Eigum eftir að sjá fleiri ný afbrigði af veirunni

Björn Ingi Hrafnsson, ristjóri netmiðilsins Viljinn.is hefur fylgst náið með heimsfaraldrinum. Hann segir ljóst að fleiri ný afbrigði veirunnar muni herja á okkur. Bretland er sérstakur suðupottur fyrir breytingar því þar ægir saman hálf bólusettum, bólusettum og fólki sem ekki vill bóluefni. Hann segir yfir 200 skráðir fylgikvillar vera þekktir eftir Covid veikindi. Þá býst hann allt eins við að Covid geti orðið stóra kosningamálið í haust.

Tilfinningarnar í forgunni

Júlíanna Ósk Hafberg er fjölhæf listakona sem sérhæfir sig meðal annars í tilfinningum og kvenlegri orku. Viðfangsefni Júlíönnu eru fjölbreytt en litagleði, afslöppun og fegurð er gjarnan í fyrirrúmi. Það er fátt sem Júlíanna treystir sér ekki í en hún hefur smíðað sína eigin ramma, gefið út skartgripalínu, skrifað ljóð, málað myndir og unnið með ótal ólík listform. Í viðtalinu ræðir Júlíanna um innblástur, tilfinningar, íslenska náttúru, náttúrulega nekt, jákvæða líkamsímynd, uppbyggilegan samanburð og fleira fallegt, áhugavert og skemmtilegt.

Gríðarlegur vöxtur í netverslun

Sífellt fleiri sendingar fara í gegnum Górillu vöruhús sem nú þjónustar yfir 50 vefverslanir. Síðustu 12 mánuði hafa pantanirnar verið 44 þúsund en munu tvöfaldast næsta árið að sögn Egils Fannars Halldórssonar.

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er gestur í Dagmálum í dag. Þar er m.a. rætt um ríkisstjórnarsamstarfið, ríkisfjármál og hvaða mál helst verða á döfinni í kosningunum í haust.