Þjóðargersemin Sigríður Beinteinsdóttir er löngu orðin ein af skærustu stjörnum íslenskrar tónlistarsögu og er hvergi nærri hætt. Sigga eins og hún er nær alltaf kölluð segir frá lífinu og tilverunni, bæði einkalífinu og fjölskyldunni. Skemmtilegar bransasögur í bland við einlægar frásagnir frá Siggu Beinteins í Dagmálum dagsins.
Stefán Snær Ágústsson, fyrrverandi starfsnemi á Bandaríkjaþingi fyrir Demókrataflokkinn, segir að helsti munurinn á Netflix-þáttunum House of Cards og raunveruleikanum sé sá að það var ekki verið að drepa fólk í kringum hann á Bandaríkjaþingi. Í Dagmálum ræðir hann um reynslu sína af Bandaríkjaþingi, forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 5. nóvember og kappræður Donalds Trumps og Kamölu Harris sem fara fram annað kvöld.
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í sumar fyrsta íslenska konan til þess að keppa í greininni á Ólympíuleikunum í París í Frakklandi. Erna Sóley ræddi við Bjarna Helgason um íþróttaferilinn, Ólympíuleikana í Frakklandi og framtíðarmarkmiðin.
Endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hafi í för með sér nær tvöföldun kostnaðar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eru ekki á eitt sátt um hann.