Staðan að mörgu leyti vænleg

Íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir mörgum stórum áskorunum að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Margt bendi þó til að hægt sé að spila vel úr þeirri stöðu sem er að teiknast upp að hans mati.

Lítur meira á þetta sem vinnu í dag

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur átt afar áhugaverðan atvinnumannaferil en hann er á förum frá gríska úrvalsdeildarfélaginu Atromitos þegar samningur hans rennur út í sumar. Viðar Örn ræddi við Bjarna Helgason um uppvaxtarárin á Selfossi, atvinnu- og landsliðsferilinn og lífið eftir fótboltann.

Úkraína efst á baugi

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur haft í nógu að snúast enda utanríkismálin fyrirferðarmeiri en þau hafa verið um langa hríð. Þar eru málefni tengd Úkraínu og breyttri heimsmynd efst á baugi.

Viðskiptavinunum fjölgar - því miður

Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbameins og aðstandendur þess, Ljósið leitar nú til fyrirtækja og almennings í landinu um fjárstuðning. Markmiðið er að stækka húsnæði samtakanna til að mæta þeim vaxandi fjölda sem þangað leitar. Gestir Dagmála í dag eru þær Erna Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastýra Ljóssins og ljósberinn Hulda Halldóra Tryggvadóttir, en svo nefnast þeir einstaklingar sem leita til miðstöðvarinnar. Húsnæðið er löngu sprungið utan af starfseminni og það er stórt og verðugt verkefni að ráðast í stækkun. Það mun ekki nást nema með stuðningi þjóðarinnar. Átakið, Klukk, þú ert´ann er í gangi og það er ákall um stuðning.