Ísland er fullkomið land fyrir glæpi

Eva Björg Ægisdóttir sló í gegn með sinni fyrstu bók og bækur hennar hafa líka notið hylli víða í Evrópu. Hún segir að Ísland sé fullkomið land fyrir glæpasögur.

Eltir draumana óhrædd

Unnur Eggertsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hún fór í leiklistarnám í New York borg, fluttist til Los Angeles og fór með hlutverk í stórum söngleik í Las Vegas. Segja má að hún hafi þurft að kýla á tækifærin og vera óhrædd við að taka sjénsinn á sjálfri sér og draumunum sínum. Dóra Júlía ræðir við Unni í Dagmálum dagsins.

Fjársjóður í Svarta demantinum

Bókin Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur vakti gríðarlega athygli þegar hún kom út. Nú vinnur Ásdís að þriðju bókinni um ættmenni sín eins og hún rekur í viðtali við Árna Matthíasson í Dagmáli dagsins.

Rosalega persónulegt ferli

Vigdís Erla Guttormsdóttir hefur verið búsett í Berlín í átta ár og unnið við ýmis skapandi störf. Í vetur setti hún upp ljósmyndasýninguna In Her Own Skin með svart hvítum ljósmyndum af nöktum fyrirsætum. Vigdís lærði m.a. hreyfimyndahönnun og starfar nú sjálfstætt starfandi sem klippari og ljósmyndari í Berlín. Hún er gestur Dóru Júlíu í Dagmálum í dag og segir frá sýningunni og starfi sínu.