Frú Kristín á uppleið á Youtube

Frú Kristín, sem réttu nafni heitir Kristín Erla Tryggvadóttir, framleiðir íslenskt barnaefni í gegnum streymisveituna Youtube. Barnaefnið sem ætlað er börnum á aldrinum 0-3 ára hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá íslenskum börnum og foreldrum upp á síðkastið en viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. Að þeim rúmlega tveimur mánuðum liðnum frá því fyrsti þáttur fór í loftið hefur áhorfið aukist mjög hratt og áskrifendum Youtube-rásarinnar fjölgað ört. Þær Kristín Erla og tónlistarkonan Auður Linda, sem sér um tónlist þáttanna, ræða um mikilvægi íslensks barnaefnis í Dagmálum dagsins.

Tilræði og lýðræði

Banatilræðið við Donald Trump hefur haft mikil áhrif á kosningabaráttuna vestra, svo fátt virðist aftra sigri Trumps og J.D. Vance varaforsetaefnis hans í haust. Hermann Nökkvi Gunnarsson blaðamaður fer yfir stöðuna og útlitið.

Regluverkið verður sífellt þyngra

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, er gestur Dagmála í dag. Þar fjallar hún meðal annars um gullhúðun íslenskra stjórnvölda á regluverki fjármálageirans, hvernig fyrirtækin hafa brugðist við því og hvaða áhrif það hefur á reksturinn, um samkeppni á fjármálamarkaði, stöðuna framundan og margt fleira.

„Við erum alltof fá“

Heimilislæknar á Íslandi eru helmingi of fáir til að geta starfað í anda þeirrar hugmyndafræði sem þeir kjósa að starfa eftir. Mikið álag er á heilsugæslunni á Íslandi þó einkum á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa. Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags heimilislækna á Íslandi er gestur Dagmála í dag og ræðir meðal annars þá stöðu sem uppi er í heilsugæslunni hér á landi.