Kostar 50.000 krónur á viku

Sigurður Unnar Hauksson, margfaldur Íslandsmeistari í skotfimi og fyrrverandi atvinnumaður í greininni, ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin á Húsavík og veiðiáhugan sem þróaðist síðar út í skotfimi. Sigurður Unnar, sem er 26 ára gamall, byrjaði að æfa skotfimi með haglabyssu þegar hann var fimmtán ára gamall en undanfarin ár hefur hann gert lítið annað en að keppa fyrir Íslands hönd á erlendri grundu. Þá á hann Íslandsmetið í greininni og er sem stendur í 81. sæti heimslistans.

Bambi skaðaði ímynd skotveiða

Formaður Skot­veiðifé­lags Íslands, eða SKOTVÍS seg­ir að rekja megi aukna and­stöðu við skot­veiðar aft­ur til teikni­mynd­ar­inn­ar um Bamba. „All­ir sem hafa séð þessa frægu teikni­mynd vita að þar er ekki dreg­in upp fal­leg mynd af veiðimönn­um,“ seg­ir Áki Ármann Jóns­son í Dag­málsþætti dags­ins þar sem Eggert Skúla­son ræðir við hann.

Sundur og saman

Þórhildur Magnúsdóttir heldur úti miðlinum Sundur og Saman á Instagram og Facebook. Þar miðlar hún jafningjafræðslu um náin sambönd og praktískar leiðir til að bæta tengslin innan þeirra og fjallar á uppbyggilegan hátt um mikilvæg málefni svo sem kynlöngun, þörf fyrir sjálfstæði og möguleikanum á að verða hrifin af einhverjum öðrum en makanum. Berglind Guðmundsdóttir ræðir við Þórhildi í Dagmálsþætti dagsins.

Eltir draumana óhrædd

Unnur Eggertsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hún fór í leiklistarnám í New York borg, fluttist til Los Angeles og fór með hlutverk í stórum söngleik í Las Vegas. Segja má að hún hafi þurft að kýla á tækifærin og vera óhrædd við að taka sjénsinn á sjálfri sér og draumunum sínum. Dóra Júlía ræðir við Unni í Dagmálum dagsins.