Menning
20. maí 2022
Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, sem þekkt er undir listamannsnafninu Gugusar, þorði ekki að syngja fyrir framan sína eigin móður fyrir aðeins þremur árum síðan. Nú hefur hún spilað á mörgum af helstu tónlistarhátíðum landsins, samið lag sem var notað í þáttaröð á Netflix og er í þann mund að gefa út aðra plötu.