Hefur farið í gegnum nokkra botna í lífinu

Kristján Halldór Jensson er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum í dag. Í þættinum segir hann frá ótrúlegu lífshlaupi sínu frá því hann bjó á götunni sem barn, ánetjaðist fíkniefnum, beitti ofbeldi og afplánaði fangelsisdóm, til þess hvernig hann náði að snúa lífinu sínu við fyrir tæplega fimm árum.

Vanmetið hversu mikill tími fer í þetta

Körfuknattleikskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna í sumar eftir farsælan feril en hún er einungis 27 ára gömul. Dagný ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Hveragerði, háskólalífið í Bandaríkjunum, leikmanna- og landsliðsferilinn og lífið eftir körfuboltann.

Trump herjar á unga karlmenn og Harris herjar á ungar konur

​Áfram er allt hnífjafnt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en þróunin að undanförnu bendir til þess að Donald Trump sé að styrkja stöðu sína. Fylgismunurinn er þó innan skekkjumarka. Þetta segir Stefán Snær Ágústsson, fyrr­ver­andi starfsnemi á Banda­ríkjaþingi fyr­ir Demókrataflokkinn, í nýjasta þætti Dagmála. Í þættinum er rætt um hlaðvarpsviðtöl sem frambjóðendurnir eru að sækja, hvort að það verði einhver óvænt uppákoma í október, hvaða hópa frambjóeðndurnir eru að herja á og fleira. 

Sjálfbærni er ekki mjúkt mál heldur veruleiki fyrirtækja

Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Hann segir að sjálfbærnimál flokkist ekki undir mjúk mál heldur séu þau að hans sögn grjótharður veruleiki.