Prófkjör tryggi ekki næga fjölbreytni

í fyrradag Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur áhyggjur að því að ef farin sé leið prófkjörs takist ekki að tryggja eðlilega aldurs- og kynjadreifingu frambjóðenda á lista. Fólk innan Sjálfstæðisflokksins virðist ekki sammála um það hvaða leið henti best. Sjálfur talaði Elliði fyrir leiðtogaprófkjöri. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Slagurinn verði Kjartans, Áslaugar og Eyþórs

14.1. Viðar Guðjonsen, leigusali og athafnamaður sem gefið hefur kost á sér í leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, endurspeglar ekki sjónarmið meginþorra sjálfstæðismanna. Þetta fullyrti Friðjón R. Friðjónsson í þættinum Silfrinu á RÚV nú í morgun. Meira »

Heiða sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar

13.1. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og óska hún eftir stuðningi í 2. sæti framboðslistans. Meira »

Samfylkingin með flokksval í Reykjavík

13.1. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík hittist í morgun og samþykkti tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að halda flokksval til að velja á framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Ekkert verður af prófkjöri í Eyjum

11.1. Á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum var tillaga um prófkjör felld og ákveðið var að fara í röðun á lista, líkt og verður gert á Akureyri. Samkvæmt heimildum mbl.is sögðu 40 já við þessari tillögu og 13 nei. Meira »

Vilhjálmur gefur kost á sér

10.1. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í leiðtogakjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Meira »

Einn af þeim sem hafa fengið símtöl

9.1. „Ég er einn þeirra sem hafa fengið nokkur símtöl,“ segir hagfræðingurinn Ólafur Arnasson sem staðfestir í samtali við mbl.is að hann liggi nú undir feldi og hugleiði að bjóða sig fram til að leiða lista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Eyþór vill leiða í Reykjavík

9.1. Eyþór Arnalds, fram­kvæmda­stjóri og fyrr­ver­andi odd­viti sjálf­stæðismanna í Árborg, tilkynnti á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum að hann gæfi kost á sér til að leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í vor. Meira »

Aldís fer ekki fram í Reykjavík

9.1. „Nei, ég held ekki. Ég er bæjarstjóri hér í Hveragerði og líkar það ágætlega og hef hug á því að fá að klára þau stóru verkefni sem hér eru fram undan,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, um hvort hún íhugi að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira »

Magnús Örn stefnir á 2. sætið

8.1. Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi sem haldið verður 20. janúar. Meira »

Unnur Brá fer ekki fram í borginni

6.1. „Ég hef tekið ákvörðun og ég mun ekki gefa kost á mér í Reykjavík,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá var gestur í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

16.12. Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Vala fer ekki fram

10.1. Vala Pálsdóttir hefur ákveðið að taka ekki þátt í leiðtogavali Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.   Meira »

14 á lista Sjálfstæðisflokks á Akureyri

9.1. Fjórtán gefa kost á sér til röðunar við val á sex efstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara í vor. Framboðsfrestur rann út í dag. Meira »

Vaxandi líkur á framboði Eyþórs

9.1. Vaxandi líkur eru á framboði Eyþórs Arnalds, framkvæmdastjóra og fyrrverandi oddvita sjálfstæðismanna í Árborg, til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Ekki á leið í pólitík

8.1. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hvetur á vef sínum Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins, til þess að taka þátt í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins. Frosti segir í samtali við mbl.is að hann stefni ekki aftur í pólitík. Meira »

Júlíus Hafstein vill fram í Kópavogi

8.1. Júlíus Hafstein, fyrrverandi sendiherra og áður borgarfulltrúi í Reykjavík, gefur kost á sér á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Brutu lög með SMS-skilaboðum

29.12. SMS-skilaboð sem Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sendu fjölda farsímanotenda fyrir alþingiskosningarnar síðastliðið haust brjóta gegn fjarskiptalögum. Þetta er niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar sem birti í dag tvær ákvarðanir þess efnis á heimasíðu sinni. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

14.12. Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »