Gunni hefur breytt íbúðinni fjórum sinnum á 20 árum

Gunni Hilmars hönnuður og tónlistarmaður er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hann hefur búið í sömu íbúðinni í 20 ár. Hann og eiginkona hans, Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, hafa þó breytt íbúðinni nokkrum sinnum og segir Gunni að þau hafi gengið í gegnum allskonar tímabil. Hjónin eiga þrjú börn og hafa verið saman í 30 ár. 

„Íbúðin var algerlega upprunaleg þegar við fluttum inn,“ segir Gunni en í íbúðinni er til dæmis hlaðinn veggur með drápuhliðargrjóti. Gunni og Kolbrún eru þó búin að gera drápuhlíðargrjótið upp með því að setja vegg yfir helminginn, falda lýsingu þar undir og kalkmála steinana. 

Gunni segir að þau Kolbrún séu samstíga þegar kemur að því að fegra heimilið. Kolbrún er til dæmis mjög handlagin og hefur keypt gamla skápa á bland.is og handlakkað þá og svo létu þau yfirdekkja gamlan sófa úr Epal með íslensku tveed-efni. Gunni hefur notað efnið mikið í hönnun sinni fyrir verslunina Kormák og Skjöld en bjóst ekki við að það gæti líka farið vel á húsgögnum. 

„Mann langar alltaf að vera að breyta,“ segir hann og upplýsir um að þau hjónin hafi oft verið á leiðinni að flytja. 

„Við erum búin að vera á leiðinni að flytja mörgum sinnum en við höfum aldrei fundið það rétta,“ segir hann. 

Mikil vinna og ferðalög hafa einkennt líf þeirra. Gunni starfar til dæmis í hönnunarverkefnum erlendis og svo reka þau fatamerkið Freebird.

Gunni er með stóra drauma og leggur áherslu á að láta þá rætast. Fyrir nokkrum árum stofnaði hann hljómsveitina Sycamore Tree ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur leikkonu og tónlistarmanni og á dögunum gáfu þau út plötuna Colors. Hann segir að dagskráin sé alls ekki tæmd og hver veit hvert lífið leiðir hann og fjölskylduna næst. Kannski skrifar hann bók eða býr til kvikmynd. Hver veit? 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál