefur haldið sínum grundvallarhugmyndum nánast allt sitt líf. Hann gerir hlutina ekki eins og allir, enda er hann einn ríkasti maður heims og hefur verið það í talsvert mörg ár. Sjáum hvort þú sért að gera það sem virkar til að ná á toppinn þegar kemur að peningum. Meira »

Áramótaheit Marks Zuckerbergs

11.1. Facebookstofnandinn Mark Zuckerberg hefur sett sér persónulegar áskoranir á hverju ári frá árinu 2009. Áskoranirnar, sem eru eins konar áramótaheit, eru eins mismunandi og þær eru margar. Meira »

Persónuleg stefnumótun fyrir 2018

9.1. Eitt sinn sagði mér góður maður, sem hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að setja sér krefjandi markmið og farið öfganna á milli við að reyna að ná þeim, að nú væri svo komið að hans eina markmið væri að setja sér ekki markmið. Upplifun hans var sú að þrátt fyrir að sum markmið næðust en önnur ekki, þá væri álagið, öfgarnar, streitan og skapgerðarsveiflur sem fylgdu markmiðasetningunni, of dýrkeypt. Meira »

Fátækasti forseti heims gefur 10 ráð

6.1. Pepe, sem hlaut nafngiftina fátækasti forseti heims, gefur 90% af laununum sínum til góðra mála. Hann gefur lítið fyrir það að vera kallaður fátækur og bendir á að raunverulega fátækt sé helst að finna hjá þeim sem eru neysluríkir. Meira »

Bootcamp fyrir peningabudduna

4.1. Fjármál geta valdið mikilli streitu og það er margsannað að streita hefur heilsuspillandi áhrif, bæði andlega og líkamlega. Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, er með námskeið fyrir fólk sem vill ná tökum á fjármálum sínum. Meira »

Morgunrútína Victoria's Secret-fyrirsætu

3.1. Fyrirsætan Victoria Lee mikil morgunmanneskja og kemur miklu í verk fyrir morgnana. Morgunrútínan hennar er þétt og löng en henni finnst rútínan gera sig tilbúna fyrir frábæran dag. Meira »

Gerðu upp árið á markvissan hátt

1.1. Hverjir voru þínir stærstu sigrar á þessu ári? Hvað geturðu þakkað fyrir? Í hverju tókstu áhættu? Hvaða verkefni eða atburðir hafa haft mesta þýðingu? Hvaða verkefnum laukstu ekki á þessu ári? Hvað er það sem þú gleðst yfir að hafa áorkað? Meira »

Að vera andlegur í heimi rökhyggjunnar

31.12. Eva H Baldursdóttir segir að mesti galdurinn í lífinu sé að njóta nú-sins, að í stundinni séu ekki vandamálin, heldur í fortíðinni eða framtíðinni. Hér gerir hún upp árið, talar um fallegasta augnablikið og það sem máli skiptir í lífinu. Meira »

10 lífsreglur Maya Angelou

25.12. Marguerite Annie Johnson eða Maya Angelou eins og við þekkjum hana er ein áhugaverðasta frelsishetja okkar tíma að mati margra. Hún var rithöfundur, ljóðskáld og einstaklega góð manneskja. Hún naut velgengni í lifanda lífi og hafði þó nokkuð til málanna að leggja. Meira »

Hið fullkomna dagskipulag

14.12. Er aldrei tími til að fara í ræktina eftir vinnu? Ertu að háma í þig vont kremkex rétt áður en vinnutíminn er búinn? Það má læra ýmislegt af vísindamönnum sem rannsakað hafa hvernig best er að haga lífinu og þar með dagskipulaginu. Meira »

7 leiðir að hamingjusömu lífi

2.1. Victor Frankl faðir Logotheraphy-hreyfingarinnar um tilgang lífsins lét hafa eftir sér tilvitnunina: „Það sem fólk þarfnast í lífinu er ekki rólegt líf, heldur líf þar sem maðurinn lifir fyrir það sem skiptir hann máli.“ Meira »

Þessar fréttir gerðu líf okkar betra

1.1. Smartland elskar velgengni og góð ráð til að auka hana í lífi sérhvers manns. Árið 2017 leituðum við margra leiða til upplýsa lesendur og gera líf þeirra betra með góðu lesefni. Hér er listi yfir vinsælustu fréttir ársins í þessum flokki. Meira »

Áramótaheit í anda helstu hugsuða

29.12. Gerðu göngu að listgrein, lærðu um sjálfan þig, gerðu bara það sem skiptir þig máli, láttu verkin tala, vertu hluti af heiminum, haltu áfram að vaxa, vertu eins og vatnið, snúðu óvinum þínum í vini og að lokum vertu þakklát/ur fyrir áskoranirnar í lífinu. Meira »

Með skýr skilaboð til ungra kvenna

19.12. Angelina Jolie hvetur ungar konur til dáða. „Kona sem eyðir deginum sínum í að versla mun verða sú kona,“ segir Jolie og hefur hærri væntingar til ungra kvenna en það. Meira »

Hvaða jólatýpa ert þú?

7.12. „Frá sjónarhóli fræðanna um peningapersónugerðirnar glímum við öll við einhvers konar peningaáskoranir auk þess sem gjafir hverrar og einnar týpu hafa ákveðið fram að færa um jólin. Kannastu við sjálfa/n þig og fólkið í kringum þig í einhverjum af eftirfarandi lýsingum?“ Meira »

Ásdís Rán gefur út sjálfshjálparbók

1.12. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er að gefa út bókina Valkyrjuna sem er lífsstílsleiðarvísir og vinnubók fyrir konur á öllum aldri. Bókin er fyrir þær sem vilja móta líf sitt og búa til skýra sýn fyrir framtíðina. Bókin er líka fyrir þær sem vilja finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt. Meira »

Siðblindir einstaklingar þrífast á völdum

30.11. „Siðblindir einstaklingar í opinberum störfum eru mikil ógn fyrir vinnustaði, starfsfólk og samfélagið í heild. Þetta er skv. rannsóknum Clive Roland Boddy, en hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á persónum sem falla undir þessa greiningu. Skv. honum eru siðblindir einstaklingar þrisvar sinnum fleiri í æðstu stöðum þjóðfélagsins heldur en í hinu almenna þýði þjóðar.“ Meira »

Kaupa, leigja eða deila bíl?

25.11. Eins og flestir vita flokkast bílar almennt ekki sem góð fjárfesting. Þeir lækka í verði milli ára og því þarf að taka afföllin til greina. En á móti kemur að það kostar að jafnaði minna að reka nýlegri bíla þar sem þeir bila sjaldnar auk þess sem margar nýjar bílategundir eru sparneytnari og jafnvel umhverfisvænni en eldri bílar. Meira »

Börnin þurfa að vinna fyrir sér

16.11. Þau ríku og frægu gætu gefið börnum sínum svo mikinn pening að þau gætu verið í fríi á sólarströnd allt sitt líf. Margar stjörnur ætla þó ekki að láta börnin komast upp með það að vinna ekki handtak. Meira »

Stjörnunar voru með plan B

12.11. Ef maður landar ekki draumstarfinu er gott að vera með plan B. Stjörnurnar eru með á hreinu hvað þær væru að gera ef þær hefðu ekki slegið í gegn. Meira »

Óstundvísu fólki farnast betur í lífinu

6.11. Er kvartað undan því að þú mætir of seint á fundi eða stefnumót? Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það gagnrýnir óstundvíst fólk en óstundvísir þykja almennt vera farsælt fólk. Meira »

Lykillinn að sköpunargáfunni er einfaldur

4.11. Steve Jobs bjó yfir mikilli hugmyndauaðgi. Hann notaði sérstaka aðferð til þess að hreinsa hugann og þróa nýja hugmyndir sem vísindamenn telja að bæti sköpunarkraftinn. Meira »

Heimsmeistarar í sparnaði?

3.11. „Eitt af því sem hefur komið í ljós er að fæstum peningapersónugerðum er það eðlislægt að spara. Peningahegðun meirihlutans helgast fremur af þránni til að eignast hluti og nota peninga sjálfum sér og öðrum til gagns og gamans. Það er því ekkert bara – að spara, ef svo má að orði komast.“ Meira »

Kvöldrútína farsælla kvenna

15.10. Á meðan Ellen DeGeneres og Jennifer Aniston hugleiða fyrir svefninn þá fer Gwyenth Paltrow í heitt bað. Kvöldrútínan skiptir ekki síður máli en morgunrútínan. Meira »

Myndi taka Rögnu með sem leynigest

14.10. Helga Vala Helgadóttir lögmaður játar að hún myndi bjóða Rögnu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, sem leynigesti í matarboð. Hún segir að stærsta áskorun haustsins sé að taka þátt í pólitíkinni í stað þess að vera að ybba sig uppi í sófa. Meira »

Obama, Beyoncé og Jón úti í bæ eru öll eins

5.10. Oprah Winfrey segir að allir sem hafa komið í þáttinn til hennar spyrji um það sama eftir að upptökum lýkur. Svo virðist sem að allir sækist eftir því sama. Meira »

Settu þér fjármálamarkmið fyrir haustið

29.9. „Ef þú hefur ekki hugmynd um hvað það kostar þig að halda jól, geturðu byrjað á að finna kreditkortareikninginn frá því eftir jólin í fyrra eða flett upp yfirlitinu á tékkareikningnum þínum í bankanum.“ Meira »

Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

19.9. „Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því,“ segir Olga Helena Ólafsdóttir. Meira »

Eyðir þú of miklu í mat?

12.9. „Langir vinnudagar, skutl í íþróttir seinni partinn og umferðaröngþveiti geta gert það að verkum að margir freistast til að kaupa tilbúinn mat til að redda kvöldmatnum. Þó svo að það geti verið dásamlegt af og til, getur það líka verið kostnaðarsamt og jafnvel leiðigjarnt til lengri tíma litið.“ Meira »
Meira píla