Tveir úrvalsdeildarleikmenn handteknir

Leikmennirnir leika báðir með liði í ensku úrvalsdeildinni.
Leikmennirnir leika báðir með liði í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Tveir ónefndir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu voru um helgina handteknir vegna gruns um nauðgun.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en í frétt miðilsins kemur meðal annars fram að leikmennirnir séu báðir 19 ára gamlir og að þeir séu báðir á mála hjá sama félaginu.

Annar þeirra var yfirheyrður á leikvangi félagsins en hann er grunaður um aðild að nauðguninni, sem og að hafa hvatt liðsfélaga sinn til verknaðarins. 

Hinn var svo handtekinn fyrir utan heimavöll félagsins, grunaður um nauðgunina, og síðar yfirheyrður en hann þurfti að eyða nóttinni í fangaklefa.

Þeim var báðum sleppt gegn tryggingu en félagið sem leikmennirnir eru á mála hjá vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast, að því er fram kemur í frétt Sportsmail um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert