Arnar Þór býr í einstöku húsi í Arnarnesinu

Dómarinn Arnar Þór Jónsson býr í heillandi húsi í Arnarnesinu ásamt eiginkonu sinni, Hrafnhildi Sigurðardóttur, og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan hefur búið í húsinu í sex ár en það sem heillaði þau var að húsið er byggt í hring. Í miðju hússins er garður sem er mjög óvenjulegt þegar kemur að íslenskum heimilum. Það var líka annað sem hentaði fjölskyldunni og það var að í húsinu eru fimm barnaherbergi sem passaði akkúrat þannig að öll börnin hefðu sérherbergi. Meira.