„Ég elska plönturnar mínar eins mikið og börnin mín“

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi.
Jón Gnarr forsetaframbjóðandi.

Í til­efni kom­andi for­seta­kosn­inga ákvað Smart­land að skyggn­ast á bak við tjöld­in og spyrja for­setafram­bjóðend­ur spjör­un­um úr. For­vitn­ast um það sem fáir vita en all­ir ættu hins veg­ar að vita.

Fimm spurn­ing­ar fyr­ir for­setafram­bjóðend­ur: Jón Gnarr

Fyrsti kossinn? 

„Það var stúlka sem kyssti mig á kinnina þegar ég var 13 ára gamall og kossinn var áþreifanlegur í marga klukkutíma eftir á og tilfinningin ógleymanleg.“

Hvaða plaköt prýddu veggi herbergis þíns á unglingsárunum?

Aðallega pönk-plaköt, eins og stór mynd af Ninu Hagen.“

Fyrstu tónleikarnir?

„Fyrstu tónleikarnir voru Melarokk árið 1982.“

Uppáhaldsárstíð?

„Vorið. Enginn elskar vorið jafnmikið og ég. Þá vaknar lífið úr dvala og plönturnar mínar byrja að taka við sér. Ég elska plönturnar mínar eins mikið og börnin mín.“

Botnaðu setninguna: Minn forseti er:

„Minn forseti er heiðarlegur, hugrakkur, góður ræðumaður en frábær hlustandi. Húmoristi sem kemur reglulega og skemmtilega á óvart.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál