Fór úr fegurðarsamkeppni í framboð

Díana Íva Gunnarsdóttir, fegurðardrottning og frambjóðandi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, lifir afar athafnasömu lífi. Díönu Ívu er margt til lista lagt enda hefur hún hingað til verið óhrædd við að stökkva í djúpu laugina og þreifa fyrir sér á ýmsum nýjum og framandi sviðum. Meðfram framboðinu stundar Díana Íva nám í hönnun og nýsköpun við Tækniskólann ásamt því að sinna tveimur störfum. Það er því óhætt að segja að hún sé eins konar þúsundþjalasmiður. Meira.