Íbúðin gerði það að verkum að Áslaug er oftar á Íslandi

Áslaug Magnúsdóttir, fjárfestir og frumkvöðull, býr í einstakri íbúð í 105 Reykjavík. Hún hefur verið búsett erlendis lengi en 2014 festi hún kaup á þessari íbúð. Aðalmarkmiðið með þessari íbúð var að geta verið meira á Íslandi. Móðir hennar fann þessa íbúð eftir töluverða leit og segir Áslaug að ferðunum til Íslands hafi fjölgað mikið eftir að hún festi kaup á íbúðinni enda sé hvergi betra að vera. Meira.