Menning
16. maí 2022
Kvikmyndin Berdreymi segir frá vináttu fjögurra unglingspilta í Reykjavík og þeirra ævintýralega en þó ofbeldisfulla lífi í borginni. Birgir Dagur Bjarkason leikur Adda sem er berdreyminn og nokkurs konar höfuðpaur strákahópsins sem tekur hinn vinalausa Balla undir sinn verndarvæng.
Hann ásamt Áskeli Einari Pálmasyni, sem leikur áðurnefndan Balla, var gestur í nýjasta þætti Dagmála auk Guðmundar Arnars Guðmundssonar, leikstjóra og handritshöfundar myndarinnar.