Ópera á afslappaðri nótum

Jón Svavar Jósefsson óperusöngvari segir lykilatriði að textinn skili sér vel til áhorfenda og því flytur sviðslistahópurinn Óður Ástardrykkinn eftir Donizetti á íslensku í Leikhúskjallaranum. Samhliða leik- og söngstörfum stjórnar Jón Svavar þremur kórum og líkir því starfi við dans. Silja Björk Huldudóttir ræðir við hann.

Það birtist í alvörunni englakór

Bergrún Íris Sævarsdóttir er afkastamikill myndlýsir og rithöfundur. Hún hefur myndlýst á sjötta tug bóka eftir aðra, en bækur þar sem hún á myndir og texta eru orðnar á annan tug. Væntanlegt er svo leikverk sem byggt er á bókum Bergrúnar.

Það er svo margt sem býr mann til sem höfund

Í haust sendir Gerður Kristný frá sér tuttugustu og sjöttu bókina á tuttugu og sjö árum. Bækurnar eru ekki bara margar heldur eru þær ólíkar, því hún hefur skrifað barnabækur, ljóðabækur, skáldsögur, reynslusögu, ævisögu og smásagnasafn og fengið fyrir fjölda verðlauna.

Ísland er fullkomið land fyrir glæpi

Eva Björg Ægisdóttir sló í gegn með sinni fyrstu bók og bækur hennar hafa líka notið hylli víða í Evrópu. Hún segir að Ísland sé fullkomið land fyrir glæpasögur.