Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hjálpa nemendum að ná lengra

14.9. Í dag byggist starf Námsflokka Reykjavíkur einkum á að efla og styðja ungt fólk sem hefur helst úr námi og fullorðna sem þurfa á hvatningu að halda til að koma undir sig fótunum í vinnu og einkalífi. Meira »

Félagið varð gjaldþrota, hvað get ég gert?

14.9. „Ég var að vinna á veitingastað í nokkra mánuði en var sagt upp fyrir nokkrum vikum. Núna frétti ég af því að veitingastaðurinn væri farinn á hausinn og mér sagt að ég gæti ekki fengið greiddan uppsagnarfrestinn. Er eitthvað sem ég get gert?“ Meira »

Viltu meiri lífsgæði?

13.9. Lífsgæðadagbók Heilsufélagsins er ætluð til að hjálpa þér að hámarka lífsgæði þín og þar með hamingju og árangur á hverjum degi. Meira »

Aðeins 2% láta draumana rætast

12.9. „Jafnvægið milli framtíðarsýnar og þess að lifa í núinu, reynist mörgum flókið. Sum löðumst við að sífellt stærri markmiðum og gleymum jafnvel (eða leyfum okkur ekki) að fagna áfangasigrunum. Margir þekkja af biturri reynslu að slíkt munstur getur leitt til þess að kertið brennur í báða enda. Afleiðingar kulnunar geta verið dýrkeyptar og einkennin þrálát.“ Meira »

Langar þig að búa til þín eigin húsgögn?

12.9. Ertu skapandi og handlagin/n og langar að vaxa á því sviðinu? Langar þig að geta framkvæmt hugmyndir þínar og verið sjálfbær? Ef svo er þá eru námskeiðin hjá Handverksskólanum eitthvað fyrir þig. Meira »

Mannlega hliðin hið nýja „harða“ í leiðtogaþjálfun

8.9. Guðrún Snorradóttir er einn vinsælasti leiðtogamarkþjálfi landsins. Hún hefur komið að mörgum verkefnum í gegnum árin með fjölmörgum fyrirtækjum sem hafa séð hag sinn í að þjálfa leiðtoga sína í að vinna með það sem er sterkt í starfsemi fyrirtækisins. Meira »

Eigum við að vera skráð 50/50?

8.9. „Ég og kærastinn minn erum að fara að kaupa okkur íbúð saman. Við höfum verið saman í fimm ár. Hann átti meira sparifé en ég og vill því vera skráður 75% eigandi að íbúðinni. Ég mun samt greiða allar afborganir af láninu sem við tökum. Hvernig kemur það út fyrir mig ef við ákveðum seinna að hætta saman?“ Meira »

Fjórða iðnbyltingin er hafin

2.9. Elín Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri Háskólans á Akureyri, segir að í miðri 4. iðnbyltingu sé mikilvægt að læra stöðugt nýja hluti svo við sitjum ekki eftir með úrelta þekkingu. Meira »

Þroski á sér stað ef við teygjum vitsmunalega á okkur

1.9. Valdimar Þór Svavarsson starfar sem ráðgjafi og fyrirlesari hjá ráðgjafarstofunni Fyrsta skrefinu ásamt eiginkonu sinni Berglindi Magnúsdóttur. Hann á ótrúlega sögu að baki og hefur sigrast á mörgu í lífinu. Meira »

Árelía 2018 nýtir lífið betur

1.9. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er ein lífsglaðasta kona landsins. Hún starfar sem dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands en er einnig farsæll rithöfundur og sjálfstæð þriggja barna móðir í Vesturbænum. Meira »

Hegðun sem skilar árangri

29.8. Guðrún Högnadóttir er framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi og meðeigandi FranklinCovey á Norðurlöndunum. Í viðtalinu ræðir hún um vinnustofu í Opna Háskólanum í Reykjavík um 7 venjur árangursríkra stjórnenda. Meira »

Fagurkeri sem eflir konur

26.8. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Mesta hluta starfsævinnar hefur hún unnið að því að efla fólk í gegnum menntun, stjórnun og félagsstörf. Meira »

Áhuginn kviknaði í veðurfræði

2.9. Erna Katrín Árnadóttir flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöð segir að símenntun sé nauðsynleg. Hún segist vera alsæl með að hafa ákveðið að læra flugumferðarstjórn og segir að það sé alltaf gaman í vinnunni. Meira »

Að njóta litlu hlutanna í lífinu

1.9. Gunnhildur Arnardóttir er framkvæmdastjóri Stjórnvísi og meðstofnandi sprotafyrirtækisins HR Monitor. Gunnhildur hefur varið mestum hluta starfsævi sinnar við starfsmannastjórnun sem á hug hennar allan. Meira »

Það býr dans í öllum

29.8. Hrafnhildur Einarsdóttir byrjaði í Ballettskóla Eddu Scheving aðeins fimm ára að aldri. Allar götur síðan hefur hún tileinkað lífið listgreininni. Hún starfar í dag sem skólastjóri Klassíska listdansskólans og Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og ræðir í viðtali listgreinina frá sínu brjóstviti. Meira »

„Er sekur um að hafa samið Disco Frisco“

28.8. Stefán S. Stefánsson, skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar, saxófónleikari og tónskáld, er landsmönnum kunnur. Það hafa margir dansað við lagið „Disco Frisco“ sem hann samdi hér á árum áður. Meira »

Huggulegheit og Tenerife

26.8. Íslendingasagnanámskeiðin verða á sínum stað hjá Endurmenntun og hægt að fræðast um nýjar hliðar á ævintýraeyjunni Tenerife.  Meira »

Verður þú alveg bensínlaus í október?

25.8. „Það er til lítils að fara í sumarfrí og ætla að kasta mæðunni í 3-4 vikur en fara svo beint aftur í sama farið. Þegar október kemur eru margir farnir að finna hvað haustið tekur í en enginn skilur hvers vegna það er að taka í andlega.“ Meira »

Lét drauminn rætast eftir fimmtugt

25.8. Snorri Ingason var orðinn fimmtugur þegar hann lét drauminn rætast og fór í leiðsögunám. Hann kvaddi skrifborðsvinnu og sýnir núna erlendum ferðalöngum landið. Meira »

90% fólks er almennt heiðarlegt

24.8. „Vantraust getur gert vart við sig í kjölfar þess að hafa upplifað að einhver hagar sér óheiðarlega í þinn garð. En af framansögðu að ráða, er reglan sú að ef þú hagar þér heiðarlega er almennt ekki ástæða til að vantreysta öðrum. Fólk getur svikið þig en góðu fréttirnar eru þær að þau gerist örsjaldan og heyrir til undantekninga.“ Meira »

Góður stjórnandi þarf að tjá sig af öryggi

24.8. Sirrý Arnardóttir er stjórnendaþjálfari sem á að baki 30 ára farsælan feril sem fjölmiðlakona. Sirrý stjórnaði vinsælum þáttum í beinum útsendingum í sjónvarpi og útvarpi um árabil og ritstýrði tímariti. Meira »

Ókurteisi jafnsmitandi og flensa

23.8. Rannsóknir sýna líka að ókurteisi á vinnustöðum getur verið smitandi, rétt eins og flensa og því nauðsynlegt fyrir stjórnendur að grípa inn í um leið og slík hegðun á sér stað (Faulk et al, 2016). Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

16.8. „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

15.8. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Ekki klikka á þessu í næsta atvinnuviðtali

1.8. Það getur verið vandkvæðum bundið að koma vel fyrir í atvinnuviðtali og margt sem getur farið úrskeiðis. Hér eru nokkur ráð til þess að koma vel undirbúinn í næsta atvinnuviðtal. Meira »

Bestu bækurnar í ferðalagið

27.7. Framundan eru stærstu ferðahelgar ársins og því gott að vera vel undirbúinn. Ef planið er að hafa það notalegt er tilvalið að koma við í næstu bókabúð og næla sér í nokkrar bækur til að lesa í ferðalaginu. Meira »

Hættu að blekkja sjálfan þig

23.7. Ef þú þarft að komast út úr hausnum á þér og inn í lífið sem þér er ætlað er Smartland með bókina fyrir þig. Bókin UNFU*K YOURSELF fjallar um góðar leiðir til að ná raunverulegum árangri. Meira »

Lærðu að skjóta og slást með bundnar hendur

23.7. Imma Helga Arnþórsdóttir fór á dögunum til Nevada í Bandaríkjunum ásamt hópi kvenna á strangt sjálfsvarnarnámskeið þar sem þær lærðu sama kerfi og stelpur sem njósna á átakasvæðum fyrir Bandaríkjaher læra. Meira »

Þorvaldur Davíð til Oxford

18.7. Þorvaldur Davíð hefur ákveðið að taka tilboði um að stunda MBA-nám við Oxford-háskóla í vetur. Hann dregur því til baka umsókn sína um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði og segir okkur meira um málið. Meira »

Góð ráð til þess að ferðast létt

17.7. Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

„Viljum verða betri með aldrinum“

15.7. Fyrirlesarinn Marianne Williamson býður upp á námskeið þar sem hún kennir konum að eldast í anda þeirrar kraftaverkahugsunar sem hún boðar m.a. í bókum sínum. Hún segir að við búum á tímum þar sem konur eiga ekki að eldast. Það sé ástlaus hugsun. Meira »