Opnar umræðuna um sjálfsvíg

Sigurbjörg Sara Bergsdóttir, sem gert hefur heimildamynd um sjálfsvíg, er gestur Ásdísar Ásgeirsdóttur í Dagmálum. Myndin, Þögul tár, er gerð með það að markmiði að opna á umræðuna um sjálfsvíg. Sigurbjörg þekkir þá sorg af eigin raun en barnsfaðir hennar svipti sig lífi fyrir sex árum.

Áskoranir Icelandair

Frá árinu 2018 hefur hver áskorunin rekið aðra hjá Icelandair. Nú er landið þó tekið að rísa hvað varðar millilandaflug og á sama tíma er nýr samkeppnisaðili kominn á markaðinn. Bogi Nils Bogason, forstjóri, fer yfir stöðuna með Stefáni Einari Stefánssyni.

Áfengiseinokunin á enda

Arn­ar Sig­urðsson, sem nýlega opnaði vínbúðina san­te.is á netinu, er gestur Andrésar Magnússonar í Þjóðmálunum. Áfengisverslun í landinu má heita í uppnámi, enda einokun ríkisins á enda og miklu betra verð í boði þegar almenningur getur keypt áfengi án milligöngu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.

Valgerður Guðsteinsdóttir

Valgerður Guðsteinsdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum og fyrsta og eina atvinnukona Íslands í greininni, ræddi við Bjarna Helgason um uppvaxtarárin í Kópavogi og íþróttaferil sinn sem hófst af alvöru á menntaskólaárunum. Valgerður æfði fótbolta með Breiðabliki þegar að hún var barn en mætti á sýna fyrstu hnefaleikaæfingu 19 ára gömul. Árið 2012 ákvað hún að fara á fullt í hnefaleika og fjórum árum síðar var hún byrjuð að keppa sem atvinnukona í boxi.