Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í sumar fyrsta íslenska konan til þess að keppa í greininni á Ólympíuleikunum í París í Frakklandi. Erna Sóley ræddi við Bjarna Helgason um íþróttaferilinn, Ólympíuleikana í Frakklandi og framtíðarmarkmiðin.
Endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hafi í för með sér nær tvöföldun kostnaðar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eru ekki á eitt sátt um hann.
Ofbeldi og vopnaburður á meðal ungmenna hafa færst talsvert í aukana og eru landsmenn slegnir eftir að hin 17 ára gamla Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum eftir stunguárás á Menningarnótt. Kári Sigurðsson verkefnastjóri Flotans - flakkandi félagsmiðstöðvar og Unnar Þór Bjarnason lögreglumaður eru gestir Dagmála til að ræða stöðuna og forvarnaraðgerðir.
Samræmt námsmat á landsvísu er jafnréttismál. Þetta segir Kristín Jónsdóttir kennslukona og dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún telur samræmd próf mikilvæg til að gefa heildarmynd á skólakerfið og að niðurstöður þeirra eigi að nýta á uppbyggilegan hátt.