Klippti fötin sem hún vildi ekki klæðast

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er mikill lífskúnstner, listakona, náttúruunnandi, Mosfellingur, þriggja barna móðir og eigandi og listrænn stjórnandi tískumerkisins Sif Benedicta. Halldóra er klæðskeri að mennt og er einnig með gráðu í fatahönnun. Hún hefur alla tíð haft mikla ástræðu fyrir tísku og verið samkvæm sjálfri sér í fatavali.Halldóra Sif var gestur Dóru Júlíu þar sem þær ræddu um litasamsetningar, list, innblástur, tískuheiminn, tímann hennar hjá tískurisanum Alexander McQueen, að elska að alast upp á Íslandi, tengsl við náttúruna, að hafa trú á sér og leyfa sér stundum að vera frekur, að reka sitt eigið fyrirtæki, umhverfisvæna hönnun í okkar samtíma og margt fleira ótrúlega skemmtilegt.

Faraldurinn mikill skóli í „mennskunni“

Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar í Lækjargötu, segir síðustu 15 mánuði hafa verið lærdómsríka. Tímabilið hafi verið mikill skóli í „mennsku“ eins og hann orðar það.

Ástand og horfur í stjórnmálum

Stefán Pálsson sagnfræðingur er gestur í Dagmálum í dag, en þar fara hann og Andrés Magnússon blaðamaður yfir skoðanakönnun MMR, sem gerð var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is, og hvað úr henni megi helst lesa.

„Eitthvað í mér vildi verða betri“

Guðni Gunnarsson hjá Rope Yoga fékk snemma áhuga á andlegum málefnum. Hann var mikill biblíusögustrákur og sunnudagsskólinn var dýrmætur hluti af hans tilvist. Guðni var gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum.