„Við keyptum húsið og þetta er það sniðugasta sem við höfum gert“

Steinunn Sigurðardóttir er einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur sópað til sín verðlaunum fyrir verk sín. Á dögunum gaf hún út skáldsöguna Ból sem gekk nánast frá henni því skrifin voru svo erfið. Steinunn er gestur Heimilislífs en í þættinum segir hún frá því hvernig ástin dró hana á Selfoss þar sem hún festi kaup á risastóru húsi ásamt manninum sínum, Þorsteini Haukssyni tónskáldi. Þau Þorsteinn voru í kringum fertugt þegar þau fundu ástina.

„Við höfðum ekki efni á að kaupa okkur hús í Reykjavík,“ segir Steinunn aðspurð að því hvers vegna þau námu land á Selfossi. Þorsteinn vildi búa í einbýli þar sem væri nóg pláss og þess vegna varð þetta glæsilega hús eftir Kjartan Sveinsson fyrir valinu. Hjónin búa í húsinu yfir sumartímann en eiga líka heimili í Frakklandi. Eftir nokkrar vangaveltur sannfærði Þorsteinn og faðir hans Steinunni um að þetta hús væri það sem þau vantaði. 

„Við keyptum húsið og þetta er það sniðugasta sem við höfum gert. Húsið er hreint og beint undur. Nú er það orðið eins fínt og það getur orðið að utan, loksins eftir öll þessi ár,“ segir Steinunn. 

Aðspurð að því hvernig sé að búa í tveimur ólíkum heimum eins og í Frakklandi og á Íslandi segir Steinunn það vera fyrirtak. 

„Við höfum það besta úr báðum heimum. Við höfum allt það besta sem Frakkland hefur upp á að bjóða sem er ekkert smá. Svo höfum við Ísland, sérstaklega á sumrin sem er óviðjafnanlegt.“

Steinunn segir að það sé kostnaðarsamt að búa í tveimur löndum og auðvitað fyrirhafnarsamt en það sé þó þess virði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál