Brennur fyrir tilraunaleikhúsinu

Leikhúslistamaðurinn Kristján Ingimarsson hefur verið búsettur í Danmörku síðustu þrjátíu ár. Hann hefur komið reglulega hingað til lands með sýningar sínar og nú sýnir hann verkið Room 4.1 Live í Borgarleikhúsinu, þar sem Stóra sviðið breytist í kvikmyndatökustað.

Rísandi stjarna Gugusar

Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, sem þekkt er undir listamannsnafninu Gugusar, þorði ekki að syngja fyrir framan sína eigin móður fyrir aðeins þremur árum síðan. Nú hefur hún spilað á mörgum af helstu tónlistarhátíðum landsins, samið lag sem var notað í þáttaröð á Netflix og er í þann mund að gefa út aðra plötu.

Á fleygiferð inn í framtíðina

Ásta Kristín Benediktsdóttir er einn höfunda fræðiritsins Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, sem vekja á áhuga ungs fólks á íslenskum bókmenntum.

Vinátta og ofbeldi í Reykjavík

Kvikmyndin Berdreymi segir frá vináttu fjögurra unglingspilta í Reykjavík og þeirra ævintýralega en þó ofbeldisfulla lífi í borginni. Birgir Dagur Bjarkason leikur Adda sem er berdreyminn og nokkurs konar höfuðpaur strákahópsins sem tekur hinn vinalausa Balla undir sinn verndarvæng. Hann ásamt Áskeli Einari Pálmasyni, sem leikur áðurnefndan Balla, var gestur í nýjasta þætti Dagmála auk Guðmundar Arnars Guðmundssonar, leikstjóra og handritshöfundar myndarinnar.