Foreldar Tryggva verða honum til halds og trausts

Í gær, 17:52 Á fimmtudag fer fram nýliðaval NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Barclays Arena í New York. Tryggvi Hlinason leikmaður íslenska landsliðsins og Valencia á Spáni er í pottinum en alls verða 60 leikmenn valdir af liðunum 30 þetta kvöld. Meira »

Kom beint af fjöllum kastandi heyrúllum

15.6. „Þetta verkefni leggst vel í mig, þrátt fyrir að það sé eitthvað aðeins um það að menn séu fjarverandi. Mórallinn í hópnum er mjög góður, það er mikið af ungum leikmönnum í hópnum og blandan er góð,“ sagði Haukur. Meira »

Elvar kominn til Frakklands

17.6. Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur samið við franska B-deildarfélagið Denain og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Tímabilið verður það fyrsta sem Elvar leikur sem atvinnumaður í körfubolta, en hann hefur verið í bandaríska háskólaboltanum að undanförnu. Meira »

Denver og Dallas skoða Tryggva Snæ

15.6. Það styttist í nýliðaval bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik en það fer fram 21. júní næstkomandi. Tryggvi Snær Hlinason er skráður til leiks í nýliðavalinu í ár en hann æfði með Denver Nuggets í gær. Meira »

Kristen framlengir við Snæfell

14.6. Kristen Denise McCarthy hefur framlengt samning við körfuknattleiksdeild Snæfells en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Hún skoraði 29,2 stig að meðaltali í úrvalsdeild kvenna á síðustu leiktíð. Meira »

Njarðvík semur við Mario Matasovic

13.6. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Mario Matasovic um að leika með liðinu á komandi vetri. Mario er fæddur 1993 og kemur frá Króatíu. Hann fékk snemma tækifæri í heimalandinu og lék sína fyrstu leiki í efstu deild veturinn 2009-2010, þá 16 ára gamall. Meira »

Pedersen valdi fimmtán manna æfingahóp

12.6. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari íslenska körfuknattleikslandsliðsins, valdi í dag fimmtán manna æfingahóp fyrir leikina tvo gegn Búlgaríu og Finnlandi í undankeppni HM 2019 en leikirnir fara fram í júní og júlí. Meira »

Íhugaði að segja þetta gott

12.6. „Þetta var eiginlega löngu ákveðið. Mér finnst ennþá gaman í körfubolta og ég var í raun bara ekki tilbúinn að hætta alveg strax,“ sagði körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson í samtali við mbl.is í dag en hann skrifaði undir tveggja ára samning við KR nú í hádeginu. Meira »

Jón Arnór og Kristófer framlengja

12.6. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hafa framlengt samninga sína við körfuknattleiksdeild KR en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi í dag. Meira »

Tryggvi æfði með Phoenix Suns (myndskeið)

13.6. Nýliðaval í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik fer fram í næstu viku og leggja liðin í deildinni nú fullt kapp á að skoða nýja leikmenn. Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason er skráður til leiks í nýliðavalinu. Meira »

Sumarfríið er farið út um gluggann

12.6. „Þetta verkefni leggst mjög vel í mig og ég er mjög spenntur að takast á við nýja áskorun,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, nýráðinn þjálfari körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við mbl.is í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi í dag. Meira »

Hlutverk mitt hjá félaginu gæti breyst

12.6. „Planið hjá mér var að fara út í atvinnumennsku eftir tímabilið en hlutirnir hafa aðeins breyst. Ég hef átt í viðræðum við KR, ásamt öðrum félögum en þegar að ég frétti af því að Ingi væri að koma aftur heim þá var þetta aldrei spurning hjá mér,“ sagði Kristófer Acox. Meira »

Ingi Þór tekur við KR

12.6. Ingi Þór Steinþórsson hefur verið ráðinn þjálfari KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi í dag. Hann tekur við liðinu af Finni Frey Stefánssyni sem hefur stýrt liðinu frá árinu 2013 en hann lét af störfum á dögunum. Meira »