Stjórnarandstaðan í stuði

Þingið er loks komið saman eftir kosningar og af því tilefni komu þingflokksformennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Helga Vala Helgadóttir vígreifar til Andrésar Magnússonar í viðtal Dagmála.

Eltir tilviljanirnar og hefur gaman af

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndlistarkona og rithöfundur, segir það að hafa verið opin og forvitin hafi komið henni á þann stað sem hún er á í dag. Í Dagmálum segir hún frá áhuga sínum á buxnadrögtum, því þegar hún ullaði á gagnrýnanda og mikilvægi þess að skemmta sjálfri sér í hversdeginum.

Börnin læra að setja sig í annað sæti

Afleiðingar þess að alast upp í fátækt eru margvíslegar. Á meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að börn læra að setja sig í annað sæti. Kolbeinn Stefánsson, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ og sérfræðingur í lífskjörum og velferðarmálum, er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum þar sem hann ræðir um fátækt á Íslandi.

Föðurmissir í aðdraganda Ólympíuleika

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee missti föður sinn í desember 2020 en á sama tíma var hann að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana 2021 sem fram fóru í Tókýó sumarið 2021. Anton Sveinn, sem er 27 ára gamall og hefur farið á þrenna Ólympíuleika, hefur verið einn fremsti sundmaður landsins undanfarin ár en hann ræddi við Bjarna Helgason um uppvaxtarárin í Hafnarfirði, sundferilinn, föðurmissirinn, afreksíþróttir á Íslandi og framtíð sína í íþróttinni.