Flautukarfa frá LeBron – Houston áfram

06:55 Houston Rockets er komið áfram í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir öruggan sigur gegn Minnesota Timberwolves, 122:104, í fimmta leik liðanna nótt. Meira »

„Það má kalla þetta fantavörn“

Í gær, 22:13 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var að vonum niðurlútur eftir leik kvöldsins gegn KR. KR vann leikinn 77:75 með því að setja niður skot á lokasekúndunni. Skömmu áður hafði Pétur jafnað leikinn með þriggja stiga körfu og allt stefndi í framlengingu. Meira »

„Ólýsanleg tilfinning að sjá skotið fara ofan í“

Í gær, 21:52 Brynjar Þór Björnsson var hetja KR-inga í kvöld þegar KR lagði Tindastól 77:75 í þriðja leiknum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta á Sauðárkróki. Hann skoraði sigurkörfuna úr hálf vonlausu færi um leið og leiktíminn rann út og kom í veg fyrir að leikurinn yrði framlengdur. Meira »

Ótrúleg flautukarfa á Króknum

Í gær, 21:09 KR er einum sigri frá Íslandsmeistaratitli karla í körfuknattleik eftir ótrúlegan sigur á Tindastóli, 77:75, í þriðja leik liðanna í einvíginu um titilinn á Sauðárkróki í kvöld. Brynjar Þór Björnsson tryggði KR sigurinn með ótrúlegri flautukörfu í blálok leiksins. Meira »

Fáum við loks spennuleik?

Í gær, 11:47 Bikarmeistarar Tindastóls og Íslandsmeistarar KR mætast í þriðja úrslitaleiknum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Suðárkróki í kvöld. Meira »

Meistararnir komnir áfram

í gær Meistararnir í Golden State eru komnir í undanúrslitin í Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir sigur gegn San Antonio Spurs, 99:91, í nótt. Meira »

„Nánast eins og hittni á æfingum“

í fyrradag „Þetta er nánast eins og hittni á æfingum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, í samtali við mbl.is eftir tapið fyrir Haukum 96:85 í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik. Haukar hittu 48% fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum. Haukar eru 2:1 yfir í rimmunni en vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Meira »

Sandra í oddaleik - Jakob úr leik - Haukur í sigurliði

í fyrradag Fjórir íslenskir atvinnumenn í körfuknattleik voru á ferðinni með liðum sínum í kvöld og vegnaði misjafnlega. Sandra Lind Þrastardóttir er komin í oddaleik um danska meistaratitilinn en Jakob Örn Sigurðarson er fallinn út í undanúrslitum í Svíþjóð. Meira »

Helgi Már ekki meira með KR

í fyrradag Helgi Már Magnússon mun ekki klára úrslitarimmu KR og Tindastóls á Íslandsmótinu í körfubolta þar sem hann er farinn aftur til Bandaríkjanna vegna anna í vinnu. Meira »

„Ætlum að klára dæmið með stæl“

í fyrradag „Hjá okkur var mjög mikill munur á þessum leik og öðrum leiknum á Hlíðarenda. Í síðasta leik vorum við svolítið slakar og ekki tilbúnar andlega. Við mættum tilbúnar andlega í þennan leik og tilbúnar til að taka sigur og mér fannst það sjást í kvöld,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, bakvörður Hauka, þegar Morgunblaðið ræddi við hana að sigurleiknum loknum gegn Val á Ásvöllum í kvöld. Meira »

Haukar sigri frá titlinum

í fyrradag Haukar eru 2:1 gegn Val í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik eftir sigur 96:85 á heimavelli sínum á Ásvöllum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Meira »

Daníel aftur til Grindavíkur

í fyrradag Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. Daníel hefur verið þjálfari karlaliðs Njarðvíkur undanfarin tvö tímabil, en Einar Árni Jóhannsson tók á dögunum við liðinu af honum. Meira »

Barist um að komast í kjörstöðu

í fyrradag Þriðji leikur Hauka og Vals í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í körfubolta fer fram á Ásvöllum kl. 19:15 í kvöld. Staðan í einvíginu er 1:1 og hafa liðin unnið sitt hvorn heimaleikinn til þessa. Meira »